Borgarráð - Fundur nr. 4912

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 17. nóvember, var haldinn 4912. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 25. október. R05010034

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 8. nóvember. R05010023

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 10. nóvember. R05010029

4. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 11. nóvember. R05010040

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 16. nóvember. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. nóvember. R05010045

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R05100214

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu að deiliskipulagi reits 1.151.5, reitur danska sendiráðsins. R05080127
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5, sem afmarkast af Vatnsstíg, Frakkastíg, Lindargötu og Hverfisgötu. R04010164
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu að deiliskipulagi reits 1.184.0, sem afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg. R04050083
Frestað.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við meðferð málsins.

11. Lagt fram að nýju bréf forsvarsmanna Kolaportsins frá 2. þ.m. varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi þess. R05110013
Vísað til borgarstjóra.

12. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Fram frá 3. júní 2005, þar sem ítrekuð er beiðni um heimild til uppsetningar auglýsingaskiltis við gatnamót Laugavegar, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Jafnframt lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa frá 4. júlí 2005 og 17. nóvember 2003, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m., ásamt samantekt lögfræðings borgarstjórnar, dags. 15. þ.m. R02040023
Vísað til borgarstjóra.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 15. þ.m. varðandi undirbúning samningsgerðar við Golfklúbb Reykjavíkur um stækkun golfvallarins við Korpúlfsstaði, auk annarra framkvæmda á vegum GR í Grafarholti og við Korpúlfsstaði. R05010085
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 8. þ.m. varðandi framkvæmdaröð ljósleiðaratenginga í Reykjavík, ásamt framkvæmdaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur, ódags. R04100377
Borgarstjóri leggur til að borgarráð geri ekki athugasemdir við framkvæmdaáætlunina.
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Afgreidd 34 útsvarsmál. R05010128

Fundi slitið kl. 11:45

Björk Vilhelmsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson