Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, var haldinn 4921. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:08. Viðstaddir voru Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 17. janúar. R06010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. janúar. R06010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 12. janúar. R06010015
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. janúar. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R05120109
6. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 2 mál. R06010117
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt. R06010165
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi þjónustulóðar við Sporhamra. R06010167
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
- Kl. 11.12 taka Alfreð Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um deiliskipulag reits 1.524, Melar. R05100108
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 18. s.m., um afgreiðslu styrkja ráðsins til félagsmála vegna ársins 2006. R06010177
11. Lagt fram svar borgarstjóra frá 25. þ.m. við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað við stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg o.fl., sbr. 18. liður fundargerðar borgarráðs frá 29. september sl. og 17. og 18. liður fundargerðar borgarráðs frá 24. nóvember sl. R04100035
12. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra menningarmála frá 11. þ.m. varðandi Norræna músíkdaga á Íslandi í október n.k. og styrkumsókn Tónskáldafélags Íslands vegna þeirra. R05120108
Borgarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð 4 mkr. er greiðist af styrkjalið ráðsins.
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 22. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki lóðarstækkun og sölu á viðbótarbyggingarrétti á lóðinni að Borgartúni 26, með nánar tilgreindum skilmálum. R06010183
Samþykkt.
14. Lögð fram drög að auglýsingu, dags. í dag, um skrár Reykjavíkurborgar yfir þau störf, sem undanþegin eru verkfallsrétti, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. R06010102
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á tillögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna Tónlistarhúss/Ráðstefnumiðstöðvar/Hótels við Austurhöfnina. R06010166
- Kl. 11.22 víkur Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.
Tillaga um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi samþykkt.
Tillögu um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi frestað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.141.2, Kirkjutorgsreit. R05110029
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
17. Lögð fram drög að yfirlýsingu Reykjavíkurborgar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Landspítala-háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands, dags. í janúar 2006, um uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss og þekkingarstarfsemi Háskóla Íslands í Vatnsmýri. R06010198
Borgarráð samþykkir yfirlýsinguna fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum.
18. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut. R03020062
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Þrátt fyrir að samkomulag hafi náðst við LSH um þetta mál, lýsa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins verulegum efasemdum um staðsetningu bensínstöðvar á þessum reit.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Minnt er á að F-listinn hefur beitt sér fyrir því að fullt samráð yrði haft við spítalayfirvöld um staðsetningu bensínstöðvar á Landspítalalóð. Þar sem þetta hefur náðst fram leggst undirritaður ekki gegn því að bensínstöð verði staðsett á horni lóðarinnar enda verði um tímabundna ráðstöfun að ræða.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista fagna málefnalegri bókun fulltrúa F-listans um málið en harma hentistefnu D-listans. Þeir sömu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem nú bóka fyrirvara við staðsetningu bensínstöðvar við Hringbraut samþykktu báðir í borgarráði samning við Ker hf., þar sem þessi staðsetning bensínstöðvar var tilgreind. Samningurinn er nauðsynlegur þáttur uppbyggingar Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Miðborginni. Hið eina sem breyst hefur síðan er að umfang stöðvarinnar hefur minnkað og tímatakmörk eru sett á starfsemi hennar. Viðsnúningur borgarráðsfulltrúanna er til marks um hentistefnu Sjálfstæðisflokksins í jafn mikilvægu máli og uppbyggingin við Austurhöfnina er.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Frá því umræddur samningur var undirritaður árið 2004 hefur ýmislegt breyst í skipulagi og umhverfi þessa svæðis. Að auki fylgir málinu nú ítarleg yfirlýsing um mun fleiri atriði sem tengjast uppbyggingu og skipulagi svæðisins. Í samræmi við það sitja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins.
19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., varðandi úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur vegna Hafnarstrætis 1-3. R06010168
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:57
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir