Borgarráð - Fundur nr. 4928

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 16. mars, var haldinn 4928. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 7. mars. R06010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 2. mars. R06010014

3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 15. mars. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10. mars. R06010026

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R06020138

6. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 8. þ.m., ásamt samningi við Íslandsbanka um byggingarrétt á lóð nr. 41 við Borgartún, dags. 8. þ.m. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 9. þ.m. varðandi málið. R05020085
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti, enda verði lóðin nýtt fyrir starfsemi Glitnis og tengdra fyrirtækja.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. þ.m. ásamt drögum að viðbótarsamningi við Borgarhöllina hf. um íþróttamannvirki við Fossaleyni 1. R04020183
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

8. Lagt fram bréf lögfræðings Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. f.m., sbr. samþykkt stjórnar OR 20. s.m. að breytingu á lögum Orkuveitu Reykjavíkur. R06020151
Vísað til umsagnar stjórnsýslu- og starfsmannasviðs.

9. Rætt um landamerkjamál í Vatnsendakrikum. R05050163

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Þyrpingar hf. frá 9. þ.m., þar sem sótt er um atvinnulóð við Vesturlandsveg. R06030055
Vísað til skipulagsráðs.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að Vagneignum ehf. verði úthlutað 570 ferm. viðbót við lóð nr. 23 við Vagnhöfða, með nánar tilgreindum skilmálum. R06030062
Samþykkt.

12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R06010037

13. Lagt fram bréf ritara menningar- og ferðamálaráðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 8. s.m. varðandi þjónustusamning við Félag tónlistarþróunarmiðstöðvar. R06030054
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf ritara menningar- og ferðamálaráðs frá 9. þ.m., sbr. tillögu ráðsins 8. s.m. að umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið og Sinfóníuhljómsveit Íslands. R05040108
Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 7. þ.m., þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni fjóra fulltrúa á samráðsfund Landsvirkjunar 6. apríl nk. R06030025

Borgarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda fulltrúa:
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson

Til vara:
Anna Kristinsdóttir
Dagur B. Eggertsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir

16. Lagt fram bréf Arnars Más Þórissonar frá 4. janúar sl. þar sem óskað er eftir endurupptöku á þeirri ákvörðun borgarráðs 12. maí sl. að heimila byggingarfulltrúa beytingu dagsekta vegna óleyfisframkvæmda að Laufásvegi 65. Jafnframt lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 13. f.m., þar sem lagt er til að beiðninni verði hafnað. R05040219
Borgarráð samþykkir umsögnina.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 14. þ.m. vegna lengdrar viðveru í Öskjuhlíðarskóla skólaárið 2006-2007. R06030083
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. þ.m., um kjörstaði í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 27. maí n.k., þar sem gert er ráð fyrir að nýr kjörstaður verði í Grafarholti. R05090063
Samþykkt.

19. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 15. þ.m. um frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum og lögum um framkvæmdavald ríkisins í héraði, 520. mál. R06030001
Samþykkt.

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að beina því til borgarstjóra og stjórnar Strætó bs. að skoðaðir verði kostir þess og gallar að rekstrarsvið almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verði í höndum hvers sveitarfélags en að farþegaþjónustan verði áfram í höndum Strætó bs. R02030079
Frestað.

21. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur svifryk í Reykjavík verið afar mikið. Ljóst er að árlega er dreift um 700-900 tonnum af sandi á gangstéttar og gönguleiðir í borginni, sem ekki er gert í okkar helstu nágrannaborgum í Evrópu.
Spurt er: Er líklegt að þessi mikli sandáburður á gangstéttar og göngustíga í stað þess að bera salt á sömu svæði valdi þessu mikla svifryki í borginni? R06030042

22. Afgreidd 6 útsvarsmál. R06010038

Fundi slitið kl. 12:55


Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson