Borgarráð - Fundur nr. 4930

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 30. mars, var haldinn 4930. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 24. mars. R06010021

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 29. mars. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 24. mars. R06010022

4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 21. og 22. mars. R06010026

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R06020138

6. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 4 mál. R06010117

7. Lögð fram drög annars vegar að samkomulagi Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf., og hins vegar að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Vals, varðandi breytingar á fyrri samningum aðila um skipulag og uppbyggingu á félagssvæði Vals að Hlíðarenda. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs, umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs varðandi málið, dags. 27. þ.m. R05060067
Borgarráð staðfestir samningana fyrir sitt leyti.

- Kl. 11.17 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. frá 27. þ.m. varðandi endurskoðun og staðfestingu á nánar tilgreindum samningum um rekstur og leigu Íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal. R04010075
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut. R03020062
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Reykjavíkurlista vísa til bókanna fulltrúa sinna á fundi skipulagsráðs 29. þ.m.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 23. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áhrif sanddreifingar á svifryksmengun í borginni, sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs 16. mars sl. R06030042

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 21. þ.m.:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara um það hvernig borgin getur betur sinnt þjónustu við þennan mikilvæga hóp. Markmið samráðsins skal vera; í fyrsta lagi að fjölga tækifærum eldri borgara til að búa sem lengst í eigin húsnæði, t.d. með lækkun fasteignaskatta og aukinni samfellu í heimahjúkrun og heimaþjónustu; í öðru lagi að móta áætlun um að eyða löngum biðlistum eftir húsnæði fyrir eldri borgara og tryggja nægt framboð búsetukosta; og í þriðja lagi að skoða leiðir til að auka val þessa hóps um þjónustu, umhverfi og aðstæður. R06010195

Vísað til velferðarsviðs.

12. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Borgarráð samþykkir að beina því til borgarstjóra og stjórnar Strætó bs. að skoðaðir verði kostir þess og gallar að rekstrarsvið almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verði í höndum hvers sveitarfélags en að farþegaþjónustan verði áfram í höndum Strætó bs. R02030079

Vísað til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 21. þ.m.:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að 19. aldar götumynd húsaraðarinnar Laugavegar 2-6 verði varðveitt. Í því skyni kaupi Reykjavíkurborg húseignirnar Laugaveg 4-6 til að forða megi þeim húsum frá niðurrifi og að þau verði endurreist í sem upprunalegastri mynd.

Greinargerð fylgir tillögunni. R03120054
Vísað til skipulagsráðs, þar sem deiliskipulag svæðisins er í auglýsingu.

- Kl. 11.28 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

14. Lögð fram stjórnsýslu- og rekstrarúttekt innri endurskoðunar á Listasafni Reykjavíkur, dags. í mars 2006. R05110112

15. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að veitt verði undanþága frá bílastæðakröfu að Ármúla 16. R06030128
Samþykkt.

16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag. R06010037

17. Lögð fram drög að nýrri samþykkt fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar, dags. 21. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra varðandi málið, dags. 27. s.m. R05020008
Vísað til forsætisnefndar.

18. Lagður fram kaupsamningur skipulagssjóðs og Íslenskra aðalverktaka hf. vegna fasteignarinnar nr. 20 við Lágholtsveg, dags. 29. þ.m., ásamt bréfi framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 27. s.m. R05020046
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 27. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., varðandi heimild til þess að fjarlægja óleyfisbyggingu að Bókhlöðustíg 6A á kostnað eiganda hennar. R06030158
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 28. þ.m. varðandi nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2006 vegna miðlægra kjarasamninga. R06010228
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 28. þ.m. varðandi endurskoðun á samþykktum skipulagssjóðs. R06030119
Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:50


Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon Steinunn Valdís Óskarsdóttir