No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2006, fimmtudaginn 9. mars, var haldinn 4927. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 7. mars. R06010008
Samþykkt.
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 28. febrúar. R06010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 2. mars. R06010015
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R06020138
5. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 5 mál. R06010117
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi að Fossaleyni 1, Egilshöll. R05090116
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna afmörkunar á urðunarstað Sorpu á Álfsnesi. R05090248
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað að þeir samþykki erindið með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. janúar sl., varðandi breytingu á deiliskipulagi í Skuggahverfi, reit 1.152.3. R02010123
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir leiguíbúðir eða annað skilgreint félagslegt íbúðarhúsnæði á lóð nr. 2-6 við Skyggnisbraut og nr. 53 við Friggjarbrunn. R05090117
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Björk Vilhelmsdóttir situr hjá.
10. Lagt fram bréf yfirverkfræðings framkvæmdasviðs frá 8. þ.m. varðandi fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um umferðaröryggi við Háaleitisbraut, sbr. 25. liður fundargerðar borgarráðs 23. febrúar sl. R05030049
- Kl. 11.40 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
11. Lagður fram að nýju 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 2. þ.m.: Lóðarumsókn Bauhaus frá 19. janúar sl., bréf Smáragarðs frá 22. f.m. og bréf bæjarstjóra Mosfellsbæjar frá 1. þ.m. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. í dag. R05110080
Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að gefa Bauhaus AG, Corporate Real Estate, Rudolf-Diesel-Str. 25, D-50226 Frechen, Þýskalandi, fyrirheit um sölu byggingarréttar og gerð lóðarleigusamnings um atvinnulóð. Fyrirheitið miðast við lóð á 5,5-6,0 ha. svæði austan Vesturlandsvegar í Höllum og byggingarrétt fyrir allt að 20.000 m2 í húsi. Fyrirheitið gildir í tvö ár frá samþykkt þess, en gildistíminn framlengist sjálfkrafa verði lóðin ekki byggingarhæf fyrir 1. mars 2008 og þá um jafnlangan tíma og nemur seinkun umfram þau tímamörk. Verði ekki unnt að gera lóðina byggingarhæfa fyrir 1. september 2010 af ástæðum, sem Reykjavíkurborg verður ekki kennt um, er fyrirheitið ekki lengur skuldbindandi fyrir borgina. Úthluta skal byggingarréttinum þegar deiliskipulag fyrir lóðina hefur tekið gildi og er skrifstofustjóra framkvæmdasviðs falið að ganga til viðræðna um söluverð byggingarréttarins.
Borgarráð samþykkir tillöguna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Við styðjum þá tillögu um að gefa fyrirtækinu Bauhaus fyrirheit um lóð undir starfsemi sína við Vesturlandsveg.
Jafnframt vekjum við athygli á þeim hringlandahætti sem meirihlutinn hefur ástundað í skipulagsmálum á þessu svæði.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óska bókað:
Eftir mikinn hringlanda lauk þrautagöngu byggingarvörufyrirtækisins Bauhaus við að reyna að útvega sér lóð í sveitarfélögum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins án árangurs. Reykjavíkurborg hefur tekist að finna fyrirtækinu lóð á innan við tveimur mánuðum.
Vonir eru bundnar við að tilkoma fyrirtækisins efli samkeppni á byggingarvörumarkaði, borgarbúum til hagsbóta.
12. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags í dag, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrir hönd Reykjavíkurborgar hjálagðan samning Austurhafnar-TR ehf. við Eignarhaldsfélagið Portus ehf. um fjármögnun, uppbyggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels í Reykjavík, dags. 9. þ.m., sbr. framlagt yfirlit, dags. í dag. Af viðskiptaástæðum er samningurinn kynntur sem trúnaðarmál. R06020037
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar þeim stóra áfanga að samningar hafa tekist um byggingu og rekstur Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Þetta gríðarmikla verkefni er til marks um metnað við uppbyggingu til eflingar menningu og mannlífi í miðborginni, í höfuðborginni og landinu öllu.
Gott samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins innan Austurhafnar TR var forsenda þess að þetta flókna verkefni er komið svo langt á veg. Borgarráð þakkar ráðherrum gott samstarf. Stjórn Austurhafnar TR er þakkað fyrir gott starf. Stefáni Hermannsyni er sérstaklega þakkað fyrir ötult starf að verkefninu þar sem reynsla hans og yfirsýn hefur reynst ómissandi.
Borgarráð óskar Portusi velfarnaðar við að takast á við það vandasama verkefni sem við blasir.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 27. s.m. ásamt samningi við Íslenska aðalverktaka um undirbúningsframkvæmdir vegna lóðar fyrir tónlistarhús o.fl. í Austurbugt. Jafnframt lagt fram bréf ritara innkauparáðs, dags. 28. f.m., þar sem tilkynnt er að innkauparáð hafi á fundi sínum s.d. samþykkt samninginn með minni háttar breytingum. R06020037
Borgarráð samþykkir samninginn með 6 samhljóða atkvæðum.
14. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 8. þ.m., ásamt samningi við Íslandsbanka um byggingarrétt á lóð nr. 41 við Borgartún, dags. 8. þ.m. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dags. í dag varðandi málið. R05020085
Frestað.
15. Lagt fram svar borgarstjóra frá 8. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar, sbr. 24. liður fundargerðar borgarráðs 2. mars sl. R05060167
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að þriggja manna hópi embættismanna, Helgu Jónsdóttur, Kristínu A. Árnadóttur, Regínu Ásvaldsdóttur verði falið að taka upp viðræður við Reykjavíkurdeild Rauðakross Íslands um efni hjálagðs bréfs dags. 23. f.m. til formanns Reykjavíkurdeildar RKÍ. R02110072
Samþykkt.
17. Rætt um afstöðu Reykjavíkurborgar um ráðstöfun Laxárstöðvar til Rafmagnsveitna ríkisins, Orkubús Vestfjarða og Landsvirkjunar. R05020109
18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 8. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um eftirlaunasjóð Leikfélags Reykjavíkur, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs 2. febrúar sl. R06020019
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um störf verkefnisstjóra, sem borgarráð skipaði til að vinna að undirbúningi sýninga um landnámið í Reykjavík. Jafnframt er óskað eftir því að gerð verði ítarleg grein fyrir samskiptum verkefnisstjórnar við Margréti Hermanns Auðardóttur, fornleifafræðing. R04010059
Fundi slitið kl. 13.30
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Kjartan Magnússon Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson