Borgarráð - Fundur nr. 4923

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 9. febrúar, var haldinn 4923. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 1. febrúar. R06010018

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 8. febrúar. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 1. febrúar. R06010022

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 30. janúar. R06010024

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R06010202

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 17 við Austurstræti. R06020022
Samþykkt.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir óskar bókað að hún samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Kleifarsel. R04110072
Samþykkt.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir óskar bókað að hún samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

- Kl. 11.10 tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Víkings að Traðarlandi 1. R06020023
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. f.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Múlahverfis. R05080126
Samþykkt.

10. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugaveg. R05060139

Borgarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð fellst á breytinguna og felur framkvæmdaráði að gera tillögu um gerð hringtorgs sem miðist við að gerð þess verði lokið áður en til uppbyggingarinnar skv. skipulagsbreytingunni kemur.

Tillaga borgarstjóra samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Umferðarvandi á þessu svæði er mikill og hefur aukist verulega. Aukið byggingarmagn við gatnamót Dalbrautar og Sundlaugavegar mun auka enn frekar á umferðarvandann og slysahættu í hverfinu.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Fulltrúar Reykjavíkurlistans ítreka bókun sína í borgarráði frá 21. júlí sl. Deiliskipulagsbreyting við Sundlaugaveg er nauðsynleg til að koma til móts við ítrekaðar óskir íbúa um hringtorg á móts við farfuglaheimilið. Jafnframt hefur við meðferð málsins verið lögð fram ítarleg framkvæmdaáætlun um úrbætur í umferðarmálum til að koma til móts við réttmætar óskir íbúa. Komið hefur verið til móts við áhyggjur af hækkun farfuglaheimilisins með því að fella niður 3. hæðina en um leið fær heimilið svigrúm til að vaxa sem er jákvætt enda eru farfuglaheimili mikilvægur þáttur í þjónustu í ferðamannaborginni Reykjavík.

Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.

- Kl. 11.22 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

11. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 30. f.m. ásamt drögum að samningi milli Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um stækkun golfvallarins við Korpúlfsstaði og aðrar framkvæmdir í Grafarholti og við Korpúlfsstaði. R05010085
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

12. Lagt fram samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Reykjavíkurborgar annars vegar og Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga, Stéttarfélags lögfræðinga og Útgarðs, félags háskólamanna hins vegar, dags. 29. f.m. R05090202
Borgarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

- Kl. 11.33 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 25. f.m. varðandi endurskoðun þjónustusamninga við íþróttafélög og félagasamtök um íþróttamannvirki vegna breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Jafnframt lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 7. þ.m. þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsáætlun vegna þessa. R04010094
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 7. þ.m. þar sem lagt er til að Galleríi i8 verði veittur styrkur að fjárhæð 250 þkr. vegna 10 ára afmælishalds þess. R05110001
Samþykkt.

15. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hefur undirritun fyrirhugaðs samnings borgarinnar og ÍAV vegna lóðaframkvæmda í Austurhöfn (TRH) verið frestað?
Ef svo er, þá hvers vegna og hve lengi? R04010001

16. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Vegna frétta um fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir í Kerlingarfjöllum á vegum Orkuveitu Reykjavíkur er þess farið á leit að veittar verði ítarlegar upplýsingar um þetta mál á næsta borgarráðsfundi. R06020062

17. Árni Þór Sigurðsson leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er upplýsinga um stöðu undirbúnings framkvæmda við breytta Mýrargötu og stöðu viðræðna við Vegagerðina í því sambandi. R03020008

- Kl. 11.45 víkur Guðrún Ebba Ólafsdóttir af fundi.
- Kl. 11.55 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er upplýsinga um lóðamál vegna Vesturgötu 26c, m.a. um réttarstöðu eigenda vegna skerðingar á lóð. R04060180

Fundi slitið kl. 12:00

Stefán Jón Hafstein

Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson