Borgarráð - Fundur nr. 4942

Borgarráð

Leiðrétt
B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 29. júní, var haldinn 4942. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ásta Þorleifsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framkvæmdaráðs frá 26. júní. R06010006

2. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. júní. R06010007

3. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 23. júní. R06010004

4. Lögð fram fundargerð menntaráðs frá 22. júní. R06010003

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 28. júní. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 21. júní. R06010022

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. júní. R06010026

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R06050104

9. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 4 mál. R06010117

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir er borist hafa borgarráði, dags. 26. þ.m. R06010037
Borgarráð samþykkir að veita Samtökunum ‘78 styrk að fjárhæð kr. 250 þúsund.

11. Lagt fram afrit af bréfi borgarstjóra frá 27. þ.m. til Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, hdl., vegna framsals lóðarréttinda að Suðurlandsbraut 58-62, sbr. bréf hennar frá 23. s.m. f.h. Eyglóar Svönu Stefánsdóttur. R03110033
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að afturkalla ákvörðun sína frá 17. febrúar 2005 um að úthluta Markarholti, sjálfseignarstofnun, byggingarrétti á lóðinni nr. 58-62 við Suðurlandsbraut.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

12. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Smáragarðs ehf. frá 1. þ.m. varðandi byggingarrétt á lóð í Stekkjarbrekkum við Vesturlandsveg. Jafnframt lagt fram að nýju bréf Smáragarðs ehf., Smáratorgs ehf. og Mötu ehf. frá 20. mars sl. varðandi lóðina. Þá er lagt fram bréf borgarstjóra til Smáragarðs ehf. frá 16. júní 2005 og svar skrifstofustjóra framkvæmdasviðs, dags. 26. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um skilmála lóðarúthlutunarinnar, sbr. 9. liður fundargerðar borgarráðs 22. s.m. R06030131
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarstjóra verði falið að leita eftir samvinnu við samkeppniseftirlitið og/eða önnur yfirvöld samkeppnismála um hvernig staðinn verði vörð um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutanir lóða. Leitað verði erlendra fyrirmynda í þessu efni og m.a. hugað að því hvernig búa skuli að slíkum úthlutunum í skilmálum skipulags og lóðaúthlutunum eða hvort koma þurfi til breytingar á lögum.

Afgreiðslu tillögunnar frestað.

Borgarráð samþykkir úthlutun byggingarréttarins með 4 atkv. gegn 2. Svandís Svavarsdóttir sat hjá.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:

Það gegnir furðu að meirihluti borgarráðs skuli afgreiða fyrirliggjandi erindi án þess að fyrir liggi hvernig staðið verði vörð um samkeppni á matvörumarkaði í tengslum við rekstur á þessum lóðum. Samkeppnissjónarmið voru lykilþáttur í úthlutun lóða við Stekkjarbrekkur og vekur kæruleysi meirihlutans við að fylgja ströngum skilmálum deiliskipulags og lóðaúthlutunar fast eftir áhyggjum um metnað eða öllu heldur metnaðarleysi meirihlutans þegar samkeppnismál eru annars vegar. Ekki er hægt að fallast á fyrirliggjandi tillögu meðan óljóst er hvernig bundið verði um hnúta við að tryggja samkeppni á svæðinu en jafnframt verður að gera þá skýlausu kröfu að skilmálar deiliskipulags og lóðaúthlutunar rati inn í endanlegan lóðaleigusamning um svæðið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:

Þessi ákvörðun breytir engu um þá skilmála sem í gildi voru fyrir umrædda lóð. Þetta kemur skýrt fram í svari skrifstofustjóra framkvæmdasviðs, en niðurstaða hans var sú, að hvort sem erindi lóðarhafanna þriggja verður samþykkt eða ekki, þá geti borgaryfirvöld ekki tryggt að markmiði um aukna samkeppni á matvörumarkaði verði örugglega náð.
Rétt er að taka fram að fyrrverandi meirihluti í Reykjavík ber alla ábyrgð á þeim skilmálum sem samþykktir voru vegna umræddrar lóðar í júní 2005.

13. Lagt fram endurrit dóms Hæstaréttar, mál nr. 1/2006, sem féll í málinu hinn 15. þ.m. R05030077

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 26. þ.m., þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á ákvörðun framkvæmdaráðs um að taka tilboði Portusar Group í gerð 250 bílastæða fyrir Bílastæðasjóð í tengslum við byggingu tónlistarhúss. Samþykkt. R06020037

15. Lagður fram ársreikningur og ársskýrsla Félagsbústaða hf. fyrir árið 2005, ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 26. þ.m. R06010224

16. Lagður fram ársreikningur og ársskýrsla Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2005, ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 27. þ.m. R06010224

17. Lagður fram ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2005, ásamt minnisblaði forstöðumanns innri endurskoðunar frá 27. þ.m. R06010224

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m., sbr. tillögu Ólafs F. Magnússonar, vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 20. þ.m., svohljóðandi:

Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn að sjá til þess að sú heilsuverndar- og heilsugæslustarfsemi, sem fer fram á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, verði þar áfram og að Heilsuverndarstöðin komist aftur í eigu almennings. R05100166

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi frávísunartillögu:

Á síðasta kjörtímabili seldu fjármálaráðuneytið, f.h. ríkissjóðs, og Reykjavíkurborg húsnæði Heilsugæslunnar í Reykjavík við Barónsstíg. Hefur Heilsugæslan í Reykjavík nú fengið á leigu nýtt húsnæði undir starfsemi sína. Í samtölum formanns borgarráðs við heilbrigðisráðherra hefur komið fram, að Heilsugæslan í Reykjavík hafi ekki óskað eftir flutningi úr Heilsuverndarstöðinni, en við sölu á húsinu hafi orðið ljóst að flytja þyrfti starfsemina. Að því er nú komið.
Það er ekki hlutverk borgaryfirvalda að mælast eða hlutast til um einstök fasteignaviðskipti af hálfu ríkisvaldsins, sérstaklega þegar liggur fyrir að borgaryfirvöld stóðu fyrir skemmstu að sölu þessa sama húsnæðis. Því er lagt til að tillögu Ólafs F. Magnússonar verði vísað frá.
Frávísunartillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

19. Kosning í stjórn Skógarbæjar til loka kjörtímabilsins.
Kosnirr voru: Benedikt Geirsson og Sóley Tómasdóttir.
Til vara: Jórunn Frímannsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson.
Kosning í fulltrúaráð Skógarbæjar til loka kjörtímabilsins.
Kosnir voru: Benedikt Geirsson, Áslaug Brynjólfsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Til vara: Jórunn Frímannsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir, Ragnhildur Eggertsson og Helga Björg Ragnarsdóttir. R02070030

20. Kosning í stjórn Kjarvalsstofu í París til þriggja ára.
Borgarráð samþykkir að kjósa Hönnu Johannessen og Guðrúnu Ásmundsdóttur í stjórn Kjarvalsstofu í París til þriggja ára. Til vara: Katrín Fjeldsted og Margrét Sverrisdóttir. Einn fulltrúi er tilnefndur af menntamálaráðuneyti. R03040044

21. Kosning í samstarfsnefnd Reykjavíkurprófastsdæma.
Borgarráð samþykkir að kjósa Helga S. Guðmundsson og Svandísi Svavarsdóttur í samstarfsnefnd Reykjavíkurprófastsdæma til loka kjörtímabilsins. R03010070

22. Kosning vegna Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Varamaður í stjórn SSH, fyrir borgarstjóra sem er sjálfkjörinn, var kosinn Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Kosnir voru: Björn Ingi Hrafnsson og Svandís Svavarsdóttir.
Til vara: Óskar Bergsson og Dagur B. Eggertsson.
Kosning í svæðisskipulagsráð SSH.
Kosnir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson.
Til vara: Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir. R06060168

23. Kosning í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Borgarráð samþykkir að kjósa Helenu Ólafsdóttur í stjórn Reykjanesfólkvangs til loka kjörtímabilsins. Til vara var kosin Marsibil Sæmundsdóttir. R02070025

24. Borgarráð samþykkir að kjósa 2 fulltrúa, auk borgarstjóra sem er sjálfkjörinn, í samstarfssjóð Nuuk-Reykjavík-Þórshöfn til loka kjörtímabilsins.
Kosnir voru: Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Jón Hafstein. R06060167

25. Lagt fram bréf forstöðumanns innri endurskoðunar frá 26. þ.m. varðandi bankareikninga á kennitölum Reykjavíkurborgar. R06060170
Borgarráð samþykkir tillögur um málsmeðferð sem fram koma í bréfi forstöðumannsins.

26. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. janúar sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi reits 1.138 - BYKO, sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesvegi.
Samþykkt. R06010129

27. Lagt fram samkomulag Eignarhaldsfélagsins Portus, Austurhafnar TR ehf., Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins, dags. 13. júní 2006, um að fjármagna sameiginlega þátttöku í sýningunni Feneyja-tvíæringurinn í Feneyjum 10. sept. til 19. nóv. n.k. R06060172
Samþykkt.

28. Lögð fram orðsending borgarstjóra til borgarráðs, dags. 27. þ.m. ásamt samningi Reykjavíkurborgar við KPMG á Íslandi, dags. 26. s.m., vegna vinnu við úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar samkvæmt samþykkt borgarráðs 15. júní sl. R06060102
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Það veldur vonbrigðum að meirihlutinn treystir sér ekki til að láta úttekt á fjárhagsstöðu ná til samanburðar við hroðalegan viðskilnað Sjálfstæðisflokksins 1994, þar sem um sögulega úttekt er að ræða. Þá verður ekki brugðið birtu á þær umbætur og nútímavæðingu í fjármálastjórn sem orðið hefur undanfarin ár. Því er vandséð hvernig úttektin bætir við endurskoðaða ársreikninga og árshlutauppgjör. Í ljósi þess að mikilvægt er að um úttektir af þessu tagi ríki traust er undarlegt að úttektin hafi ekki verið boðin út og að dagsetning hennar skuli ekki vera miðuð við valdaskipti heldur 30. júní 2006.

29. Vísað er til 11. liðar fundargerðar borgarráðs frá 15. þ.m., breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis, Grjótháls. Málinu var frestað en ekki samþykkt eins og bókað var. R06060091

30. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Leitað verði samstarfs við Landsbankann/Landsafl um endurskipulagningu og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar uppkaupa Landsbankans/Landafls á Hafnarstræti 20. Þannig má nýta þau einstöku tækifæri sem skapast við niðurrif hússins til að tengja saman gamla miðbæ Reykjavíkur og hið nýja austurhafnarsvæði þar sem nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hið glæsilega Tónlistar- og ráðstefnuhús munu rísa á næstu árum. R06060200
Frestað.
Fundi slitið kl. 13:25

Björn Ingi Hrafnsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Svandís Svavarsdóttir