Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 24. nóvember, var haldinn 4913. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 17. nóvember. R05010037
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 23. nóvember. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16. nóvember. R05010045
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R05100214
5. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu að deiliskipulagi reits 1.184.0, sem afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg. R04050083
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
6. Lagt fram bréf formanns Félags eldri borgara frá 15. þ.m., varðandi afslátt fasteignagjalda vegna tekjulágra og aldraðra. R04120041
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasvið frá 14. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., varðandi aukafjárveitingu 2005 vegna gervigrasvallar á félagssvæði ÍR. Jafnframt lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 22. s.m. um breytingu á fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs, kr. 10 milljónir. R02030009
Samþykkt.
- Kl. 11.15 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði seldur byggingarréttur á lóðum fyrir atvinnuhúsnæði:
Elliðabraut nr. 4-6 Bláhöfði ehf. Mörkinni 4
Elliðabraut nr. 8-10 Bláhöfði ehf. Mörkinni 4
Elliðabraut nr. 12 Bláhöfði ehf. Mörkinni 4
Elliðabraut nr. 14 Guðmundur Kristinsson ehf. Gerðhömrum 27
Norðlingabraut nr. 2 og
Árvað nr. 1 (ein lóð) Consigliere ehf. Fífulind 4
Norðlingabraut nr. 4 Dimar ehf. Mörkinni 4
Norðlingabraut nr. 6 Dimar ehf. Mörkinni 4
Norðlingabraut nr. 14 Mótás hf. Stangarhyl 5
R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði seldur byggingarréttur á lóðum fyrir atvinnuhúsnæði:
Norðlingabraut nr. 12 Eykt ehf. Lynghálsi 4
Norðlingabraut nr. 16 Guðmundur Kristinsson ehf. Gerðhömrum 27 R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
10. Lagt fram bréf lögfræðings borgarstjórnar frá 21. þ.m., þar sem lagt er til, með vísan til bréfs lögreglustjórans í Reykjavík frá 28. f.m., að handhafi áfengisveitingaleyfis fyrir veitingastaðinn De Boomkikker, Hafnarstræti 9, verði sviptur leyfinu dagana 2., 3. og 4. desember n.k. vegna ítrekaðra brota í rekstri. R02100173
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 11. þ.m., þar sem óskað er eftir samþykki Reykjavíkurborgar á endurfjármögnun á veltiláni fyrirtækisins. R03050175
Samþykkt.
12. Lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 15. þ.m., varðandi auglýsingaskilti við Miklubraut, sbr. erindi Knattspyrnufélagsins Fram frá 3. júní s.l.
Borgarráð samþykkir að fela skipulagsráði að finna auglýsingaskilti Knattspyrnufélagsins Fram nýjan stað í samræmi við óskir sem fram komu í hjálögðu erindi félagsins mótt. 7. júní 2005. R02040023
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra stjórnsýslu og starfsmannasviðs frá 23. þ.m. varðandi opnunartíma vínveitingahúsa um jól og áramót.
Borgarráð samþykkir að heimilað verði þeim veitingahúsum, þar sem almennt er heimilt að veita áfengi til kl. 3.00 og 05.30 aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga, að veita áfengi til kl. 3.00 aðfaranætur 27. desember 2005 og 2. janúar 2006. Um önnur veitingahús, með skemmri veitingatíma, gildi að þeim verði heimilað að veita áfengi jafn lengi umrædda nótt eins og um aðfaranætur laugardaga, sunnudaga eða almennra frídaga væri að ræða. R05110079
14. Rætt um skipulagsmál Sundabrautar. R04100023
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 9. s.m., um breyttar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og nýjar reglur um akstursþjónustu eldri borgara og kostnaðaráhrif þar af. R05100196
Samþykkt.
16. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er kostnaður við ferðalög, dagpeninga og ráðstefnur frá 1. janúar 2005 hjá einstökum ráðum og sviðum borgarinnar og skrifstofu borgarstjóra? Óskað er eftir upplýsingum um ferðakostnað einstakra borgarfulltrúa á sama tíma. R05110132
17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er áfallinn heildarkostnaður við stjórnkerfisbreytingar hjá borginni, þ.e. undirbúningur og framkvæmd? Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði vegna húsnæðismála, starfsmannamála, launahækkun sérstaklega vegna stjórnkerfisbreytinga, m.a. sviðsstjóra, kostnað ráðgjafa og annan kostnað. R04100035
18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hve margir starfsmenn hafa látið af störfum eða verið fluttir á aðrar starfsstöðvar frá 1. janúar 2005. R04100035
Fundi slitið kl. 11:45
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir