No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2006, fimmtudaginn 4. maí, var haldinn 4933. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 7. apríl. R06010017
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 26. apríl. R06010016
3. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 2. maí. R06010008
Samþykkt.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R06040108
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu deiliskipulags reits sem afmarkast af Hringbraut, Víðimel og Meistaravöllum, þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. R06040112
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson situr hjá.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi deiliskipulag reits 1.116, Slippareits. R06020069
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf Waldorfsskólans Sólstafa frá 10. f.m., þar sem óskað er eftir lóð fyrir leik- og grunnskóla í Sóltúni 6. R06040097
Vísað til umsagnar menntasviðs.
- Kl. 11.15 taka Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
8. Lögð fram fjögur bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 10. f.m. og 1. og 2. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki með nánar tilgreindum skilmálum kauptilboð í byggingarrétt á samtals 6 einbýlishúsalóðum og einni fjölbýlishúsalóð í Úlfarsárdal. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki aðilaskipti að byggingarrétti á tveimur einbýlishúsalóðum til viðbótar. R06040011
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
- Kl. 11.20 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 19. f.m. varðandi endurnýjun lóðarleigusamnings og umsókn um lóð fyrir Einingarverksmiðjuna ehf. R05120074
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 28. f.m. þar sem lagt er til að Hestamannafélaginu Fáki verði úthlutað byggingarrétti fyrir hesthúsabyggð í Almannadal með nánar tilgreindum skilmálum. R03060192
Samþykkt.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð óskar reykvísku hestafólki velfarnaðar við uppbyggingu nýrrar hesthúsabyggðar á Hólmsheiði og þakkar Hestamannafélaginu Fáki áralangt farsælt samstarf til eflingar útivistar í borginni.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkæmdasviðs frá 29. f.m. ásamt drögum að samningi milli Reykjavíkurborgar og Bauhaus AG um lóð við Vesturlandsveg. R05110080
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Björk Vilhelmsdóttir situr hjá.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar tilkomu Bauhaus á byggingarvörumarkaðinn í Reykjavík og væntir þess að samkeppni á þeim markaði muni aukast, borgarbúum til hagsbóta.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 28. f.m. ásamt skýrslunni #GLReykjavík í mótun#GL, stefnumótun í átt að sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til 2015, sbr. samþykkt umhverfisráðs 28. f.m. R04030003
Frestað.
- Kl. 12.20 víkur borgarstjóri af fundi.
13. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 18. f.m. varðandi uppgjör við Knattspyrnufélagið Fram vegna framkvæmda á svæði félagsins. R02040023
Frestað.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 27. f.m. ásamt drögum að samningi Reykjavíkurborgar og KFUM og K um samskiptamál hvað varðar styrkveitingar, rekstur, framkvæmdir og önnur sameiginleg hagsmunamál. Jafnframt er lagt til að borgarráð bæti ÍTR kostnað vegna stuðnings við KFUM og K vegna sérstaks kostnaðar að fjárhæð 3.9 mkr. R06040092
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 27. f.m. ásamt drögum að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Skátasambands Reykjavíkur um samskiptamál. Jafnframt er lagt til að borgarráð bæti ÍTR kostnað vegna stuðnings við SSR vegna sérstaks kostnaðar að fjárhæð 5.5 mkr. R06040093
Samþykkt.
- Kl. 12.40 tekur borgarstjóri sæti á fundi.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 28. f.m., þar sem lagt er til að veitt verði viðbótarfjárveiting vegna sumarvinnu skólafólks allt að 65 mkr.
Samþykkt. R04020002
17. Lagt fram bréf rekstrarstjórnar Fjölskyldugarðsins frá 24. f.m., þar sem lagt er til að borgarstjóra verði falið að ganga frá samkomulagi við Klasa hf., Eignahaldsfélagsins Fasteignar hf. og Palomar Pictures um þróun og uppbyggingu í Laugardal. R04100203
Borgarráð samþykkir að fela þriggja manna stýrihópi, skipuðum Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Ingvari Sverrissyni og Snorra Hjaltasyni, að vinna áfram að þeirri metnaðarfullu hugmynd að koma upp vísinda- og sjávardýrasafni í tengslum við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Hópurinn skal standa vörð um sérstöðu Laugardalsins sem útivistarsvæðis og gæta þess við þróun svæðisins að mannvirki falli vel í umhverfið, verði svæðinu til sóma og í takti við þá vel heppnuðu uppbyggingu sem verið hefur í Laugardalnum síðustu ár.
18. Rætt um ársskýrslu framtalsnefndar fyrir árið 2005. R04030111
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. f.m., varðandi umboð til borgarráðs vegna borgarstjórnarkosninga 2006. R05090063
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m., um skipan í 13 hverfiskjörstjórnir og 79 undirkjörstjórnir og að kjördeildir verði 79 á 13 kjörstöðum vegna borgarstjórnarkosninganna 2006. R05090063
Samþykkt.
21. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag. R06010037
Samþykkt að veita Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2006 fjárstuðning að fjárhæð kr. 500 þúsund.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 4. f.m., sbr. samþykkti umhverfisráðs 3. s.m., þar sem Árni Þór Sigurðsson er tilnefndur í stýrihóp um bensínstöðvar/bensínsölur. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdaráðs frá 7. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 3. s.m., þar sem Anna Kristinsdóttir er tilnefnd í stýrihópinn og bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., þar sem Kjartan Magnússon er tilnefndur í stýrihópinn.
Samþykkt. R06030105
23. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að veita kr. 5 millj. til verkefinsstjórnar á samþættingu á starfi frístundaheimila, skóla og þeirra sem veita börnum og unglingum í Grafarvogi tómstundaþjónustu að loknum skóladegi. Þetta er þróunarverkefni til eins árs. Vísast til fram lagðra gagna sem kynnt hafa verið í íþrótta- og tómstundaráði og menntráði, þar sem gert er ráð fyrir stýrihóp verkefnisins og starfsmanni hans. Fjármunir komi af liðnum ófyrirséð. R06050003
Samþykkt.
24. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 25. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áhrif gengisbreytinga á efnahag og rekstur Reykjavíkurborgar, borgarsjóð og samstæðu, vegna yfirstandandi árs, sbr. 29. liður fundargerðar borgarráðs 6. apríl sl. R06040028
25. Lagt fram bréf lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að félaginu Góðan daginn ehf. verði veitt leyfi til léttvínsveitinga, innandyra, á kaffihúsinu Babalú, Skólavörðustíg 22a, til kl. 23.30 alla daga. Leyfið verði gefið út til reynslu til eins árs. Leyfi utandyra synjað.R05110143
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 2. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs fyrir lántöku hjá Depfa ACS Bank að fjárhæð 75 milljónir evra til fjármögnunar framkvæmda á Hellisheiði. Jafnframt lagt fram bréf fjárreiðustjóra fjármálasviðs, dags. s.d., varðandi málið. R04100301
Vísað til borgarstjórnar.
27. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Þyrpingar frá 3. f.m. varðandi tillögu um flutning Minjasafns Reykjavíkur í Árbæ út í Viðey og uppbyggingu íbúðabyggðar á núverandi safnasvæði í Árbæ. R06040012
Vísað til borgarstjóra.
28. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra starfsmannaskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 4. þ.m. um endurskoðaða kostnaðaráætlun vegna tímabundinna kjarabreytinga leikskólakennara. R04100131
Samþykkt.
29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir að fá yfirlit yfir staðsetningu færanlegra kennslustofa við grunnskóla borgarinnar um sl. áramót. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaðann flutning á stofum í sumar á milli skóla og hve margar nýjar stofur verða byggðar í ár. Þá er óskað eftir upplýsingum um á hvaða aldri þau börn eru sem aðallega eru látin nota færanlegar kennslustofur.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um við hvað marga skóla færanlegar kennslustofur eru notaðar fyrir starfsemi frístundaheimila og hvort fyrirhugað sé að fækka þeim við einstaka skóla.
Svör óskast send fyrir næsta borgarráðsfund. R06050017
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um viðskipti Reykjavíkurborgar, stofnana hennar og fyrirtækja, við fyrirtækið Netspor ehf. frá árinu 1998. Hvaða verkefni hefur Netspor ehf. tekið að sér fyrir Reykjavíkurborg, stofnanir hennar og fyrirtæki, hvað hefur verið greitt fyrir þau og hver þeirra hefur fyrirtækið fengið án útboðs? R06050021
Fundi slitið kl. 13:25
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Kjartan Magnússon
Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson