Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2006, fimmtudaginn 2. febrúar, var haldinn 4922. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 26. janúar. R06010035
2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 17., 18. og 25. janúar. R06010018
3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 19. janúar. R06010019
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 1. febrúar. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R06010202
6. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 4 mál. R06010117
7. Lagt fram að nýju bréf Gests Ólafssonar, framkvæmdastjóra Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf., dags. 14. október sl., þar sem f.h. Félagsbústaða hf. er sótt um nánar tilgreindar lóðir við Barðastaði og Vallarás. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 20. s.m., þar sem lagt er til að veitt verði fyrirheit um lóðaúthlutun, með nánar tilgreindum skilyrðum, og jafnframt að borgarráð feli skipulags- og byggingarsviði að vinna deiliskipulagstillögur vegna þessa. Þá er lögð fram jákvæð umsögn hverfisráðs Grafarvogs um málið frá 10. f.m., sbr. bréf ritara ráðsins frá 23. s.m. R05100146
Tillögur þær, sem fram koma í umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs, samþykktar.
8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 25. f.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R06010037
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 30. f.m. ásamt drögum að samningi milli Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um stækkun golfvallarins við Korpúlfsstaði og aðrar framkvæmdir í Grafarholti og við Korpúlfsstaði. R05010085
Frestað.
- Kl. 11.11 tekur Alfreð Þorsteinsson sæti á fundinum.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 25. f.m. ásamt drögum að leigusamningi milli landeigenda og Reykjavíkurborgar um skíðasvæðið í Skálafelli. Jafnframt lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 31. s.m. þar sem lagðar eru til nánar tilgreindar breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2006 vegna málsins. R04050094
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun jafnframt samþykkt.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 30. f.m. varðandi greiðslu lögmannskostnaðar vegna ranglega skráðra gistiheimila hjá Fasteignamati ríkisins.
Samþykkt. R06010153
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs 6. júní 2005, um endurskipun stýrihóps um mótun samgöngustefnu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt. R03060145
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 31. f.m.:
Vinnuhópur stofnaður af borgarstjóra til að leggja mat á hvort Reykjavíkurborg ætti að móta heildstæða mannréttindastefnu hefur lokið störfum. Hópurinn leggur til að unnin verði mannréttindastefna sem leggur bann við hvers konar mismunum og hvetur til þátttöku allra hópa í samfélaginu. Borgarráð samþykkir að tilnefna þrjá fulltrúa í nefnd til að vinna annars vegar drög að mannréttindastefnu og hins vegar útfærslu á því hvernig eftirfylgni við hana verði best fyrirkomið. Skrifstofu borgarstjóra verði falið að ganga frá erindisbréfi fyrir nefndina. Halldóra Gunnarsdóttir verði starfsmaður hennar. R05070032
Samþykkt.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir að nýta heimild þá sem felst í samþykkt Launanefndar sveitarfélaga, dags. 28. janúar 2006, að bæta við launaflokkum og eingreiðslum á kjarasamningsbundin ákvæði fyrir tiltekin störf leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg talið frá 1. janúar 2006 til og með 30. september 2006. R04100131
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Í framhaldi af nýgerðum kjarasamningum óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að sem fyrst verði lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.
- Kl. 11.37 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.
15. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi vegna Tónlistarhúss/Ráðstefnumiðstöðvar/Hótels við Austurhöfnina. R06010166
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulagssviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Hallsvegar. R05030127
Samþykkt.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að gefa Hestamannafélaginu Fáki, kt. 520169-2969, Víðivöllum við Vatnsendaveg, Reykjavík, fyrirheit um úthlutun byggingarréttar fyrir hesthús og aðra aðstöðu fyrir hestamennsku í Almannadal á hinu nýja svæði, sem að framan er lýst. Felur borgarráð skrifstofustjóra framkvæmdasviðs að semja við stjórn félagsins um að hún yfirtaki skuldbindingar Reykjavíkurborgar gagnvart 10 mönnum varðandi byggingarrétt fyrir hesthús. Formleg úthlutun svæðisins skal fara fram þegar slíkur samningur liggur fyrir og verður þá kveðið nánar á um úthlutunarskilmála, þ.m.t. um greiðslu gatnagerðargjalds. Fyrirheitið gildir með ofangreindu skilyrði til 1. maí nk., en hafi samningar þá ekki tekist, skal borgarráð ákvarða um ráðstöfun byggingarréttarins. R03060192
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulagssviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á urðunarstað á Álfsnesi.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. R05090248
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttur sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulagssviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 25. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg. R05060139
Frestað.
Árni Þór Sigurðsson víkur af fundi við meðferð málsins.
20. Lögð fram greinargerð borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi kaup Reykjavíkurborgar á byggingarrétti á svokölluðum Stjörnubíósreit, ódags. R03060054
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Vegna minnisblaðs innri endurskoðunar frá 1. desember 2005, þar sem leitast er við að svara gagnrýni borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á skýrslu innri endurskoðunar frá júní 2005 um kaup Reykjavíkurborgar á svonefndum Stjörnubíósreit af Jóni Ólafssyni kaupsýslumanni, kenndum við Skífuna, vilja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að fram komi:
Niðurstöður minnisblaðsins sýna, að Reykjavíkurborg hefur a.m.k. keypt Stjörnubíósreitinn á 23#PR yfirverði ef byggingarreitur bílageymslu er metinn til fjár, eða um 26,3 m.kr. yfir markaðsverði.
Með lágmarksleiðréttingu þ.e. því að draga byggingarrétt bílakjallara frá, verður matsverð minnisblaðsins 107,1 m.kr. og niðurstaðan sú, að borgin hafi keypt Stjörnubíósreitinn á 31#PR yfirverði eða um 32,9 m.kr. yfir markaðsverði.
Innri endurskoðun teygir sig í mati sínu þar að auki talsvert umfram markaðsverð á þessum tíma, þ.e.a.s. líklegt söluverð á frjálsum markaði milli óháðra aðila.
Rétt er, á þeim tíma sem borgin keypti húseignir á Stjörnubíósreit, að miða við kr. 25 þúsund pr. m2 verslunarhúsnæðis, 1-1,5 m.kr. fyrir byggingarrétt pr. íbúð og taka ekki með sölu byggingarréttar á bílakjallara sem aldrei hefur verið gert.
Þá verður markaðsverð 91-96 m.kr. Kaupin á reitnum eru þá tæplega 50 m.kr. yfir markaðsverði.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Verð það sem Reykjavíkurborg greiddi fyrir Stjörnubíósreitinn var eðlilegt að mati þeirra fasteignasala sem að kaupunum komu. Það var líka eðlilegt að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.
Eins og margoft hefur komið fram í umræðu um þessi viðskipti snýst gagnrýni Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrst og fremst um að þeir telja að keypt hafi verið af röngum aðila, kaupsýslumanni sem ekki er Sjálfstæðisflokknum þóknanlegur.
Markmið kaupanna, að stuðla að eflingu miðborgarinnar, eru að ganga eftir. Rétt er að taka undir það mat leiðarahöfundar Fréttablaðsins að það þurfi #GLekki annað en að fá sér gönguferð fram hjá byggingunum sem nú eru risnar á Stjörnubíósreitnum til að átta sig á því hversu mikil andlitslyfting þær eru fyrir Laugaveg og þvílík skammsýni bjó að baki nöldri minnihlutans.#GL
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Minnisblað innri endurskoðunar sýnir svart á hvítu að umrædd lóð var keypt á yfirverði. Sú staðreynd er á engan hátt hrakin í bókun meirihlutans.
Í stað þess kýs meirihlutinn að beina sjónum sínum einungis að því hver átti umrædda lóð og hagnaðist þannig verulega í viðskiptum sínum við borgaryfirvöld sem í þessu máli, eins og mörgum öðrum, sýna algjört ábyrgðarleysi í fjármálum borgarinnar og ráðstöfun á skattfé Reykvíkinga. Það er aðalatriði þessa máls.
21. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra framkvæmdasviðs um undirbúning Reykjavíkurborgar vegna lóðar undir tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Austurhöfn, dags. í dag. R06010120
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Hver var áætlaður kostnaður borgarsjóðs vegna uppbyggingar í Austurhöfn utan árlegs samningsbundinnar greiðslu borgar og ríkis (um 670 mkr.) í 35 ár til þess aðila, sem mun byggja og reka tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð?
2. Hve mikill verður þessi kostnaður?
3. Óskað er eftir því að þessi kostnaður verði sundurliðaður á einstaka verkþætt.
4. Einnig er óskað skýringa á þeim miklu breytingum á upphæðum sem verða á milli kostnaðaráætlana innbyrðis sem lagðar voru fram á fundi stjórnar innkauparáðs 18. janúar annars vegar og hins vegar 25. janúar sl. þar sem einstaka upphæðir hverfa úr fyrri áætlun og nýjar bætast við í þeirri seinni?
- Kl. 13.02 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss í miðborg Reykjavíkur og uppbygging á nálægum reitum er einhver stærsta framkvæmd sem ráðist hefur verið í innan borgarmarkanna frá því sögur hófust. Verkefnið hefur verið vandlega kynnt á mismunandi stigum, bæði opinberlega og sérstaklega fyrir borgarfulltrúum. Nefna má hugmyndasamkeppni um húsið 2001, samkomulag við ríkið 2002, félag um verkefnið 2003, samninga um fyrirkomulag framkvæmdar 2004 og alþjóðlega samkeppni um byggingu og rekstur Tónlistar- og ráðstefnuhúss árið 2005. Þá er ljóst að undirbúningsvinna af hálfu Reykjavíkurborgar verður boðin út að langmestu leyti.
Því kemur á óvart að umræða um verkefnið einkennist af vanþekkingu, jafnvel kjörinna fulltrúa. Vanþekkingin, sem birtist í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, nær m.a. til;
- kynningar á verkefninu, en fjöldi kynninga hefur farið fram innan borgarkerfisins og ekki síður með auglýsingum og opinberum fundum.
- samþykktra fjárframlaga Reykjavíkurborgar. Fjármögnun byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhúss og tengdra framkvæmda hefur legið ljós fyrir um langt skeið.
- mats á umhverfisáhrifum verkefnisins. Undirbúningur matsáætlunar er vel á veg kominn og ekkert bendir til að umhverfismat muni seinka framkvæmdum. Væntanlegur framkvæmdaaðili að verkinu er ekki Reykjavíkurborg heldur Portus.
- hlutverk innkauparáðs. Engin athugasemd var gerð í innkauparáði Reykjavíkurborgar við samningskaup af ÍAV um óaðskiljanlega verkþætti lóðarvinnu og uppbyggingar, en einungis nefndir þættir sem ekki heyra undir verksvið ráðsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Því er algjörlega vísað á bug að vanþekking hafi birst í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði þegar fjallað var um framkvæmdir í tengslum við uppbyggingu TRH o.fl.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur í þessu máli lagt áherslu á að eðlilegar upplýsingar lægju fyrir vegna samninga við ÍAV, þannig að hægt væri að taka upplýsta afstöðu til málsins. Eftir ítrekaðar óskir hans tókst að lokum að fá þessar upplýsingar.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista:
Borgarráð samþykkir að óska eftir því við Landsvirkjun að stofnun sölufyrirtækis Rarik, Orkubús Vestfjarða og Landsvirkjunar verði frestað meðan fram fari skoðun á heimild stjórnar Landsvirkjunar til að ráðstafa Laxárvirkjun á andvirði rúms 1 milljarðs króna til sölu fyrirtækisins án samþykkis eigenda. R05020109
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir taki ekki afstöðu til greinargerðar sem fylgir tillögunni.
23. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í samþykkt um eftirlaunasjóð Leikfélags Reykjavíkur, dags. 8. nóvember 2005, segir í 19. grein:
#GLVerði grundvallarbreytingar á starfsemi og högum LR, það hætti núverandi rekstri eða starfsemi, verði lýst gjaldþrota o.s.frv. þannig að frekari fjárframlögum til sjóðsins verði ekki við komið, sbr. einnig 1.-3. mgr. 6. gr, skal sjóðurinn allt að einu starfa áfram og greiða eftirlaun eins og fjárhagur hans leyfir, sbr. þó 3. mgr. 6. gr., allt þar til fjármunir sjóðsins eru uppurnir.#GL Í 3. mgr. 6. gr. er stjórn sjóðsins heimilað að ákveða aukna skerðingu eftirlaunaréttar #GLleyfi fjárhagur LR ekki framlag í sjóðinn eða ef eftirlaunaskuldbindingar sjóðsins hafa aukist frá því sem tryggingafræðilegir útreikningar gerðu ráð fyrir.#GL
Því er spurt: Hyggjast borgaryfirvöld sjá til þess að ekki komi til verulegra skerðinga eftirlauna leikara hjá LR við starfslok þeirra? R06020019
24. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2007-2009. R05030111
Vísað til borgarstjórnar.
Fundi slitið kl. 13.43
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson