Borgarráð - Fundur nr. 4908

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 20. október, var haldinn 4908. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 27. september. R05010034

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 19. október. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skipulagssjóðs frá 23. september og 5. október. R05010041

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R05090196

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi veitingaskálans í Nauthólsvík. R03050167
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 12. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 28-32 við Safamýri. R05100149
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

- Kl. 9.10 tekur Guðrún Ebba Ólafsdóttir sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulagsráðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreitur. R05060032
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og óska bókað að þeir vísi til bókana fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði.

- Kl. 9.15 tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

8. Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2006.
Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 11. s.m. um gjaldskrá fyrir Landnámsskála.
Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 18. þ.m. um hækkanir á gjaldskrám tómstundaheimila og sundstaða.

- Kl. 10.15 tekur Alfreð Þorsteinsson sæti á fundinum.

Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 12. s.m., um breytingar á gjaldskrá mælingadeildar.

Kl. 10.30 víkja Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

Lagt fram bréf ritara framkvæmdaráðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 12. s.m., um breytingu á gjaldskrá bílastæðasjóðs á niðurfellingu afsláttar af sölu P-korta fyrir miðamæla.
Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 19. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 26. f.m., um hækkun á fjárhagsramma framkvæmdasviðs vegna dýpkunarframkvæmda í smábátahöfn Snarfara. R05060167
Framangreindum tillögum frestað.

9. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 18. þ.m. um tilflutninga á fjármagni vegna breytinga á biðskýlum. R05030053
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

10. Lagt fram bréf Ívars Pálssonar, hdl., f.h. Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, hrl., frá 13. þ.m. varðandi eignarnám lóða að Selásbletti 2a og 3a í Norðlingaholti. Jafnframt lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar frá 30. mars sl. varðandi málið. R04010121
Borgarráð samþykkir þá tilhögun sem fram kemur í erindinu og staðfestir fyrri ákvörðun frá 17. febrúar sl.

11. Lagt fram bréf slökkviliðstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 12. þ.m., þar sem óskað er eftir heimild til að beita Vefarann ehf., sem er eiganda húsnæðisins að Fiskislóð 20 dagsektum í samræmi við 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000. Dagsektir nemi kr. 2.000,- fyrir hvern virkan dag þar til hann hefur uppfyllt kröfur slökkviliðs vegna ofangreindrar húseignar. R05100131
Samþykkt.

12. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 18. þ.m. R05010003
Borgarráð samþykkir styrkveitingu til Íslenskrar ættleiðingar að fjárhæð kr. 38.000,-.

13. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 6. þ.m. varðandi heimild til stýringar á áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs að fjárhæð 700 milljónir Bandaríkjadollara á árinu 2005. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra fjármálasviðs frá 17. s.m. þar sem mælt er með að borgarráð verði við erindi Landsvirkjunar. R04010060
Samþykkt.

14. Lagður fram listi nokkurra listamanna, ódags., þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur að taka til endurskoðunar reglugerð Listasafns Reykjavíkur. R02050104
Vísað til menningar- og ferðamálaráðs.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. þ.m. ásamt samningi um sameiningu Fráveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í október 2005. R05030061Frestað.

16. Afgreidd 54 útsvarsmál. R05010128

Fundi slitið kl. 11:40

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir