Borgarráð - Fundur nr. 4929

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 23. mars, var haldinn 4929. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:03. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 15. mars. R06010018

2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 9. mars. R06010019

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 22. mars. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R06020138

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., varðandi stofnun stýrihóps um staðsetningu bensínstöðva í Reykjavík. R06030105
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf arkitektanna Dennis Davíðs Jóhannessonar og Hjördísar Sigurgísladóttur frá 25. janúar sl. þar sem þau bjóðast til að gefa Reykjavíkurborg garðhýsið #GLHús árstíðanna#GL. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 16. þ.m. um málið. Þá er lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita kr. 1.000.000 til íþrótta- og tómstundasviðs í því skyni að reisa Hús árstíðanna á svæði Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal, sbr. meðfylgjandi umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fjárveitingin komi af liðnum ófyrirséð útgjöld. R06030097
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf borgarminjavarðar frá 21. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um undirbúning landnámssýningar í Reykjavík, sbr. 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 9. mars. R04010059

- Kl. 11.10 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

8. Lögð fram stjórnsýsluúttekt innri endurskoðunar á Skipulagssjóði Reykjavíkurborgar, dags. í mars 2006. R06030119

- Kl. 11.19 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits. R06030107
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., varðandi úthlutun úr húsverndarsjóði fyrir árið 2006. R04040162
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 15. s.m., varðandi aflýsingu kvaðar af eigninni nr. 35 við Hábæ. R06030106
Samþykkt.

12. Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa yfir byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2005, dags. í mars 2006. R03050173
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Hafin var smíði á 1.257 íbúðum í Reykjavík á árinu 2005 og hefur sú tala aldrei verið hærri. Lokið var við smíði 782 íbúða á síðasta ári, samkvæmt skýrslu byggingafulltrúa. Í skýrslunni kemur fram að íbúðarhúsnæði var um helmingur alls húsnæðis sem fullgert var á árinu í fermetrum talið. Vörugeymslur og bílskúrar námu 16#PR, verslunar- og skrifstofuhúsnæði 15#PR, stofnanahúsnæði 13#PR og um 6#PR nýbygginga í Reykjavík árið 2005 var iðnaðarhúsnæði. Þetta er til marks um þá öflugu uppbyggingu sem borgarbúar hafa fyrir augunum þessa dagana og í samræmi við nýjar tölur Hagstofunnar um að hvergi fjölgaði íbúum meira en í Reykjavík á síðasta ári. Reykjavíkurborg hefur kappkostað að hafa framboð byggingalóða stöðugt og sést það á tölum yfir lóðaframboð undir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu að Reykjavíkurborg sé kjölfestan í þessu framboði. Nægir að vísa í tölur er fram komu á Alþingi nýverið um lóðaframboð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Ekki er hægt að taka undir það sjálfshól sem kemur fram í bókun R-listans. Langvarandi lóðaskortsstefna R-listans, lóðauppboð og gífurlega hátt lóðaverð hafa haft mjög alvarlegar afleiðingar. Söluverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað um 100#PR á fáum árum og nánast útilokað er fyrir einstaklinga og fjölskyldur að fá úthlutað lóð undir sérbýli. Á undanförnum árum hefur íbúafjölgun í Reykjavík verið í algjöru lágmarki og hundruð fjölskyldna flutt í nágrannasveitafélög borgarinnar. T.d. fækkaði börnum á leikskólaaldri í Reykjavík um 600 á árunum 1997-2005 á sama tíma sem þeim fjölgaði um rúmlega 400 í nágrannasveitafélögunum. Það segir einnig ákveðna sögu að fullgerðar íbúðir í tíð R-listans 1995-2005 eru einungis 6.382, sem er mun minna en á jafnlögum tíma þar á undan sem voru tæplega 8000 íbúðir.

13. Lagt fram bréf Bjarna Geirs Alfreðssonar frá 1. þ.m., þar sem hann sækir um að fá að setja upp bensínafgreiðslu vestan við húsnæði BSÍ í Vatnsmýri. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 20. s.m. um málið. R06030008
Synjað með vísan til umsagnar sviðsstjóra framkvæmdasviðs.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu til Samkeppniseftirlitsins, dags. 22. þ.m., þar sem lögð er fram krafa um bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samþykktar stjórnar Landsvirkjunar varðandi Laxárvirkjun. Jafnframt lögð fram greining borgarhagfræðings á verðmati Laxárvirkjana, dags. s.d. R05020109

15. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjaness frá 10. þ.m. í máli nr. E-1440/2005, Reykjavíkurborg gegn GT verktökum ehf. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu um málið, dags. 20. þ.m. R04100181
Frestað.

16. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. þ.m. í máli nr. E-4898/2005, Jón Ólafsson og Sofía G. Johnson gegn Reykjavíkurborg, Jóni Val Smárasyni og Sigrúnu Unu Kristjánsdóttur. R05060134

17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að atvinnulóðir í Hádegismóum, austan Árbæjarhverfis, og lóðir við Vesturlandsveg, norðan fyrirhugaðrar lóðar fyrir Bauhaus, verði auglýstar til umsóknar. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum á þessum svæðum þrátt fyrir að þær hafi ekki verið auglýstar til umsóknar. Eðlilegt er að allir þeir atvinnurekendur sem telja sig hafa þörf fyrir þessar lóðir fái tækifæri til að koma að sínum umsóknum. R06030135
Frestað.

18. Afgreidd 5 útsvarsmál. R06010038

Fundi slitið kl. 12:10

Árni Þór Sigurðsson
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson