Borgarráð - Fundur nr. 4918

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 5. janúar, var haldinn 4918. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:06. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. f.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 20. s.m., um að Árni Þór Sigurðsson hafi verið kosinn í borgarráð frá 1. þ.m. í stað Bjarkar Vilhelmsdóttur. R04060185

2. Varaformaður borgarráðs var kosinn Árni Þór Sigurðsson í stað Bjarkar Vilhelmsdóttur. R04060185

3. Lögð fram skýrslan Fuglalíf Tjarnarinnar árið 2005, ódags. R06010043

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 30. desember. R05010025

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. desember. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 21. desember. R05010041

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. desember. R05010045

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R05120109

9. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. nóv. sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á reit 1.244.1, Einholt-Þverholt. R05120015
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar bensínstöðvar við Hringbraut. R03020062
Frestað.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi vegna veitingaskálans Nauthóls í Nauthólsvík. R03050167
Samþykkt.

12. Lagt fram yfirlit samninganefndar yfir stöðu kjarasamninga Reykjavíkurborgar, dags. 5. þ.m. R05080120

13. Lagður fram kjarasamningur á milli Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags sjúkraþjálfara, dags. 22. desember sl. Jafnframt lagt fram yfirlit samninganefndar yfir helstu atriði samningsins, dags. 4. þ.m. R05090162
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

14. Lagður fram kjarasamningur á milli Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags verkfræðinga, dags. 12. desember sl. Jafnframt lagt fram yfirlit samninganefndar yfir helstu atriði kjarasamningsins, dags. 4. þ.m. R05050104
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

15. Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2304/2005, Eik fasteignafélag ehf. gegn Davíð W. Jack, Bergdísi Ósk Sigmarsdóttur, Birni H. Björnssyni og Sólbliki ehf. og Reykjavíkurborg til réttargæslu. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 4. þ.m. um niðurstöðu dómsins. R05030136

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 12. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 8. s.m., um að starfsemi frístundaheimila verði ekki flutt til þjónustumiðstöðva í haust, heldur verði áfram á hendi ÍTR. R05080094
Borgarráð samþykkir að fela stjórnkerfisnefnd frekari útfærslu tillögunnar.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 22. s.m., um breytingar á gjaldskrá sundstaða og frístundaheimila. R05120122
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 15. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs við gerð starfsáætlunar um þátttöku í stofnun rannsóknarseturs í barna- og fjölskylduvernd sem verið er að undirbúa við Háskóla Íslands. Framlag verði kr. 750 þús. á ári næstu þrjú ár. R05120085
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 21. nóv. sl. um útiveitingasvæði á Lækjartorgi fyrir veitingahúsið V Austurstræti ehf., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m. R03080008
Borgarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs um tímabundna staðsetningu og vekur jafnframt athygli á að formleg umsókn um veitingarekstur liggur ekki fyrir.

20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 22. f.m. þar sem lagt er til að veittur verði styrkur kr. 300 þús. af liðnum ófyrirséð til sýningarinnar #GLDe Nordatlantiske Öer#GL sem haldin verður í Kaupmannahöfn í mars 2006 og efla þar með menningartengsl Kaupmannahafnarborgar og Reykjavíkurborgar. R05120020
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs frá 19. f.m. um styrkjaúthlutun fyrir árið 2006. R05100222

22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs. frá 28. f.m. um tilnefningu eins fullltrúa í starfshóp til að semja tillögur að nýrri kostnaðarskiptingu við heildarendurskoðun leiðakerfisins. R04120043
Borgarstjóra falið að skipa í hópinn.

23. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 2. þ.m. um skilyrði til lækkunar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2006, sbr. einnig samþykkt borgarstjórnar 20. desember sl., um viðmiðunartölur vegna lækkunar.
Samþykkt. R05120097

24. Lagt fram að nýju bréf skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Almenna músíkskólans frá 21. nóv. sl. um húsnæðismál skólans. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað. R05110118
Borgarráð samþykkir umsögnina.

25. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um lóðaúthlutun í Úlfarsárdal, sbr. 19. liður fundargerðar borgarráðs 15. desember sl. R05090117

26. Vísað er til 22. liðar fundargerðar borgarráðs frá 20. f.m. um forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar. Niður féll að bóka afgreiðslu málsins, sem var samþykkt. Þetta leiðréttist hér með. R05120052

27. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar, dags. í dag, þar sem tilkynnt er að Margrét Sverrisdóttir taki sæti Gísla Helgasonar sem áheyrnarfulltrúi F-lista í velferðarráði, en Gísli Helgason taki sæti í menntaráði sem áheyrnarfulltrúi í stað Margrétar Sverrisdóttur. R04120134

28. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á liðnu ári stóð R-listinn að því að fella tillögu F-listans um niðurfellingu á strætófargjöldum barna, unglinga, aldraðra og öryrkja með þeim rökum að það myndi ekki hafa í för með sér aukna nýtingu almenningsvagna.
Því er spurt: Telur borgarstjóri að það muni auka nýtingu almenningssamgangna hjá Strætó bs. að hækka fargjöld um 10#PR. Ef ekki, til hvaða ráða hyggst R-listinn grípa til að auka nýtingu almenningssamgangna?
Á liðnu ári dróst nýting almenningssamgangna saman um 6-8#PR.
Því er spurt: Hversu mikill varð samdrátturinn fyrir upptöku nýs leiðakerfis sl. sumar og hversu mikill varð samdrátturinn eftir að nýja leiðakerfið var tekið upp?
Í tilefni af framansögðu hyggst borgarfulltrúi F-listans leggja fram á ný tillögur sínar um niðurfellingu strætófargjalda á borgarstjórnarfundi 17. janúar n.k., enda telur hann það meginforsendu þess að hægt sé að koma á nauðsynlegri hugarfarsbreytingu varðandi nýtingu almenningssamgangna.
Því er spurt: Má vænta þess að borgarstjóri og samflokksmenn hans veiti tillögu F-listans meiri stuðning nú en áður í ljósi reynslunnar? R03090140

Fundi slitið kl. 12:55

Stefán Jón Hafstein

Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson