Borgarráð - Fundur nr. 4919

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2006, fimmtudaginn 12. janúar, var haldinn 4919. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 4. janúar. R06010018

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 11. janúar. R06010008
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 19. desember. R06010024

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R05120109

5. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 3 mál. R05050108

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. nóvember s.l. um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi þéttingu íbúðarbyggðar á miðborgarsvæðinu. R02010120
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu frá 4. þ.m. varðandi þjónustusamning milli Sorpu bs. og aðildarfélaga byggðasamlagsins um rekstur endurvinnslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. R06010059
Vísað til umsagnar umhverfisráðs.

8. Rætt um stöðu viðræðna um sölu eignarhlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. R05020109

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Í tillögum orkustefnunefndar endurspeglast sú stefna borgarinnar að losa hlut sinn í Landsvirkjun. Borgarráð telur hinsvegar að það verðmat, sem fyrir liggur innan viðræðunefndar Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins, sé alls ekki viðunandi. Þá leggur borgarráð áherslu á samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja og telur yfirlýsingar um einkavæðingu orkugeirans ekki til þess fallnar að greiða fyrir viðræðum um kaup ríkisins á eignarhluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sammála því að það verðmat upp á rúma 56 milljarða, sem nú liggur fyrir hjá viðræðunefndinni er ekki viðunandi. Þess vegna er eðlilegt að slíta þessum viðræðum, enda hvort eð er engin samstaða um það innan núverandi meirihluta í borgarstjórn að selja eignarhlut borgarinnar í Landsvirkjun jafnvel þótt verðmætið væri tvöfalt hærra.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Ég tek undir bókun borgarráðs um að verðmat á hlut Reykjavíkurborgar sé of lágt og að leggja beri áherslu á samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja. Jafnframt legg ég áherslu á að ábyrgðum Reykvíkinga vegna lántaka Landsvirkjunar verði aflétt við hugsanlega sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í núverandi stöðu tel ég ekki tilefni til frekari viðræðna um þessi mál og að þær ætti að leggja til hliðar.

9. Lagt fram bréf Ólafs Arnar Jónssonar frá 14. f.m. þar sem óskað er eftir því að synjun skipulagsfulltrúa á tillögu að deiliskipulagi á landi Valla á Kjalarnesi verði tekin upp að nýju. Jafnframt lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 5. þ.m., þar sem lagt er til að beiðninni verði hafnað. R05120083
Borgarráð samþykkir umsögnina.

10. Lagður fram kjarasamningur milli Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra fræða 2005, dags. 29. f.m. R05090203
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

11. Lagður fram kjarasamningur milli Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga 2005, dags. 30. f.m. R05090160
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

12. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., varðandi fækkun stöðumæla að Laugavegi 77. R06010078
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 14. nóvember s.l., varðandi skammtímabílastæði við Landspítala – Háskólasjúkrahús. R05110050
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., varðandi bílakjallara að Laugavegi 86-94, tillögu að gjaldskrá og fyrirkomulag gjaldtöku. R06010079
Samþykkt.

15. Lögð fram greinargerð skipulagssjóðs frá 9. þ.m., þar sem lagt er til við borgarráð að húseignin að Laugavegi 19 verði keypt með því að kaupa einkahlutafélagið Burma ehf. R05020133
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að vilyrði fyrir lóðarúthlutun til Trúfélags rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi verði framlengt til ársloka 2006. R05110158
Samþykkt.

17. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti stjórnsýslu- og starfsmannasviðs við innkaupa- og rekstrarskrifstofu í desember 2005, dags. 3. þ.m. R06010048

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 10. þ.m. um skilmála vegna útboðs byggingarréttar í Úlfarsárdal. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 11. þ.m. um skilmála vegna lóða fyrir leiguíbúðir í Úlfarsárdal. R05090117
Frestað.

19. Lagt fram minnisblað forstöðumanns innri endurskoðunar frá 6. þ.m. varðandi úttektaráætlun 2006. R06010063

20. Lögð fram umsögn sviðsstjóra fjármálasviðs frá 9. þ.m. um erindi Landsvirkjunar, dags. 23. f.m., varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs 2006. R04010060
Samþykkt.

21. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsóknir um styrki til borgarráðs vegna ársina 2006 ásamt tillögum borgarstjóra um afgreiðslu. R05110014
Samþykkt með þeim viðauka að leitað verði umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs og fjármálasviðs um styrkumsókn Skátasambands Reykjavíkur.

22. Lagt fram bréf Lúðvíks Th. Halldórssonar frá 9. þ.m., þar sem sótt er um lóð fyrir bílastæði við Þjóðhildarstíg 2-6. R04100451
Vísað til skipulagsráðs.

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að framlengja gildistíma reglna um niðurfellingu fasteignagjalda af friðuðum húsum til ársloka 2006.

Greinargerð fylgir tillögunni. R06010089
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf Margrétar M. Norðdahl frá 4. þ.m., þar sem sótt er um styrk til verkefnisins #GLList án landamæra#GL listahátíð fólks með þroskahömlun. R06010053
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000.

Fundi slitið kl. 12:50

Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson