Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 27. október, var haldinn 4909. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 11. október. R05010034
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 25. október. R05010021
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 24. október. R05010024
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 19. október. R05010027
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 19. október. R05010035
6. Lagðar fram fundargerðir jafnréttisnefndar frá 10. og 20. október. R05010037
7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 26. október. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 21. október. R05010043
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. 21. október R05010045
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R05090196
11. Lagt fram yfirlit starfsmanna- og stjórnsýslusviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags í dag, alls 2 mál. R05050108
12. Lagt fram bréf lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Mela, reitur 1.524. R05100108
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
13. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, ásamt greinargerð, um breytta uppsetningu launaseðla starfsmanna Reykjavíkurborgar; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 18. þ.m. R05100162
Vísað til umsagnar stjórnsýslu- og starfsmannasviðs.
14. Lögð fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs 17. s.m., um gjaldskrár fyrir sorphirðu, meindýravarnir og mengunar- og heilbrigðiseftirlit. R05060167
Frestað.
- Kl. 11.15 taka Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
15. Lagt fram bréf Gunnars Þorláksssonar, f.h. Byggingarfélagsins Gylfa og Gunnars ehf., frá 17. þ.m., þar sem félagið óskar eftir að gengið verði hið fyrsta til viðræðna við það um uppbyggingu á lóðinni i kjölfar flutnings á starfsemi Strætó bs., sem ætla má að sé á næsta leiti. R05020085
- Kl. 11.25 tekur Alfreð Þorsteinsson sæti á fundinum.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um lóð að Einarsnesi 62 fyrir flutningshús. R05100049
Afgreiðsla skipulagsráðs samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum og erindinu því synjað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Ólafur F. Magnússon óska bókað að þeir vísi til bókanna í skipulagsráði.
17. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu nafnanefndar um hverfis- og götuheiti í Halla- og Hamrahlíðarlöndum. R05090009
Samþykkt.
18. Lögð fram réttarsátt í máli nr. E-8574/2003, Íslenskir aðalverktakar gegn Reykjavíkurborg. R03060136
Samþykkt.
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að verja 182 milljónum króna til innleiðingar á hæfnislaunum á grundvelli hæfnismats samkvæmt gildandi kjarasamningum Reykjavíkurborgar annars vegar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar - stéttarfélags og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands hins vegar vegna áranna 2004 og 2005. Starfsmannaskrifstofa hefur unnið kostnaðarmatið og skiptingu á kostnaðarstaði sem verður yfirfarið af fjármálasviði. Gert er ráð fyrir tilsvarandi hækkunum ramma vegna 2006.
Kostnaður greiðist af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05090037
Samþykkt.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg ráðist í evrópskt samstarfsverkefni til fimm ára um rannsóknatengdar forvarnir á vettvangi European Cities Against Drugs, Youth in Europe - A drug prevention programme. Reykjavíkurborg yrði þar í forystuhlutverki gagnvart öðrum samstarfsaðilum á samningstíma verkefnisins þ.e. 2005-2010. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi verði formaður evrópsks stýrihóps og innlendrar verkefnisstjórnar. Aðrir í verkefnisstjórninni af hálfu Reykjavíkurborgar verði Kristín A. Árnadóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra og Lára Björnsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs. Innlenda verkefnisstjórnin beri ábyrgð á framkvæmd alþjóðlega hluta verkefnisins og Forvarnarnefnd Reykjavíkurborgar á innlenda þætti þess.
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra undirritun hjálagðra samninga. Annars vegar samstarfssamning við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík þar sem aðilar skuldbinda sig til samvinnu og sameiginlegrar ábyrgðar á verkefninu, Youth in Europe - A drug prevention programme, og hins vegar samning við Actavis Group sem lýst hefur vilja sínum til þess að vera aðalstuðningsaðili verkefnisins með fjárstuðningi sem nemur 365.000 evrum, eða rúmum 26 mkr m.v. gengi dagsins, á því fimm ára tímabili sem um ræðir.
Þá samþykkir borgarráð að heimila Forvarnarnefnd að gera skuldbindandi samning um rannsóknarkostnað á árunum 2007-2010 að upphæð kr. 3.500.000 á ári vegna þessa verkefnis, alls kr. 14.000.000. Ekki er um að ræða nýjan kostnað heldur gert ráð fyrir að óbreytt framlag til Forvarnanefndar rúmi útgjöldin.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05050101
Samþykkt.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi fái tímabundið leyfi frá skyldum sínum við jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar í sex mánuði frá 1. nóvember að telja. Hún haldi þó áfram vinnu við erlend samstarfsverkefni sem lokið verður á árinu og frágangi tiltekinna verkefna. Skrifstofa borgarstjóra leggi jafnréttisnefnd til starfsmann, Halldóru Gunnarsdóttur, sem annist verkefni framkvæmdastjóra á umræddu tímabili.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05100199
Samþykkt.
22. Borgarráð samþykkir að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki sæti í stjórn svæðisskipulagsráðs höfuðborgarsvæðisins, til eins árs. R05100190
23. Lagt fram bréf fjármálasviðs frá 24. þ.m., þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja. R01050120
Samþykkt.
24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að Reykjavíkurborg taki þátt í fyrirhuguðum hönnunardögum sem haldnir verða í fyrsta sinn 17. til 20. nóvember nk. Aðkoma Reykjavíkurborgar felist í viðurkenningu til hönnuðar ársins 2005, sem valinn verður í tengslum við dagana. Lagt er til að fjárhæð viðurkenningarfjársins veðri kr. 500.000,- og komi fjárveiting af liðnum ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05100201
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs, umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundasviðs frá 25. þ.m. varðandi ruslmál í borginni. R03120054
26. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. þ.m. ásamt samningi um sameiningu Fráveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í október 2005. R05030061
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til borgarstjórnar.
- Kl. 12.45 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.
27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn varðandi starfskonur á gæsluvöllum:
1. Við hvað margar starfskonur hefur verið gerður starfslokasamningur og í hverju eru þeir fólgnir. Óskað er nákvæmra upplýsinga um efni starfslokasaminga við hverja einstaka starfskonu.
2. Kynnt var að þær starfskonur sem tækju á vinnusvæði Eflingar fengju að vera í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hefur það gengið eftir? R03030171
28. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2006. R05060167
- Kl. 14.10 víkja borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að fjárhagsrammi Framkvæmdasviðs verði hækkaður um 111.600 þkr. vegna reiknaðrar innri leigu á gatnakerfi og flutnings á Fráveitu Reykjavíkur til Orkuveitu Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05060167
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið kl. 14:30
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir