Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2005, fimmtudaginn 15. desember, var haldinn 4916. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 13. desember. R05010010
Borgarráð samþykkir fundargerðina.
2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. desember. R05010035
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R05110137
4. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 6 mál. R05050108
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., varðandi úthlutun viðbótarlóðar við Krókháls 16. R05120022
Samþykkt.
6. Lagt fram bréf Ágústar Þórðarsonar og Inga Gunnars Þórðarsonar frá 13. október sl. þar sem óskað er eftir endurupptöku á þeirri ákvörðun byggingarfulltrúa frá 27. september sl. að synja um útgáfu byggingarleyfa vegna fasteignanna að Hólmgarði 18 og 20, sbr. staðfesting borgarráðs 29. s.m. Jafnframt lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að orðið verði við beiðninni og málið því tekið upp að nýju. Þá er lagt fram bréf Ólafar Örvarsdóttur, arkitekts frá 9. þ.m. varðandi málið. R05110101
Borgarráð samþykkir tillögu lögfræðings borgarstjórnar.
7. Lagt fram bréf borgarbókara frá 12. þ.m., varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað við ferðalög, dagpeninga og ráðstefnur frá 1. janúar 2005 hjá einstökum ráðum og sviðum borgarinnar og skrifstofu borgarstjóra, sbr. liður 16. fundargerðar borgarráðs 24. f.m. R05110132
Áheyrnarfulltrúi F-listans óskar bókað:
Vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ferðakostnað borgarfulltrúa á þessu ári vekur F-listinn athygli á því að kostnaður við ferðalög og dagpeninga vegna borgarstjórnarflokks F-listans er enginn á því kjörtímabili sem er að líða. F-listinn hefur algjöra sérstöðu að þessu leyti.
- Kl. 11.10 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu frá 9. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um húsnæði Ölduselsskóla, sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 1. desember sl. R04100116
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stöðuna í samningaviðræðum við nokkur íþróttafélög, sbr. 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 8. desember sl. R05010174
10. Lögð fram umsögn aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 2. þ.m., um bréf Skipulagsstofnunar frá 24. f.m. varðandi efnistöku af hafsbotni í Kollafriði 2006-2016, tilkynning um matsskyldu. R05110138
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi vegna Háskólatorgs á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu. R05120034
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundunum fyrirvara um endanlega afstöðu.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Lykkju á Kjalarnesi. R05120033
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulagssviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. október s.l., varðandi auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi Elliðavaðs og Búðavaðs. R05100148
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag reits sem markast af Ægisíðu, Hofsvallagötu, lóðarmörkum austan Ægissíðu og Lynghaga. R05060065
Samþykkt.
15. Lögð fram umsögn sviðsstjóra fjármálasviðs frá 21. f.m., varðandi beiðni Slysavarnafélagsins Landsbjargar 5. júlí sl. um styrkveitingu eða niðurfellingu fasteignagjalda. R05070039
Borgarráð samþykkir umsögnina, þar á meðal hækkun fjárveitingar til framkvæmdasviðs 2005 um kr. 1.053.000,-.
16. Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms í máli nr. E-3981/2005 Linda Hrönn Ágústsdóttir gegn Reykjavíkurborg. R05060001
17. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að Árni Þór Sigurðsson taki sæti í borgarráði frá og með 1. janúar 2006 til loka kjörtímabilsins í stað Bjarkar Vilhelmsdóttur, sem beðist hefur lausnar. R04060185
18. Áheyrnarfulltrúi F-listans leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Var staða framkvæmdastjóra Faxflóahafna sf. auglýst í samræmi við viðurkenndar reglur opinberrar stjórnsýslu? Ef svo var ekki, hverju sætir það? R04110016
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í viðtali við sjónvarpið (RUV) þann 8. nóvember 2001, þegar rammaskipulag að nýju byggingarsvæði í suðurhlíðum Úlfarsfells var kynnt, sagði þáverandi formaður skipulagsnefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, m.a.: #GLVið (R-listinn) ætlum að úthluta á næsta ári (þ.e. vorið 2002) og byggingarhæfar lóðir verða þá væntanlega tilbúnar eftir tvö ár#GL. Spurt er:
a. Hversvegna var ekki úthlutað lóðum á þessu svæði vorið 2002?
b. Á árinu 1983 var úthlutað lóðum undir 677 íbúðir og á árinu 1984 var úthlutað lóðum undir 700 íbúðir. Þá voru íbúar í Reykjavík um 88 þúsund. Hvenær hefur í valdatíð R-listans verði úthlutað fleiri lóðum undir íbúðir á einstöku ári frá og með 1995 og til og með 2005? R05090117
20. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga, dags. 24. f.m., ásamt yfirliti um helstu atriði samningsins, dags. 5. þ.m. R05090037
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Áheyrnarfulltrúi F-listans óskar bókað:
Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum þar sem laun umönnunarstétta, sem hafa verið mjög vanmetnir til launa, eru leiðrétt verulega. Bætt launakjör þeirra eru forsenda þess að borgin geti mannað þýðingarmiklar þjónustustofnanir í velferðarkerfinu og að með sómasamlegum hætti sé hægt að veita barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum þá þjónustu sem þeim ber.
Fundi slitið kl. 12.35
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsdóttir