No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2006, fimmtudaginn 13. júlí, var haldinn 4943. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Óskar Bergsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 29. júní. R06010032
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 29. júní. R06010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 5. júlí. R06010013
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 28. júní. R06010014
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Úlfarsfells frá 30. júní. R06070017
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 27. júní. R06010035
7. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 28. júní og 5. júlí. R06010018
8. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 28. júní. R06060190
9. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 12. júlí. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3. júlí. R06010026
11. Lögð fram fundargerð umhverfisráðs frá 26. júní. R06010005
12. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 27. júní. R06010002
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R06060179
14. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 6 mál. R06010117
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á Hverfisgötu við Arnarhól vegna stæða fyrir leigubíla. R06060211
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. s.m. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi svæðis við Birkimel. R06060210
Samþykkt.
- Kl. 11.25 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. s.m. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóða nr. 2 og 4-6 við Bíldshöfða. R06060209
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi að Laugavegi 4-6. R02020124
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
F-listinn leggst alfarið gegn því að heimilað verði að rífa húsin nr. 4 og 6 við Laugaveg og reisa í staðinn mun stærri hús sem myndu eyðileggja 19. aldar götumynd húsaraðarinnar Laugavegar 2-6. Borgaryfirvöldum ber að sýna metnað í þessu máli m.t.t. varðveislu götumyndar og menningarsögu borgarinnar. Minnt er á tillögu F-listans um að borgaryfirvöld sjái til þess að húsin nr. 4 og 6 við Laugaveg verði endurreist í sem upprunalegastri mynd enda er um að ræða tvö af elstu húsum borgarinnar.
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að halda áfram með samkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar og að fela skipulags- og byggingarsviði og dómnefnd keppninnar að endurskoða útboðsskilmála og fyrirkomulag samkeppninnar í nánu samráði við innkaupa- og rekstrarskrifstofu og lögfræðiskrifstofu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R03030023
Samþykkt.
Borgarráð samþykkir að skipa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann, Gísla Martein Baldursson og Dag B. Eggertsson í dómnefndina.
20. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um heimild til beitingar dagsekta að Maríubaug 95-103, til að knýja á um lok framkvæmda. R06060202
Samþykkt.
21. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. f.m., þar sem lagt er til að Gunnari Erlendssyni, Katli Pálssyni, og Rúnari Arasyni, verði sameiginlega seldur byggingarréttur fyrir 30 bílskúra á lóð nr. 131 við Hraunbæ. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 26. s.m. um bílskúra við Hraunbæ/Bæjarháls. R06060130
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d. varðandi framkvæmdir á svæði Knattspyrnufélagsins Vals og fjárframlög í því sambandi. R05060067
Vísað til umsagnar fjármálasviðs.
23. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 13. f.m. ásamt tillögu Svandísar Svavarsdóttur, Ólafs F. Magnússonar og Árna Þórs Sigurðssonar um breytingu á samþykkt fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar að því er varðar áheyrnarfulltrúa; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 13. s.m. R05020008
Vísað til stjórnkerfisnefndar.
24. Borgarráð samþykkir að kjósa Jórunni Frímannsdóttur, formann, Steinarr Björnsson og Björk Vilhelmsdóttur í samráðsnefnd um málefni aldraðra.
Samtök aldraðra hafa tilnefnt Jón Aðalstein Jónasson í nefndina og Félag eldri borgara Margréti Margeirsdóttur. R06010195
25. Lagður fram úrskurður félagsmálaráðuneytisins varðandi kæru úrskurðarnefndar sýslumannsins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga 2006, dags. 4. þ.m. R06050113
26. Lagt fram bréf Hildar Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa, þar sem hún segir starfi sínu lausu. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra frá 12. þ.m. um niðurlagningu starfsins með tilkomu starfs forstöðumanns mannréttindaskrifstofu. R06070033
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra óska bókað:
Við teljum mikilvægt að við stofnun mannréttindanefndar og starfs mannréttindaráðgjafa verði starfssviðið aukið og jafnframt tryggt að kynjajafnréttismál fái ekki minni sess í borgarkerfinu en hingað til. Niðurlagning starfs jafnréttisráðgjafa er skref í þveröfuga átt ef ekki fæst trygging fyrir hvernig áfram verði haldið starfi að jafnréttismálum auk nýrra verkefna sem leiða af auknu starfssviði mannréttindanefndar.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarstjórn ákvað skömmu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að leggja niður jafnréttisnefnd og stofna mennréttindanefnd með talsvert víðara verksvið.
Nýr mannréttindaráðgjafi tekur að öllu leyti við starfi jafnréttisráðgjafa. Því er það algjör útúrsnúningur að halda því fram að verið sé að draga úr mikilvægi þessa málefnis. Með sama hætti mætti halda því fram að fyrrverandi meirihluti hefði dregið úr mikilvægi jafnréttisnefndar, með því að leggja af jafnréttisnefnd og stofna í staðinn mannréttindanefnd. Þegar R-listinn hafði forystu um að leggja niður jafnréttisnefnd og stofna í staðinn mennréttindanefnd treysti hann sér ekki til að fjölga stöðugildum á þessu sviði. Meirihlutinn mun í nánu samráði við nýjan mannréttindaráðgjafa vinna að eflingu jafnréttis- og mannréttindamála á vettvangi borgarinnar m.a., með aukningu stöðugilda í huga.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra óska bókað:
Því er fagnað að í kjölfar skipunar mannréttindafulltrúa verði hugað að fjölgun stöðugilda til að sinna jafnréttis- og mannréttindastarfi í kjölfar skipunar hans. Það væri í samræmi við sameiginlegan vilja borgarstjórnar við samþykkt mannréttindastefnunnar.
27. Lagt fram bréf embættis byggingarfulltrúa frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 28. f.m. um hönnunarleyfi til að gera séruppdrætti vegna lagna og burðavirkis skv. væntanlegu byggingarleyfi á lóð nr. 10 við Máshóla. R06070039
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 3. þ.m. ásamt endurskoðuðum samningi velferðarsviðs og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um læknisþjónustu á Droplaugarstöðum og í Seljahlíð. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarvsiðs frá 11. þ.m. um samninginn. R02010095
Samþykkt.
29. Lagður fram dómur Héraðsdóms frá 6. þ.m. í máli nr. E-3676/2005, Þ.G. verktakar ehf. gegn Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur og Símanum hf. varðandi tilboð í gerð bílakjallara að Laugavegi 86-94. R05010159
30. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir er borist hafa borgarráði, dags. 10. þ.m. R06010037
31. Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð felur stjórnkerfisnefnd að undirbúa tillögur um að stofnað verði nýtt ráð er nefnist leikskólaráð. Málefni leikskólans verði færð frá menntaráði, en leikskólaráð starfi samt sem áður í nánu samstarfi við menntaráð. Lögð verði áhersla á að ýmsir rekstrarþættir menntaráðs og leikskólaráðs geti verið sameiginlegir. Í leikskólaráði verði m.a. fjallað um stefnumótandi mál fyrir yngstu Reykvíkingana, mál sem snerta leikskólastigið og þau lög og reglugerðir er því tengjast, mál sem tengjast þjónustu við foreldra frá því að fæðingarorlofi lýkur að grunnskóla, mál sem tengjast gæsluvöllum og smábarnaleikvöllum sem og mál sem tengjast samskiptum leikskóla og grunnskóla.
Leikskólaráð geri tillögu til borgarráðs um framkvæmdir á leikskólasviði.
Skrifstofu borgarstjórnar er falið að gera tillögu að samþykkt fyrir leikskólaráð og að breyttri samþykkt fyrir menntaráð. R06070063
Frestað.
32. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar:
Að gefnu tilefni er minnt á að samráðshópur um lagningu Sundabrautar hefur ekki lokið störfum. Umboð hópsins féll sjálfkrafa niður að afloknum sveitarstjórnarkosningum og þarf því nýja samþykkt borgarráðs til að hann taki aftur til starfa. Endurnýjað umboð hópsins er orðið aðkallandi m.a. þar sem niðurstaða frumkönnunar á Sundabraut í jarðgöngum ætti að liggja fljótlega fyrir og drög að matsáætlun (umhverfismat) annars áfanga Sundabrautar hefur nýverið verið kynnt. Frestur til ábendinga um áðurnefnd drög er til 21. júlí nk. Þess er skemmst að minnast að fulltrúum íbúa í samráðshópnum voru gefin ákveðin fyrirheit af fulltrúum allra flokka í samráðshópnum um að skipulag og útfærsla Sundabrautar frá Gufunesi upp á Kjalarnes (annars áfanga) kæmi ekki síður til kasta samráðshópsins en þverun Kleppsvíkur (fyrsti áfangi) enda yrði um eina samhangandi framkvæmd að ræða.
Því er spurt:
1. Hvenær er þess að vænta að samráðshópur um lagningu Sundabrautar verði skipaður að nýju?
2. Mun skipulag og hönnun annars áfanga Sundabrautar falla undir verksvið hópsins?
3. Hvenær er þess að vænta að tillaga um samráðshóp um gatnamót Miklubrautar-Kringlumýrarbrautar verði tekin til afgreiðslu?
Jafnframt lagt fram svohljóðandi svar borgarstjóra:
1. Tillaga um skipan nýs samráðshóps er lögð fram á fundi borgarráðs í dag.
2. Já, tillaga um nýjan samráðshóp gerir ráð fyrir því.
3. Á þessu stigi er ekki lagt til að settur verði á fót samráðshópur um gatnamót Miklubrautar/Kringlumýrarbrautar en síðar verður tekin ákvörðun um það.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgastjóra:
Borgarráð samþykkir að skipaður verði samráðshópur um lagningu Sundabrautar alla leið upp á Kjalarnes. Hópurinn verði skipaður þremur fulltrúum borgarráðs, sem skipi formann og óskað verði eftir tilnefningum fulltrúa frá Íbúasamtökum Grafarvogs, Íbúasamtökum Laugardals, Íbúasamtökum Kjalarness, auk fulltrúa Faxaflóahafna og Vegagerðarinnar. R03090157
Samþykkt.
Borgarráð samþykkir að skipa Gísla Martein Baldursson, fomann, Óskar Bergsson og Dag B. Eggertsson í starfshópinn.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri- grænna óska bókað:
Þökkuð eru svör og tillaga borgarstjóra hvað samráð um Sundabraut varðar. Vegna þess að enn á að fresta stofnun samráðshóps um gatnamót Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar skal minnt á mikilvægi þess að samráðið hefjist áður en skipulags-, hönnunar- og umhverfismatsferlar hefjast.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri- grænna og Frjálslyndra leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Hvenær og á hvaða vettvangi tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að auglýsa matsáætlun vegna umhverfismats 2. áfanga Sundabrautar?
2. Hvar fór fram umræða og ákvörðun um pólitísk stefnumótandi efnisatriði matsáætlunarinnar?
3. Fyrir liggur að matsáætlunin hefur ekki verið kynnt eða rædd í framkvæmdaráði, skipulagsráði eða umhverfisráði. Hver tók ákvörðun um að sniðganga þessi ráð?
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri- grænna og Frjálslyndra leggja fram svohljóðandi tillögu:
Í auglýsingu kemur fram að frestur til að gera athugasemdir er til 21. júlí nk. Í ljósi þess að framkvæmdaráð, skipulagsráð og umhverfisráð hafa ekki fjallað um matsáætlunina er lagt til að borgarráð samþykki að vísa tillögu að matsáætlun til umfjöllunar og umsagnar allra þessara ráða, framlengi umsagnarfrest og að borgarráð taki í kjölfarið ákvörðun um endurauglýsingu ef tilefni er til.
Frestað.
33. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í vikunni var gengið frá afleysingu í starf skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra sem er eitt veigamesta embættið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Sá aðili sem sinnt hefur starfinu til þessa er með áratugareynslu á sviði stjórnunar innan stjórnsýslunnar og með masternám í opinberri stjórnsýslu. Það vekur hins vegar athygli að sá sem ráðinn var er fyrrverandi starfsmaður í Valhöll og aðstoðarmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins með nýlegt BS próf í viðskiptafræði. Í ljósi þessa leggja borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Var auglýst eftir afleysingu í þetta mikilvæga starf innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar?
2. Hvaða hæfnis- og menntunarkröfur voru gerðar við ráðninguna?
3. Er tími pólitískra ráðninga runninn upp hjá Reykjavíkurborg á kostnað menntunar, hæfni og reynslu? R06070073
Kl. 12.50 víkur borgarstjóri af fundi.
34. Lagt fram minnisblað forstöðumanns innri endurskoðunar, dags. 10. þ.m., ásamt ársreikningi Sorpu bs. fyrir árið 2005. R06010224
35. Borgarráð samþykkir að kjósa, í stað Helga Hjörvar, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur í stjórn Landsvirkjunar, til vara var kosinn Dofri Hermannsson, í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. R05040031
36. Bogarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að teknar verði upp viðræður við dómsmálaráðuneytið og lögregluna í Reykjavík um að sýnilegri hverfislöggæslu verði komið á í öllum hverfum borgarinnar. Í tengslum við endurskipulagningu á löggæslu höfuðborgarsvæðisins verði m.a. tryggt að hverfislöggæsla fái fast aðsetur í tengslum við allar sex þjónustumiðstöðvar borgarinnar líkt og nú þegar er staðreynd í Grafarvogi og Breiðholti. Þá verði metin þörf fyrir aukna miðborgarvakt. Viðræðurnar fari fram í samráðshópi Reykjavíkurborgar, ráðuneytisins og lögreglunnar sem starfandi var á síðasta kjörtímabili og aðilar lögðu sameiginlega til að myndi taka upp þráðinn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. R06070079
Frestað.
Kl. 13.10 víkur Gísli Marteinn Baldursson af fundi.
37. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Ríkisstjórnin hefur boðað að samráð verði haft við Reykjavíkurborg um frestun framkvæmda og aðgerðir til að draga úr þenslu í hagkerfinu. Fram hefur komið að ríkisstjórnin telur ekki að aðgerðirnar leiði til þess að stórframkvæmdir í Reykjavík frestist, s.s. bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss og lagning Sundabrautar. Fyrir liggur að um 6000 íbúðir geta byggst upp í Reykjavík á næstu fimm árum miðað við fyrirliggjandi skipulags- og framkvæmdaáætlanir. Meirihluti borgarstjórnar hefur þó jafnframt kynnt að auk þessa verði skipulagi og uppbyggingu í Úlfarsárdal flýtt þannig að þar megi úthluta enn frekari lóðum síðar á þessu ári og jafnframt að skipulag, úthlutun lóða og framkvæmdir við nýtt íbúahverfi í Geldinganesi hefjist árið 2007.
Því er spurt:
1. Hvort og þá hvaða framkvæmdum á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar skv. þriggja ára áætlun borgarstjóri telur unnt eða æskilegt að fresta?
2. Hvort og þá hvaða framkvæmdum ríkisins í Reykjavík borgarstjóri telur unnt eða æskilegt að fresta?
3. Hvað er áætlað að háum fjárhæðum verði varið úr borgarsjóði við að gera lóðir byggingarhæfar í Úlfarsárdal á þessu ári og því næsta og hvað er áætlað að framkvæmdir (byggingaraðila) í dalnum nemi háum fjárhæðum þetta ár og næsta?
4. Hvað er áætlað að háum fjárhæðum verði varið úr borgarsjóði við að gera lóðir byggingarhæfar á Geldinganesi á þessu ári og því næsta og hvað er áætlað að framkvæmdir (byggingaraðila) á nesinu nemi háum fjárhæðum þess utan?
5. Hafa áhrif uppbyggingaráforma í Úlfarsárdal og Geldinganesi á þenslu og þróun efnahagsmála verið metin? Hafa áhrif uppbyggingaráforma í Úlfarsárdal og Geldinganesi á þróun fasteignamarkaðar og íbúaverðverið metin? Hafa áhrif uppbyggingaráforma í Úlfarsárdal og Geldinganesi á stöðu borgarsjóðs verið metin? Óskað er eftir því að öll gögn hvað þetta varðar verði lögð fyrir borgarráð.
6. Verða þriggja hæða mislæg gatnamót Miklubrautar-Kringlumýrarbrautar boðin út fyrir áramót eins og Gísli M. Baldursson formaður umhverfisráðs kynnti í fjölmiðlum 18. júní sl.? R06060199
38. Borgaráðsfulltrúar Vinstri-grænna og Samfylkingar óska bókað:
Á fundi umhverfisráðs í gær, 12. júlí, synjaði formaður ráðsins ósk stjórnarandstöðunnar um frestun á afgreiðslu málsins #GLGatnamót Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar#GL. Óskin var borin fram þar sem engin gögn lágu fyrir fundinum. Rök formanns um að synja um frestun byggðist á því að stjórnarflokkarnir hafi munnlega gert grein fyrir stefnu sinni í málinu. Borgarstjórn Reykjavíkur er fjölskipað stjórnvald, þar sem allir fulltrúar hafa sama rétt og skyldur. Framganga af þessu tagi er nýlunda í Borgarstjórn Reykjavíkur og er vonandi ekki til vitnis um að stjórnarflokkarnir hyggist beita ólýðræðislegum og óvönduðum vinnubrögðum í nefndum og ráðum. Að öðru leyti vísast til bókunar stjórnarandstöðunnar á fundi umhverfisráðs í gær.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í umhverfisráði. R04090026
39. Ólafur F. Magnússson leggur fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn:
Að undanförnu hefur Landssamband sjálfstæðiskvenna birt upplýsingar um fjölda og hlutfall karla og kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum í Reykjavík eftir stjórnmálaflokkum og munu þær byggðar á upplýsingum sem borgarstjóri tók saman fyrir sambandið. Komist er að þeirri niðurstöðu að karlar skipi 2 sæti af 2 eða 100#PR sætanna hjá Frjálslyndum. Hjá Framsókn skipi karlar 82,9#PR af 35 sætum. Hjá Vinstri grænum skipi karlar 64,3#PR af 14 sætum. Hjá Sjálfstæðisflokki skipi karlar 58,6#PR af 58 sætum og hjá Samfylkingu skipi karlarnir 54,5#PR af 44 sætum. Óskað er eftir að gerð sé grein fyrir því hvernig komist er að áðurnefndum niðurstöðum sem F-listinn telur ekki vera réttar, þar sem konur skipi hlutfallslega verulegan sess í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar hjá F-listanum. Jafnframt er óskað eftir því að gerð sé grein fyrir hlutfalli karla og kvenna meðal áheyrnarfulltrúa F-listans og varamanna þeirra. R06030188
40. Ólafur F. Magnússson leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á síðasta borgarráðsfundi var tillögu F-listans um að skora á heilbrigðiráðherra og ríkisstjórn að tryggja áframhaldandi heilsuverndarstarf í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur vísað frá. Nú liggur fyrir að við blasir alvarlegur húsnæðisvandi miðstöðvar mæðraverndar og miðstöðvar heilsuverndar barna í Reykjavík á næstunni. Því er spurt hvort borgaryfirvöld hyggist beita sér í þessu máli og hvort þau telji annað verjandi m.t.t. sveitarstjórnarlaga, en þar er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli beita sér í málum er varða hagsmuni umbjóðenda þeirra jafnvel þó að þau séu á forræði annarra en sveitarstjórna. R05100166
Fundi slitið kl. 13:30
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Kjartan Magnússon
Óskar Bergsson