Borgarráð - Fundur nr. 4917

Borgarráð

Ár 2005, þriðjudaginn 20. desember, var haldinn 4917. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritun annaðist Gunnar Eydal.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 22. nóvember.

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Kjalarness frá 6. október og 12. desember.

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 16. desember.

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. desember.

5. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 14. desember.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál.

7. Lagt fram minnisblað samninganefndar Reykjavíkurborgar frá 15. þ.m. um forsendur, markmið og kostnaðarmat kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram bréf formanns samninganefndar frá 19. s.m. um tengingu ofangreindra samninga við aðra kjarasamninga.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans þakka samninganefnd Reykjavíkurborgar fyrir gott starf við gerð kjarasamninga við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Eflingu og Tæknifræðingafélag Íslands.
Ljóst er að meginmarkmið Reykjavíkurborgar um aukið launajafnrétti og bættan hag umönnunarstétta hefur náðst í viðræðunum og að víðtæk sátt hefur náðst um að hækka lægstu laun.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fylgjandi því að kjör þeirra, sem lægst hafa launin, séu hækkuð eins og kostur er. Það á ekki síst við um fjölmennar kvennastéttar, sem gegna umönnunar- og uppeldisstörfum hjá fjölmörgum stofnunum borgarinnar.
Forsenda fyrir slíkri hækkun er að almenn sátt ríki milli aðila vinnumarkaðarins um þá ákvörðun, þannig að þessar hækkanir fari ekki upp allan launastigann og þess sé gætt að viðhalda stöðugleikanum í þjóðfélaginu. Að öðrum kosti er hætta á að verðbólgan fari af stað og éti upp umsamdar kjarabætur, ekki síst þeirra sem lægst hafa launin.
Fram hefur komið á þessum fundi að tenging þessara kjarasamninga við aðra kjarasamninga sé nánast engin og því ekki að vænta launaskriðs vegna þeirra. Engu að síður er ljóst að samningar þessir valda rökstuddum og háværum óskum annarra stétta um kjarabætur, eins og fram hefur komið, sérstaklega í máli leikskólakennara.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

F-listinn telur að nýgerðir kjarasamningar Reykjavíkurborgar muni efla velferðar- og umönnunarþjónustuna í borginni og að þeir hafi verið nauðsynlegir og óhjákvæmilegir. Þeir munu ekki síst koma barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum til góða. F-listinn ítrekar því stuðning sinn við samningana.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra starfsmannasviðs frá 19. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um starfslokasamninga við starfsmenn á gæsluvöllum, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs 27. október sl.

9. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Eflingar, dags. 4. þ.m.
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

10. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands, dags. 4. þ.m.
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

11. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, dags. 4. þ.m.
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

12. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 16. þ.m. varðandi tilfærslur í fjárhagsáætlun 2005 vegna menntasviðs.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 19. þ.m., þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að nýta hluta af fyrirséðum afgangi af fjárveitingu til stofnkostnaðar þjónustumiðstöðva til að standa straum af stofnkostnaði við miðlægar stoðþjónustudeildir.
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 13. þ.m. þar sem lagt er til að gegn afsali lóðar nr. 91 við Jónsgeisla verði Steinunni Geirsdóttur, Ellen Rut Ingimundardóttur og Sif Traustadóttur úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 95 við sömu götu með nánar tilgreindum skilmálum.
Samþykkt.

15. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista leggja fram svohljóðandi breytingartillögu við samþykkt borgarráðs um framlag til einkaskóla, dags. 28. apríl sl.:
Í stað þess að miða úthlutun til einkaskólana við 1. október ár hvert, verði miðað við nemendafjölda hverju sinni og breytist mánaðarlegur styrkur næstu mánaðamót eftir að breyting verður á nemendafjölda. Einkarekinn grunnskóli ber ábyrgð á að koma réttum upplýsingum tímanlega til menntasviðs Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 16. þ.m., sbr. tillögu menningar- og ferðamálaráðs 14 s.m., þar sem lagt er til að eftirtaldir einstaklingar verði skipaðir í safnráð við Listasafn Reykjavíkur: Dr. Christian Schoen, Hrafnhildur Schram, Gunnar Dungal og Sigurður Gísli Pálmason.
Samþykkt.

17. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að Steinunn Valdís Óskarsdóttir taki sæti í hverfisráði Miðborgar og verði jafnframt formaður ráðsins til loka kjörtímabilsins, í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

18. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að Heiða Björg Pálmadóttir taki sæti varamanns í menntaráði til loka kjörtímabilsins, í stað Sverris Teitssonar.

19. Lagt fram bréf forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs frá 19. þ.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna Lindargötu 27 og 29.
Vísað til meðferðar lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 19. þ.m. varðandi efnistöku af hafsbotni í Kollafirði 2006-2016, sbr. umsögn umhverfisráðs 19. þ.m.
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. september sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., vegna breytingar á deiliskipulagi á hluta lóðar Keiluhallarinnar að Flugvallarvegi 1.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 25. f.m. um forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar, samþykkt á fundi forvarnarnefndar 8. þ.m.

Fundi slitið kl. 13.05


Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson