Borgarráð - Fundur nr. 4940

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 15. júní, var haldinn 4940. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. þ.m., um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 13. s.m. R06060045

2. Kosning formanns borgarráðs.
Björn Ingi Hrafnsson var kosinn formaður borgarráðs með 4 samhljóða atkvæðum.
Varaformaður var kosinn með sama hætti Hanna Birna Kristjánsdóttir. R06060045

3. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 23. maí. R06010017

4. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 13. júní. R06010008
Samþykkt.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. júní. R06010024

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R06050104

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 12, Fjölbrautarskólinn Ármúla. R06060035
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.1 vegna lóðar nr. 2 við Bankastræti, skv. uppdrætti, dags. 18. apríl 2006. R06060033
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Elliðavað - Búðavað. R05100148
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar íþróttamiðstöðvarinnar að Fossaleyni 1 skv. uppdr., dags. 30. maí 2006. R05090116
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis, Grjótháls/Hestháls. R06060091
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skiplagsráðs 7. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Laugavegur 23/Hverfisgata 40. R06060036
Samþykkt. Jafnfram ítrekar borgarráð þær ábendingar sem fram koma í umsögnum rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna svæðis Landspítalans í Fossvogi við Sléttuveg. R04100098
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 7. þ.m., um auglýsingu á deiliskipulagi við Fiskislóð í Vesturhöfn. R06060034
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 8. þ.m. varðandi Fálkagötu 4, um beitingu þvingunarúrræða vegna girðingar á lóðamörkum. R06060090
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf fjárreiðustjóra frá 12. þ.m., um heimildir Landsvirkjunar vegna stýringar áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs. R04010060
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf Gunnars Gunnarssonar frá 9. þ.m., þar sem kvartað er vegna framkvæmda og umgengni við hús nr. 195-197 við Vesturberg. R03090011
Vísað til meðferðar framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa.

18. Lagt fram bréf formanns kirkjuselsnefndar Grafarvogssóknar frá 7. þ.m., um byggingu menningarmiðstöðvar með kirkjuseli í Spöng. Jafnfram lagt fram bréf sóknarprests Grafarvogssóknar, dags. s.d. R04030045

19. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. þ.m., um skipan fimm manna samráðsnefndar um málefni Elliðaánna. R06060086

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag sbr. tillögu Svandísar Svavarsdóttur, Ólafs F. Magnússonar og Árna Þórs Sigurðssonar um breytingu á samþykkt fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 13. þ.m.
R05020008
Frestað.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 13. þ.m. um breytingu á samþykkt fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar:

Úr 1. mgr. 4.gr. samþykktar fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar frá 4. apríl 2006 falli brott orðin #GLog skal hann vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi.#GL

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:

Sú staðreynd að meirihluti borgarstjórnar skuli vilja víkja frá því að borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar hafi forystu í hverfaráðunum endurspeglar metnaðarleysi meirihlutans í málefnum íbúalýðræðis og hverfanna. Hverfaráðin hafa fyrst og fremst áhrifavald en fara ekki með bein völd eða fjármuni til ráðstöfunar í málefnum hverfanna. Þess vegna hefur hingað til þótt sérstaklega rík ástæða til að skipa þau kjörnum fulltrúum og til undantekninga heyrði ef hverfaráð lutu ekki forystu borgarfulltrúa á nýafstöðnu kjörtímabili.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska bókað:

Sú tillaga sem borgarstjóri hefur lagt fram þjónar þeim tilgangi einum að gefa almennum borgarbúum, öðrum en kjörnum fulltrúum, betri aðkomu að málefnum hverfanna. Það vekur furðu að fulltrúar Samfylkingarinnar styðji ekki okkar tillögu, enda mun hún bæði fjölga tækifærum íbúa til að hafa áhrif á þróun og mótun eigin umhverfis og tryggja aukið íbúalýðræði í borginni. R05020008

Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum og vísað til borgarstjórnar.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, sbr. samþykkt fyrir skipulagsjóð; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 13. þ.m.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra að breytingu á drögum að nýrri samþykkt fyrir skipulagssjóð Reykjavíkurborgar:

Lagt er til að 1. mgr. 7. gr. hljóði svo:
Stjórn sjóðsins skal skipuð borgarstjóra sem formanni stjórnar og tveimur borgarfulltrúum. Skal annar vera formaður eða varaformaður skipulagsráðs. Borgarstjórn kýs þrjá varafulltrúa í stjórn sjóðsins og skulu þeir vera borgarfulltrúar. Kjörtímabil stjórnarinnar er hið sama og borgarstjórnar. R05020008

Vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um sumarleyfi borgarstjórnar og umboð borgarráðs. Svohljóðandi tillögu vísað til borgarstjórnar:

Borgarstjórn samþykkir að fella niður borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst n.k. skv. heimild í 3. mgr. 5.gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, með síðari breytingum. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella.
Umboð þetta nær til þess tíma er tvær vikur eru til næsta reglulega fundar í borgarstjórn, sbr. þó 5. mgr. 51. gr., eða til 22. ágúst. R04060046

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 12. f.m. um stefnumótun skíðasvæðanna 2007-2012. R04050094
Vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.

25. Lagt fram að nýju minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, sviðsstjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og skrifstofustjóra borgarstjóra, dags. 3. f.m., um viðræður við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands varðandi Alþjóðahús. R02110072
Frestað.
Óskað eftir umsögnum sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og jafnréttisráðgjafa mannréttindanefndar.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara um það hvernig borgin getur betur sinnt þjónustu við þennan mikilvæga hóp. Markmið samráðsins skal vera; í fyrsta lagi að fjölga tækifærum eldri borgara til að búa sem lengst í eigin húsnæði, t.d. með aukinni samfellu í heimahjúkrun og heimaþjónustu; í öðru lagi að móta áætlun um að eyða löngum biðlistum eftir húsnæði fyrir eldri borgara og tryggja nægt framboð búsetukosta; og í þriðja lagi að skoða leiðir til að auka val þessa hóps um þjónustu, umhverfi og aðstæður.
Skipuð verði fimm manna samráðsnefnd, með einum fulltrúa tilnefndum af Félagi eldri borgara í Reykjavík, einum fulltrúa tilnefndum af Samtökum aldraðra og þremur fulltrúum tilnefndum af borgarráði, sem skipi formann. R06010195

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:

Sjálfsagt er að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara í kjölfar þeirra viðræðna sem forysta velferðarráðs hefur átt við þau á undanförnum vikum. Engin ástæða er þó til að takmarka samráðið við þá þætti sem fram koma í tillögu borgarstjóra enda hafa fulltrúar eldri borgara lagt áherslu á það að geta tekið hvaða mál sem að hagsmunum þeirra snúa á dagskrá samráðsins. Ástæða er því til að ítreka að þau ágætu markmið sem nefnd eru í tillögunni skuli ekki vera upphaf og endir samráðsins heldur aðeins meðal þess sem það getur náð til.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að fela óháðum aðila að gera úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, þ.e. borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar, m.v. 1. júní 2006. Jafnframt verði skoðað hvernig fjárhagsstaðan hefur þróast frá árinu 1994 og lagt sérstakt mat á rekstrarárangur borgarsjóðs á síðustu árum, m.a. með samanburði við afkomu annarra sveitarfélaga. Þá verði einnig lagt mat á hversu raunhæfar samþykktar fjárhagsáætlanir til næstu þriggja ára eru. Reynt verði að hraða úttektinni þannig að niðurstöður geti legið fyrir sem fyrst. R06060102

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:

Minnt skal á að endurskoðendur Reykjavíkurborgar gera árlega úttekt á fjármálum borgarinnar. Í kjölfar umbóta var gengið sérstaklega úr skugga um að þeir væru óháðir með því að bjóða ytri endurskoðun út. Skýrslur endurskoðenda hafa vitnað um traustan fjárhag og örugga fjármálastjórn undanfarin ár þar sem frávik frá áætlunum hefur verið um og undir 1#PR. Það er ávöxtur þess að ábyrgð og völdum hefur verið dreift en eftirlit sívirkt og umbætur verði gerðar á öllum sviðum. Er vonandi að framhald verði þar á.
Sjálfsagt getur þó verið að gera sögulegar úttektir á fjármálum við meirihlutaskipti. Til að um þær ríki traust er þó jafnsjálfsagt að bjóða það verk út til viðurkenndra aðila og byggja val úttektaraðila á fagmennsku, reynslu og óhlutdrægni. Jafnframt er rétt að úttektin nái einnig til þróunar vinnubragða og þeirrar nútímavæðingar í fjármálastjórn sem einkennt hefur undanfarin ár, eðlilegt er að lagt verði mat á því hvernig áætlanir hafa staðist. Síðast en ekki síst er eðlilegt að leita samanburðar aftur til ársins 1990 og bera saman kjörtímabil. Það mun draga fram þann reginmun sem er á góðum viðskilnaði Reykjavíkurlistans í fjármálum og það óefni sem komið var í við valdatöku hans 1994.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að fela umhverfisráði og framkvæmdaráði að undirbúa sérstakt hreinsunar- og fegrunarátak í hverfum borgarinnar sem hefjist í júlí. Leitað verði eftir nánu samstarfi við borgarbúa, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. R06060101

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Frjálslyndra- og óháðra og Vinstri-grænna óska bókað:

Síðustu vikur hafa tugir vinnuflokka unnið að hreinsun og fegrun borgarinnar, eins og jafnan á þessum árstíma. Er miðað við að sem flestum verkþáttum sé lokið fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Engin ástæða er til þess að slá þessu átaki á frest fram í júlí. Hitt er svo annað mál að lenging skólaársins hefur fært þessa árlegu hreinsun alltof langt fram á vor og sumar. Þau mál þarfnast því heildarendurskoðunar, eins og gerðar hafa verið tillögur um og unnið er að í kjölfar nýafstaðinna stjórnkerfisbreytinga, til að tryggja jafna hreinsun allt árið um kring.

29. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að skipaður verði samráðshópur um hugsanlegar breytingar á gatnamótum Kringlumýrarbrautar-Miklubrautar. Verkefni hópsins felast m.a. í að meta árangur nýafstaðinna framkvæmda við gatnamótin og gera tillögur að aðgerðum eða framkvæmdum sem stuðlað geta að enn betra umferðarflæði í umferðarkerfinu í heild einsog þurfa þykir. Leggja skal grunn að mati á áhrifum einstakra aðgerða á nálæg gatnamót, framkvæmdakostnað, umhverfisáhrif og umhverfiskostnað af hverjum valkosti um sig, s.s. hljóðvist, borgarumhverfi og aðra þætti sem snerta lífsgæði íbúa.
Hópurinn skal skipaður eftirtöldum fulltrúum:
Tveimur fulltrúum skipuðum af skipulagsráði
Einum fulltrúa skipuðum af framkvæmdaráði
Einum fulltrúa skipuðum af umhverfisráði
Einum fulltrúa skipuðum af Vegagerðinni
Einum fulltrúa skipuðum af Íbúasamtökum þriðja hverfis (Hlíða og Holta)
Einum fulltrúa skipuðum af hagsmunaaðilum á Kringlusvæði
Borgarstjórnarflokkum sem ekki eiga fulltrúa í samráðshópnum skv. ofangreindu skal heimilt að skipa áheyrnarfulltrúa.
Formaður hópsins skal koma úr skipulagsráði.
Með samráðshópnum starfa sviðsstjórar skipulags- og byggingarsviðs, framkvæmdasviðs og umhverfissviðs. Samráðshópurinn skal kalla á sinn fund aðra hagsmunaaðila eftir því sem tilefni er til og þurfa þykir.

Greinargerð fylgir tillögunni. R06060110
Frestað.

30. Lagt fram bréf Landsbanka Íslands hf. frá 30. f.m., þar sem óskað er eftir því að borgaryfirvöld samþykki annars vegar að gerður verði lóðarleigusamningur við Landsbanka Íslands hf. um lóðina Suðurlandsbraut 58-62 og hins vegar framsal bankans á lóðinni til Markarinnar eignarhaldsfélags ehf. í framhaldi af gerð lóðarleigusamningsins.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að fela stjórnsýslu- og starfsmannasviði og framkvæmdasviði að leita samstarfs við Landsbanka Íslands hf. um að áformuð uppbygging þjónustuíbúða í Mörkinni hjá fyrirhuguðu hjúkrunarheimili nái fram að ganga. Til að unnt verði að samþykkja framkomna ósk Landsbankans um heimild til framsals lóðarinnar nr. 58-62 við Suðurlandsbraut er nauðsynlegt að viðskipti Markarholts ses. með lóðarréttindin sem og þau viðskipti, sem átt hafa sér stað um hluti í Mörkinni eignarhaldsfélgi ehf., gangi til baka.

Greinargerð fylgir tillögunni. R03110033
Samþykkt.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

F-listinn styður einróma samþykkt borgarráðs á tillögu borgarstjóra um að viðskipti Markarholts ses. um lóðarréttindi lóðarinnar nr. 58-62 við Suðurlandsbraut ásamt viðskiptum, sem átt hafa sér stað um hluti í Mörkinni eignarhaldsfélagi ehf., gangi til baka

31. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar, dags. í dag, þar sem tilkynnt er að áheyrnarfulltrúi F-lista í borgarráði verði Ólafur F. Magnússon og til vara Margrét Sverrisdóttir. Jafnframt er tilkynnt um áheyrnarfulltrúa í fagráðum. R06060111

Fundi slitið kl. 13.35

Björn Ingi Hrafnsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir