Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2006, fimmtudaginn 16. febrúar, var haldinn 4924. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:08. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Margrét K. Sverrisdóttir og sviðsstjóri stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, sem sat fundinn í fjarveru borgarstjóra.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. febrúar. R06010018
2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 2. febrúar. R06010019
3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 13. febrúar. R06010021
4. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 14. febrúar. R06010008
Samþykkt.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10. febrúar. R06010026
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R06010202
7. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 6 mál. R06010117
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 14. þ.m. varðandi stöðu og framhald smartkortaverkefnisins, sem og nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2006 vegna þess. R02050123
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 15. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lóðaframkvæmdir í Austurhöfn, sbr. 15. liður fundargerðar borgarráðs frá 9. s.m. R06020037
10. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 9. þ.m. í málinu nr. 351/2005, Landsafl hf. gegn Reykjavíkurborg. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu, dags. 14. s.m. R04080069
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi reits 1.171.3, vegna lóða nr. 4 og 6 við Laugaveg. R02020124
Frestað.
Margrét K. Sverrisdóttir óskar bókað:
F-listinn ítrekar enn varnaðarorð vegna fyrirætlana um endurnýjun húsa við neðsta hluta Laugavegar. Borgaryfirvöldum ber skylda til að varðveita einu samfelldu 19. aldar húsaröðina sem eftir er við Laugaveg, þ.e. húsaröðina Laugaveg 2-6, og standa þannig að málum að endurnýjun húsanna verði í sem upprunalegastri mynd.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.116, Slippareits. R06020069
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m. þar sem lagt er til að eftirtöldum fyrirtækjum verði úthlutað byggingarrétti á lóðum á Esjumelum, með nánar tilgreindum skilmálum:
Lóð nr. 2 við Esjumel: Bygg Ben ehf.
Lóð nr. 1 við Lækjarmel: Brimborg ehf.
Lóð nr. 6 við Lækjarmel: T. Guðjónsson. ehf., Atorka ehf. og Við ehf.
Lóð nr. 8 við Lækjarmel: Strókur ehf.
Lóð nr. 10 við Lækjarmel: H.S. málverk ehf.
Lóð nr. 7 við Kistumel: H.S. málverk ehf.
Lóð nr. 12 við Lækjarmel: Fasteignafélagið Hlíð ehf.
Lóð nr. 14 við Lækjarmel: Planki ehf. og Brimco ehf.
Lóð nr. 2 við Norðurgrafarveg: Fljótavík ehf.
Lóð nr. 22 við Kistumel: B.Þ. Fjárfesting ehf. R04020047
Samþykkt.
14. Margrét K. Sverrisdóttir leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
F-listinn spyr hvort borgaryfirvöld hyggist halda sig við þá útboðsstefnu sem nú er t.a.m. fylgt í Úlfarsárdal, þar sem auglýst hefur verið að lágmarksboð í einbýlishúsalóðir sé 10,5 milljónir, sem er óeðlilega hátt verð. F-listinn telur að lóðir á nýjum svæðum eigi að lúta öðrum lögmálum en lóðir þar sem verið er að þétta byggð. Þegar verið er að bæta við nýju byggingarlandi í úthverfum Reykjavíkur eiga allir að geta sótt um þær og þær eiga að vera á hóflegu verði þannig að öllum sem vilja byggja sé gert það kleift. Frekar viljum við leyfa fólki að ryðja nýtt byggingarland í útjaðri borgarinnar en að vísa því í önnur sveitarfélög.
Útboðsstefna borgarinnar hefur valdið fólksflótta og borgin misst frá sér marga trausta skattborgara vegna hennar. Heilu fjölskyldurnar hafa flutt til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem auðveldara er að fá lóðir. Borgin tapar þarna tryggustu skattgreiðendunum til framtíðar, dugmiklu fjölskyldufólki með góðar tekjur sem vill reisa eigin hús. R05090117
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi gerð skipulagsforsagnar vegna svæðis austan Vesturlandsvegar. R05110080
16. Lagt fram samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra náttúrufræðinga, dags. 31. f.m. R05090158
Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.
17. Lagður fram samningur um kaupauka við sorphreinsun hjá Reykjavíkurborg, dags. 10. f.m. R03030095
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 10. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. Jafnframt lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 15. þ.m. varðandi breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2006. R06010037
Umsókn Félags tónlistarþróunarmiðstöðvar vísað til menningar- og ferðamálaráðs, sem falið er að gera þjónustusamning við miðstöðina.
Breyting á fjárhagsáætlun samþykkt.
19. Lagt fram bréf fjármálastjóra menntasviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 2. s.m., varðandi styrkúthlutanir ráðsins fyrir árið 2006. R06020047
20. Lagt fram bréf ritara samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 13. þ.m., sbr. samþykkt nefndarinnar s.d., þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur er greini ástæður þess að borgarbúar finni til óöryggis í miðborginni, og leggi fram tillögur til úrbóta. R05080160
Vísað til borgarstjóra.
21. Lagt fram svar borgarstjóra frá 13. þ.m. við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir í Kerlingarfjöllum, sbr. 16. liður fundargerðar borgarráðs frá 9. s.m. R06020062
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 13. þ.m. varðandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2006 vegna kirkjubyggingasjóðs. R06010228
Samþykkt.
23. Lögð fram dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík, sem fram fer dagana 23.-26. febrúar n.k. R05010108
24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Í ár eru liðin 20 ár frá því að leiðtogafundur Ronalds Regans, Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, fór fram í Höfða, en það var dagana 11. og 12. október árið 1986.
Það er afar mikilvægt fyrir Reykjavíkurborg að viðhalda minningunni um þennan stórviðburð sögunnar og er lagt til að borgarstjórn standi fyrir virðulegri dagskrá á afmælisdegi Höfðafundarins hinn 11. október í haust. R06020093
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:43
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson