Borgarráð - Fundur nr. 4939

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 8. júní, var haldinn 4939. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritun annaðis Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 31. maí. R06010012

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 31. maí og 7. júní. R06010018

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 7. júní. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erindi sem borist hafa borgarráði, alls 2 mál. R06050104

5. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 8 mál. R06010117

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 8 við Mörkina. R06050071
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að Þroskahjálp, landssamtökum, Háaleitisbraut 11-13, verði úthlutað byggingarrétti á lóðinni nr. 5 við Sporhamra til þess að byggja þar sambýli fyrir fatlaða með allt að 5 íbúðum og tengdri aðstöðu. R04120072
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti á neðangreindum lóðum, með nánar tilgreindum skilmálum:
Lóð nr. 7 við Gefjunarbrunn: Gunnar Hannesson
Lóð nr. 8 við Gefjunarbrunn: Hannes Björnsson
Lóð nr. 9 við Gefjunarbrunn: Hákon B. Marteinsson
Lóð nr. 11 við Gefjunarbrunn: Magnús Orri Haraldsson
Lóð nr. 13 við Gefjunarbrunn: Gunnar Jónsson
Lóð nr. 15 við Gefjunarbrunn: Þórunn Gísladóttir
Lóð nr. 16 við Gefjunarbrunn: Ómar Davíðsson
Lóð nr. 10 við Iðunnarbrunn: Ragnar Snorri Magnússon
Lóð nr. 12 við Iðunnarbrunn: Berglind Hansdóttir
Lóð nr. 16 við Iðunnarbrunn: Hildur Sólveig Pétursdóttir R06040011
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að Landsbanki Íslands hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 7 við Þingvað og að Frjálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 5 við Þingvað. Allir skilmálar vegna lóðanna eru hinir sömu og giltu fyrir fyrri lóðarhafa. R04050026
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 11.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf sviðssjóra menntasviðs frá 30. f.m., um niðurstöður starfshóps um stefnumótun Námsflokka Reykjavíkur, er lögð var fram á fundi menntaráðs 18. s.m. R05080140
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í starfshópnum.

11. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 31. f.m., um nýtt lyfsöluleyfi vegna lyfjabúðar Lyfjavals að Álftamýri 1-5. Jafnframt lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 15. s.m. R06050091
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Sigurðar R. Arnalds, hrl. frá 18. f.m., f.h. eigenda og íbúa Lindargötu 25, þar sem óskað er eftir að borgarráð endurskoði ákvörðun skipulagsfulltrúa frá 12. apríl sl., um verndun götumyndar Lindargötu 25-29. R03110045
Vísað til umsagnar skipulagsráðs.

- Kl. 11.20 tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum

13. Lagt fram afrit dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 1. þ.m., í máli nr. E-7713/2005, Gullhamrar ehf. gegn Reykjavíkurborg, ásamt minnisblaði skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 7. s.m. R05120028

14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir er borist hafa borgarráði, dags. 31. f.m. R06010037

15. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 2. þ.m., ásamt skilagrein samráðshóps um þekkingarheimsóknir til stofnanna Reykjavíkurborgar. R05090086
Samþykkt.

16. Lagður fram kjarasamningur Þroskaþjálfafélags Íslands og Reykjavikurborgar, gildistími 1. febrúar 2006 til og með 31. október 2008. Jafnframt lagt fram minnisblað samninganefndar Reykjavíkurborgar frá 7. þ.m. R06050118
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

17. Lagður fram kjarasamningur Iðjuþjálfafélags Íslands og Reykjavíkurborgar, gildistími 1. apríl 2006 til og með 31. október 2008. Jafnframt lagt fram minnisblað samninganefndar Reykjavíkurborgar frá 7. þ.m. R05090159
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

18. Lagður fram kjarasamningur Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, gildistími 1. apríl 2006 til og með 31. nóvember 2008. Jafnframt lagt fram minnisblað samninganefndar Reykjavíkurborgar frá 7. þ.m. R06050050
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

19. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 29. f.m. að nýrri samþykkt fyrir Skipulagssjóð Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. s.m. R05020008
Vísað til borgarstjórnar með breytingu á 3. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 10. gr. í samræmi við bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar og verður þannig breytt sent borgarstjórn til afgreiðslu.

20. Rætt um lóðamál Markarholts ses. vegna lóðanna nr. 58-62 við Suðurlandsbraut. R03110033

Í lok fundar þökkuðu Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarráðsmönnum og embættismönnum samstarfið á kjörtímabilinu.

Fundi slitið kl. 12.15

Alfreð Þorsteinsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson