Borgarráð - Fundur nr. 4941

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 22. júní, var haldinn 4941. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. júní. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. júní. R06010026

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R06050104

4. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 6 mál. R06010117

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 6. júní sl. um samning á milli skíðadeilda ÍR og Víkings og Reykjavíkurborgar um flutning skíðadeildanna í Bláfjöll. R04050094
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

- Kl. 11.15 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um breytingu á deiliskipulagi á reit 1.130.1, Héðinsreitur. R05070079
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. apríl 2005, sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á deiliskipulagi Sólheimareits. R02040169
Vísað til skipulagsráðs.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m. um kaup Reykjavíkurborgar á lóð Landnets að Hesthálsi 14 fyrir athafnasvæði Strætó bs. R06060129
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:

Tekið skal undir að kaup á lóðinni við Hestháls geti verið skynsamleg fyrir framtíðaraðsetur Strætó bs. Það vekur þó ekki síður athygli að í forsendum kaupanna er gert ráð fyrir því að lóð Strætó bs. við Breiðhöfða verði boðin út og seld á markaðsverði. Þetta er stórt og jákvætt skref í átt til stefnubreytingar við úthlutanir lóða af hálfu núverandi meirihluta.

9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Smáragarðs ehf. frá 1. þ.m. varðandi byggingarrétt á lóð í Stekkjarbrekkum við Vesturlandsveg. Jafnframt lagt fram bréf Smáragarðs ehf., Smáratorgs ehf. og Mötu ehf. frá 20. mars sl. varðandi lóðina. Þá er lagt fram bréf borgarstjóra til Smáragarðs ehf. frá 16. júní 2005. R06030131
Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Skilmálar lóðaúthlutunar til byggingar og reksturs matvöruverslunar við Stekkjarbrekkur voru þeir að Mata væri “óheimilt að framleigja eða framselja þann rétt nema með sérstöku samþykki borgarráðs.” Þetta ákvæði var sett inn í skilmála til að tryggja að þau samkeppnissjónarmið sem lágu lóðaúthlutun til Mata til grundvallar stæðist þegar til lengdar léti. Nú er verið að óska eftir breytingu á ofangreindu. Þá er mikilvægt að fá lögfræðilegt álit um hvaða úrræði Reykjavíkurborg hefur til að fylgja fram skilmálum um samkeppissjónarmið, þ.e. að réttur til byggingar eða rekstur matvöruverslunar á svæðinu verði ekki leigður eða framseldur í hendur samkeppnisaðila: a) að óbreyttu, b) ef orðið verði við fyrirliggjandi beiðni um stofnun félags fyrir uppbyggingu svæðisins.

10. Samþykkt að kjósa Önnu Kristinsdóttur í Bláfjallanefnd til loka kjörtímabilsins og Hjört Gíslason til vara. R06060133

11. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 15. apríl sl. varðandi greiðslu gatnagerðar- og bílastæðagjalda vegna Skúlagötu 51, áður Skjólklæðagerðin. R06040080
Samþykkt.

- Kl. 12.30 vék Gísli Marteinn Baldursson af fundi og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók þar sæti.

12. Borgarstjóri kynnti svohljóðandi ákvörðun:
Borgarstjóri kynnir þá ætlun sína að skipa sérstakan starfshóp á vegum borgaryfirvalda um búsetuúrræði eldri borgara og til að hafa umsjón með framkvæmdum í þágu aldraðara. Starfshópinn skipi fjórir aðilar og heyri hann beint undir borgarstjóra. Starfshópnum er ætlað, m.a., að áætla þörf fyrir hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir, þjónustukjarna, söluíbúðir og hvaða önnur úrræði sem eru brýn fyrir aldraða í borginni. Jafnframt skal hópurinn kanna hvaða húsnæði og önnur aðstaða geti hentað fyrir þessa starfsemi og gera tillögur um uppbyggingu á næstu árum.
Starfshópunum er jafnframt ætlað að fjalla um fjárhagslegar forsendur og alla samninga um framkvæmdir sem gerðir eru og byggja á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Starfshópnum er ætlað að leita eftir samstarfi við sjálfseignarstofnanir og aðra þá aðila sem áhuga hafa á samstarfi við borgaryfirvöld um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara.
Eftiralin verkefni eru dæmi um forgangsverkefni:
Bygging og kaup á þjónustuíbúðum/öryggisíbúðum áföstum þjónustukjörnum.
Kaup og jafnvel bygging söluíbúða með þjónustukjarna með heimilishjálp.
Bygging hjúkrunarheimila í nýjum hverfum.
Borgarstjóri skipar fjóra aðila í starfshópinn.
R06060131

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:

Ástæða er til vara eindregið við því að Reykjavíkurborg hefji byggingu og sölu á íbúðum til eldri borgara í samkeppni við fyrirtæki í byggingariðnaði og sjálfseignarstofnanir sem starfa í þágu eldri borgara. Engin rök hafa verið færð fyrir því að hefja slíkan borgarrekstur. Svo best sé vitað eru margir áratugir síðan opinberir aðilar hafa staðið í íbúðabyggingum til sölu, hvort heldur á almennum markaði eða til einstakra hópa.
Sjálfsagt getur þó verið að skipa starfshóp um búsetuúrræði eldri borgara. Það vekur hins vegar nokkra furðu að stefnumótun í málaflokknum sé með stofnun hópsins færð undan velferðarráði og heyri nú beint undir borgarstjóra. Þá vekja helmingaskipti meirihlutaflokkanna við skipan hópsins athygli en ekki er gert ráð fyrir fulltrúa stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn við skipan hópsins né heldur þátttöku fulltrúa eldri borgara. Aðeins er vika síðan stofnaður var í borgarráði annar hópur um sama efni með þátttöku fulltrúa Félags eldri borgara og samtaka aldraðra. Vekur þetta spurningar um skörun á verksviði hópanna eða hvort skipan samráðshópsins fyrir viku síðan hafi aðeins verið sýndarmennska.

13. Lagt fram yfirlit yfir styrkúthlutanir úr samstarfssjóði Nuuk-Reykjavík-Þórshöfn frá 16. þ.m. R06050015

14. Samþykkt tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um að stjórnkerfisnefnd verði skipuð fimm mönnum og jafnmörgum til vara. Í stjórnkerfisnefnd voru kosnir:
Gísli Marteinn Baldursson
Björn Ingi Hrafnsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Dagur B. Eggertsson
Árni Þór Sigurðsson
Til vara:
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Óskar Bergsson
Júlíus Vífill Ingvarsson
Stefán Jón Hafstein
Svandís Svavarsdóttir

Formaður var kosinn Gísli Marteinn Baldursson. R06060134

- Kl. 12.40 vék Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

15. Lagður fram úrskurður óbyggðanefndar um Stór-Reykjavíkursvæðið, mál nr. 2/2004. Jafnframt lagt fram yfirlit Páls Arnórs Pálssonar hrl. varðandi úrskurðinn. R03120021

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að Gunnari Erlendssyni, Katli Pálssyni og Rúnari Arasyni verði sameiginlega seldur byggingarréttur fyrir 30 bílskúra á lóð nr. 131 við Hraunbæ. R06060130
Frestað.

- Kl. 13.00 vék Ólafur F. Magnússon af fundi.

17. Lagður fram úrskurður kærunefndar skv. 2. mgr. 93. gr. kosningalaga nr. 5/1998 um kærur sem bárust vegna borgarstjórnarkosninga, dags. 15. þ.m. R06050113

18. Lagðir fram ársreikningar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., SHS fasteigna ehf., Almannavarna höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2005 ásamt bréfi endurskoðenda. R06060135

19. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 15. júní 2006 í máli nr. 11/2006, Félag sjálfstætt starfandi arkitekta gegn Reykjavíkurborg vegna skipulags Vatnsmýrar. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 20. þ.m. R06050054

20. Afgreidd 11 útsvarsmál. R06010038


Fundi slitið kl. 13:20

Björn Ingi Hrafnsson

Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Þorbjörg Vigfúsdóttir