Borgarráð - Fundur nr. 4911

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 10. nóvember, var haldinn 4911. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét Sverrisdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 2. nóvember. R05010037

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 9. nóvember. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 2. nóvember. R05010041

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erindi sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R05100214

5. Lagt fram yfirlit starfsmanna- og stjórnsýslusviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 6 mál. R05050108

6. Borgarráð fagnar því að Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs, hefur verið tilnefnd markaðsmaður ársins. Þetta er mikill heiður fyrir hana og verðskulduð viðurkenning fyrir afburða störf í þágu borgarinnar. Svanhildi og starfsfólki hennar eru sendar árnaðaróskir. R05110025

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. sept. sl., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag við Efstasund og Skipasund. R05060060
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf Sigurbjörns Þorbergssonar, hdl., f.h. Þ.G. verktaka, dags. 2. þ.m., þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um að fá úthlutað lóðinni nr. 41 við Borgartún. R05020085

9. Lagt fram bréf forstjóra Eyktar ehf., dags. 1. þ.m., þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um að Eykt ehf. kaupi lóð nr. 41 við Borgartún. R05020085

10. Lagt fram bréf Guðmundar Kristinssonar og Harðar Jónssonar frá 7. þ.m., þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg varðandi hugsanleg kaup á lóð nr. 41 við Borgartún. R05020085

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m. varðandi tillögu Ólafs F. Magnússonar varðandi fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 1. þ.m. R05020109
Vísað til borgarstjóra.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 7. þ.m., varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um alla starfshópa og nefndir sem skipaðir hafa verið af borgarráði eða borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs 3. nóvember sl. R05110016

13. Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur mál nr. E-6478/2004 Berglín ehf. gegn Reykjavíkurborg. R04060215

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d., varðandi samþykkt á nýrri gjaldskrá og verklagsreglum um handsömun katta í Reykjavík. R05110010
Borgarráð samþykkir verklagsreglur með 3 samhljóða atkvæðum. Tilllögu um gjaldskrá frestað þar til síðar á fundinum.

15. Lagt fram bréf Kolaportsins frá 2. þ.m. varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi þess. R05110013
Frestað.

16. Lagt fram bréf húsfélagsins Skaftahlíð 12-22, dags. 4. þ.m., varðandi breikkun Miklubrautar frá Stakkahlíð að Lönguhlíð og frágangi vegna hljóðvistar. R04090026
Vísað til framkvæmdasviðs.

- Kl. 11.15 tók Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

17. Lagt fram bréf Júdósambands Íslands, dags. 19. sept. sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna aukins kostnaðar við framkvæmd Norðurlandamótsins sl. vor. R05110058
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 150 þúsund.

18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. þ.m., um framkvæmdaröð ljósleiðaratenginga í Reykjavík. R04100377

19. Lagðir fram tveir úrskurðir umhverfisráðuneytisins, dags. 8. þ.m., varðandi 1. áfanga Sundabrautar og landfyllingar við vestan og norðanvert Gufunes. R03030014

20. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 9. þ.m. varðandi sumarráðningar hjá Reykjavíkurborg. R05060167

21. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 2. f.m., sbr. samþykkt stjórnar sjóðsins frá 30. september sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsla borgarsjóðs og viðkomandi stofnana á lífeyri vegna A-deildar sjóðsins verði 64#PR. R05060167
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, varðandi breytingar á leikreglum með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2006. R05060167
Vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir menningar- og ferðamálasvið verði breytt þannig að ráðstöfun hækki um 90 mkr. vegna framkvæmda við sýningu í Landnámsskála. R05060167
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

24. Fjárhagsáætlun 2006.

A. Lagðar fram eftirtaldar starfsáætlanir fyrir árið 2006:

Skipulags- og byggingarsvið
Fjármálasvið
Stjórnsýslu- og starfsmannasvið
Skrifstofa borgarstjóra
Jafnréttisnefnd
Skrifstofa borgarstjórnar
Innri endurskoðun
Menntasvið
Menningar- og ferðamálasvið
Umhverfissvið
Framkvæmdasvið
Íþrótta- og tómstundasvið
Velferðarsvið
Þjónustu- og rekstrarsvið
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis
Þjónustumiðstöð Breiðholts og Árbæjar
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
Skipulagssjóður/lóðasjóður
Bílastæðasjóður
Upplýsingakerfi

Vísað til borgarstjórnar.

B. Lagðar fram eftirfarandi tillögur um gjaldskrárbreytingar sem eru forsendur frumvarps að fjárhagsáætlun:

Menningar- og ferðamálasvið:
Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 11. s.m., um setningu gjaldskrár fyrir Landnámsskálann við Aðalstræti.

Framkvæmdasvið:
Lagt fram að nýju bréf ritara framkvæmdaráðs frá 18. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 12. s.m., varðandi breytingar á gjaldskrá mælingadeildar.

Íþrótta- og tómstundasvið:
Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 18. f.m. varðandi 3#PR meðalhækkun gjaldskrár í tómstundastarfsemi og 5#PR meðalhækkun gjaldskrár sundlauga. Gjaldskrárnar koma til afgreiðslu síðar.

Umhverfissvið:
Lögð fram að nýju bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 10. f.m. og bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 18. s.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs 17. s.m., um breytingar á eftirtöldum gjaldskrám:
Gjaldskrá fyrir sorphirðu heimila,
Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit
Gjaldskrá fyrir meindýravarnir
Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 31. f.m. um setningu gjaldskrár fyrir kattahald, sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d.

Bílastæðasjóður:
Lagt fram að nýju bréf ritara framkvæmdaráðs frá 18. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 12. s.m., um niðurfellingu afsláttar af sölu P-korta fyrir miðamæla.

B-liður samþykktur með 4 samhljóða atkvæðum.

C. Lagðar fram eftirfarandi tillögur um viðbótarfjárveitingar:

Stjórnsýslu- og starfsmannasvið:
Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra starfsmannaskrifstofu frá 25. september sl. þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma stjórnsýslu- og starfsmannasviðs sem hér segir:
1. 4.624 þkr. vegna reksturs starfsmatsverkefnis.
2. 2.000 þkr. vegna aðkeyptrar tölvuþjónustu vegna launaleiðréttinga á grundvelli starfsmatskerfisins.

Framkvæmdasvið:
Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 19. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 26. september sl., þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma framkvæmdasviðs um 7.000 þkr. vegna dýpkunarframkvæmda í smábátahöfn Snarfara.

Umhverfissvið:
Lögð fram að nýju bréf sviðsstjóra umhverfissviðs frá 10. f.m. þar sem óskað er eftir hækkun á fjárhagsramma umhverfissviðs sem hér segir:
1. 3.000 þkr. vegna Náttúruskóla.
2. 28.270 þkr. vegna sorpeyðingar.
3. 12.000 þkr. vegna grenndargáma.

Borgarráð samþykkir að fresta tillögum skv. C-lið til meðferðar milli umræðna um fjárhagsáætlun í borgarstjórn.

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 ásamt greinargerð. R05060167
Vísað til borgarstjórnar.


Fundi slitið kl. 11:45

Stefán Jón Hafstein

Alfreð Þorsteinsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir