Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2005, fimmtudaginn 8. desember, var haldinn 4915. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 24. nóvember. R05010024
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 1. desember. R05010027
3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 1. desember. R05010037
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 7. desember. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 28. nóvember. R05010043
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25. nóvember. R05010045
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R05110137
8. Lagt fram yfirlit starfsmanna- og stjórnsýslusviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 7 mál. R05050108
9. Lagt fram endurrit úr dómabók Hérðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4873/2005, Kristín Friðriksdóttir gegn Reykjavíkurborg, ásamt minnisblaði skrifstofustjóra lögfræðideildar stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 7. þ.m. R05060174
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.244.1/-3, Einholt/Þverholt. R05120015
Frestað.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að Félagsstofnun stúdenta verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 40-42 við Lindargötu fyrir námsmannaíbúðir. R02050164
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra jafnréttisnefndar frá 5. þ.m., sbr. samþykkt nefndarinnar 1. s.m., yfir styrkúthlutanir jafnréttisnefndar vegna ársins 2006. R05120014
13. Lagt fram bréf forstöðumanns innri endurskoðunar frá 6. þ.m. ásamt skýrslu deildarinnar um Vinnuskóla Reykjavíkur, dags. í desember 2005. R05120019
14. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 1. þ.m. ásamt heildarskorkorti Reykjavíkurborgar 2006. R05040098
15. Lagt fram yfirlit samninganefndar Reykjavíkurborgar um helstu atriði kjarasamninga við þrjú stéttarfélög, dags. 4. þ.m. R05090037
16. Lagt fram samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar, dags. 30. nóvember 2005. R05090125
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
- Kl. 12.20 vék Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.
17. Lagt fram bréf skipulagssjóðs frá 5. þ.m. ásamt kaupsamningi skipulagssjóðs Reykjavíkur og Íslenskra Aðalverktaka hf. vegna kaupa á fasteigninni að Sóltúni 1.
R05030034
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
18. Lagður fram þjónustusamningur á milli stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Fjölsmiðjunnar. R05120023
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir skriflegu svari um stöðuna í samningaviðræðum Reykjavíkurborgar við Fjölni, Fylki, ÍR og Golfklúbb Reykjavíkur vegna aðstöðu mála þessara félaga. R05010174
20. Afgreidd 22 útsvarsmál. R05010128
Fundi slitið kl. 12:50
Björk Vilhelmsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson