Borgarráð - Fundur nr. 4910

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 3. nóvember, var haldinn 4910. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 1. nóvember. R05010010
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 25. október. R05010023

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 26. október. R05010035

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26. október. R05010045

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R05100214

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 74 við Álfheima (Glæsibær). R05100217
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Gufuneskirkjugarðs. R04060033
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

8. Lagt fram bréf Gests Ólafssonar, arkitekts og skipulagsfræðings framkvæmdastjóra SAV, f.h. Félagsbústaða hf., dags. 14. f.m., þar sem sótt er um lóðir við Barðastaði og Vallarás. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 20. s.m., þar sem lagt er til að Félagsbústöðum hf. verði gefið fyrirheit um úthlutun lóða við Barðastaði og Vallarás. Við það verði miðað að eignarhald á húsum hvorrar lóðar fyrir sig verði ávallt á einni hendi og að óheimilt verði að selja einstakar íbúðir. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 20. f.m. R05100146
Vísað til umsagnar hverfisráðs Grafarvogs.

9. Lagt fram bréf Lárusar Halldórssonar f.h. Solarus ehf. frá 9. f.m., þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um afnot af svæði á Hólmsheiði til uppbyggingar útivistarleikja og þrauta. Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 27. f.m. varðandi málið. R05080135
Samþykkt til reynslu í 2 ár.

10. Lagt fram að nýju bréf íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. f.m., ásamt umsögn sviðsstjóra fjármálasviðs 23. s.m. um breytingar á rekstri skíðasvæðisins við Hengil. R04050094
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 25. f.m., þar sem óskað er eftir heimild til að beita Fasteignafélagið Hlíð ehf., sem er eigandi húsnæðisins að Lágmúla 6-8, dagsektum í samræmi við 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000. Dagsektir nemi kr. 19.000 fyrir hvern virkan dag þar til félagið hefur uppfyllt kröfur slökkviliðs vegna ofangreindrar húseignar. R04100072
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 28. f.m., varðandi skýrslu Vinnumiðlunar ungs fólks um starfsemi Vinnumiðlunar vegna sumarráðninga sumarið 2005. R04020002

- Kl. 11.25 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 1. þ.m., varðandi greiðslur fyrir afnot Reykjavíkurborgar af Landskrá fasteigna. R05110003
Vísað til lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs til áframhaldandi meðferðar.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. þ.m., að afgreiðslu borgarstjórnar á skatttekjum í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2006:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að álagningarstuðull útsvars verði 13,03#PR á tekjur manna á árinu 2006 með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum. R05110004

Vísað til borgarstjórnar.

15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Á árinu 2006 skal hlutfall holræsagjalds skv. reglugerð 906/2000 vera 0,105#PR.

Greinargerð fylgir tillögunni. R05110019
Vísað til borgarstjórnar.

16. Rætt um fjárhagsáætlun 2006. R05060167

17. Rætt um stöðu viðræðna um sölu eignarhlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. R05020109

18. Borgarráð samþykkir að Jóna Hrönn Bolladóttir taki sæti sem formaður hverfisráðs Miðborgar, til loka kjörtímabilsins, í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem óskað hefur lausnar frá störfum.
Vísað til borgarstjórnar. R02060099

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um alla starfshópa og nefndir sem skipaðir hafa verið af borgarráði eða borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili. Óskað er eftir upplýsingum um hlutverk og skipan viðkomandi hópa, hvenær þeir voru skipaðir og hve oft þeir hafa komið saman. R05110016

20. Afgreidd 29 útsvarsmál. R05010128

Fundi slitið kl. 13:15

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Björk Vilhelmsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kjartan Magnússon