Borgarráð - Fundur nr. 4906

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 6. október, var haldinn 4906. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 13. september. R05010034

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 27. september. R05010021

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 28. september. R05010024

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 26. ágúst. R05010029

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. september. R05010035

6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 30. september. R05010040

7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 5. október. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 26. september. R05010043

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. 30. september. R05010045

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R05090196

11. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 3 mál. R05050108

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 32 við Borgartún. R05090247
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Fossaleyni 1, lóð Egilshallar. R05090116
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með fyrirvara um staðsetningu grasvallar.
- Kl. 11.20 tekur Alfreð Þorsteinsson sæti á fundinum.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar á urðunarstað í Álfsnesi. R05090248
Samþykkt.
Borgaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

15. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., þar sem óskað er eftir fjárveitingu að fjárhæð 7 mkr. vegna dýpkunarframkvæmda í smábátahöfn Snarfara í Naustavogi. R05030053
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra forvarnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 23. f.m., þar sem óskað er heimildar til að beita dagsektum að Fiskislóð 47, í samræmi við 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, þar til uppfylltar hafa verið kröfur um brunavarnir. R05090191
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. f.m., ásamt umsögn sviðsstjóra fjármálaviðs 23. s.m., um breytingar á rekstri skíðasvæðisins við Hengil. R04050094
Frestað.
- Kl. 11.30 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Klasa hf. frá 23. f.m., þar sem félagið f.h. Íslandsbanka hf., óskar eftir að ganga til samningaviðræðna við Reykjavíkurborg um kaup á lóðinni Borgartúni 41 (strætó-reitur), um skipulag lóðarinnar og flutning á starfsemi Strætó bs. sem nú er á lóðinni. R05020085
Vísað til borgarstjóra.

19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ráðningu upplýsingafulltrúa, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. f.m. R05090208

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 5. þ.m. um útboðsskilmála vegna byggingarréttar fyrir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Borgarstjóri gerir grein fyrir hvernig setu embættismanna á fundum borgarráðs verður háttað. R04100035

22. Lagt fram bréf forseta Norðurlandaráðs æskunnar frá 5. þ.m., þar sem óskað er eftir styrk að kr. 50.000 vegna þings samtakanna í Reykjavík dagana 22.-23. október n.k. R05080144
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar frá 28. f.m., þar sem tilkynnt er að Heiða Dögg Liljudóttir muni taka sæti varamanns áheyrnarfulltrúa í velferðarráði í stað Kolbeins Guðjónssonar. R04120134

24. Lagt fram bréf lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. í dag, sbr. samþykkt innkauparáðs 5. þ.m. um að gengið verði til samninga við Íslenska aðalverktaka vegna fyirrhugaðrar byggingar íþróttahúss í Laugardal. R05090004
Samþykkt.

25. Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2006. R05060167

26. Afgreidd 35 útsvarsmál. R05010128

Fundi slitið kl. 12:20.

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Kjartan Magnússon Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson