Borgarráð - Fundur nr. 4938

Borgarráð

B O R G A R RÁ Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 1. júní, var haldinn 4938. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. og 30. maí. R06010008
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 25. apríl. R06010017

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 3. maí. R06010010

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 17. maí. R06010011

5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Hlíða frá 10. janúar og 14. mars. R06010013

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 20. mars. R06010014

7. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 10., 17. og 24. maí. R06010018

8. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 16. maí. R06010022

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R06050104

10. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. þ.m. ásamt samningi, dags. 11. maí 2006, milli Orkuveitu Reykjavíkur og Alcan um orkusölu. R03090081
Vísað til borgarstjórnar.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Laugavegi 95-99. R06050114
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi frávik á bílastæðagjöldum á bílastæði að Hverfisgötu 125. R05020010
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi landnotkun á austursvæðum Vatnsmýrar. R02010120
Samþykkt.

- Kl. 11.20 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Guðlaugur Þór Þórðarson víkur af fundi.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 18. f.m., þar sem lagt er til að Benedikt Jósepssyni verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 13-17 við Ferjuvað, Eignarhaldsfélaginu Örk ehf. verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 8 við Norðlingabraut og Fasteignafélaginu Hlíð ehf. á lóð nr. 10 við Norðlingabraut, með nánar tilgreindum skilmálum. R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 18. f.m. þar sem lagt er til að Eykt ehf. verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 1-5 við Ferjuvað með nánar tilgreindum skilmálum. R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 29. f.m., þar sem lagt er til að Húsfélaginu Jöklaseli 21 og Húsfélaginu Jöklaseli 23 verði úthlutað sameiginlega nýrri 288 m2 bílskúralóð fyrir Jöklasel 21-23. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að reistir verði á lóðinni 4 bílskúrar. R04100197
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. f.m. um svohljóðandi tillögu að breytingu á 62. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001:

6. töluliður b-liðar 62. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 hljóði svo:
Fimm menn í mannréttindanefnd og fimm til vara. Formannskjör.

Jafnframt lögð fram tillaga að samþykkt fyrir mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, dags. 19. f.m. R05020008
Vísað til borgarstjórnar.

18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. f.m., um breytingu á hluthafasamningi um Íþrótta- og sýningarhöllina hf. og Fasteignafélagið Laugardal ehf. R04010075
Samþykkt.

19. Lögð fram skýrsla um störf framtalsnefndar frá 1.1.#EFK06-30.4.#EFK06. R04030111

20. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.1 og 1.244.3, Einholt - Þverholt. R05120015
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Ljóst er að of lítið tillit hefur verið tekið til óska íbúa í þessu máli og samráð við þá á síðari stigum, eftir að eignir á reitnum skiptu um eiganda, verið lítið sem ekkert. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að auglýsa hefði átt umrædda deiliskipulagstillögu að nýju með áorðnum breytingum, hefja nýtt samráðsferli við íbúa og taka síðan tillit til athugasemda þeirra. Þessi vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar eru óviðunandi enda er um að ræða mikla þéttingu byggðar á svæði, sem er nú með hinum þéttbýlustu í borginni. Þá er ljóst að mikil fjölgun íbúa á reitnum hefur í för með sér stóraukin bílastæðavandamál í hverfi, þar sem nú þegar ríkja vandræði vegna skorts á bílastæðum.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Lýst er furðu á viðsnúningi Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu þessa mikilvæga máls. Brýnt er að taka af skarið um að á reitnum byggist stúdentaíbúðir um leið og hafin er vinna við að þróa reitinn áfram í samræmi við bókun meirihluta skipulagsráðs og yfirlýsingu Byggingarfélags námsmanna, og er vísað til bókunar meirihlutans í því efni.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Ekki er um neinn viðsnúning að ræða af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Á síðasta fundi skipulagsráðs kaus formaður þess að afgreiða málið úr ráðinu þrátt fyrir ósk sjálfstæðismanna um frekari frestun málsins. Sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiðslu málsins í skipulagsráði en boðuðu að tekin yrði afstaða á vettvangi borgarráðs.

21. Lagður fram samningur milli Reykjavíkurborgar og Hrafnistu, Reykjavík, dags. 25. f.m., vegna byggingar nýrrar 60 rýma hjúkrunarálmu á lóð Hrafnistu vð Brúnaveg. Reykjavíkurborg samþykkir að leggja fram sem nemur 30#PR af bókfærðum byggingarkostnaði hjúkrunarálmunnar sbr. 1. gr., eða kr. 223 milljónir. R04120063
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 30. f.m. um breytingu á fjárhagsáætlun 2006. Jafnframt lagt fram minnisblað forstöðumanns innri endurskoðunar, dags. í dag, um yfirfærslu fjárheimilda umhverfissviðs. Þá er lagt fram árshlutauppgjör um rekstur og framkvæmdir. R06050157
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 12.20

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon