Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 29. september, var haldinn 4905. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 21. september. R05010035
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 28. september. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. september. R05010042
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R05080147
- Kl. 11.10 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
- Kl. 11.10 tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag að Gullengi 2-6. R04070113
Samþykkt með 4 atkv. gegn 2.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.230, Bílanaustsreit. R04110124
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
- Kl. 11.15 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d., varðandi aðild Reykjavíkurborgar að Umferðaröryggissáttmála Evrópu. R02050085
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfissviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d., varðandi undirritun Reykjavíkurborgar á Álaborgarskuldbindingunum. R05090138
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfisráði.
9. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda um Hringbraut, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. þ.m. R04010106
10. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um starfsmannamál, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. þ.m. R05080094
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 26. þ.m. varðandi mistök við gerð mæliblaða lóðanna að Vesturgötu 21 og Ránargötu 10 og bætur þar að lútandi. R05090154
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra framvæmdasviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., þar sem óskað er eftir fjárveitingu að fjárhæð 7 mkr. vegna dýpkunarframkvæmda í smábátahöfn Snarfara í Naustavogi. R05030053
Frestað.
13. Lagðar fram að nýju umsagnir umhverfissviðs frá 12. þ.m. og íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. s.m. um erindi Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. f.m. varðandi útivistarleiki í Heiðmörk, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. f.m. R05080135
Vísað að nýju til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.
14. Lagt fram bréf samgönguráðuneytis frá 8. þ.m. þar sem óskað er tilnefningar Reykjavíkurborgar á fulltrúa og varafulltrúa í umferðarráð til þriggja ára. R02110020
Samþykkt að tilnefna Guðmund Haraldsson og Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur til vara.
15. Lagt fram samkomulag heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar um byggingu hjúkrunarheimilis í Sogamýri austan við Mörkina, dags. í september 2005. R03110033
Áheyrnarfulltrúi F-listans leggur fram svohljóðandi bókun:
F-listinn fagnar því samkomulagi milli borgarinnar og heilbrigðisráðuneytisins sem nú liggur fyrir um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða. Þar er gert ráð fyrir 110 manns. Fjölgun hjúkrunarheimila fyrir aldraða á að vera forgangsverkefni. Samkomulagið gerir ráð fyrir þátttöku ríkis og borgar. Vonandi ber þetta samkomulag vott um breytt hugarfar að hálfu ríkisvaldsins. Minnt skal á að ekkert af því fjármagni, sem fékkst fyrir sölu Landsímans er ætlað til málefna aldraðra. Aldraðir og öryrkjar sérstaklega hafa orðið að sæta stöðugum kjaraskerðingum að hálfu ríkisins og að ekki er staðið við samkomulag um bættan hag þeirra.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., þar sem lagt er til að borgarráð taki tilboði hæstbjóðanda, Eddu – Film ehf., í Sólvallagötu 10. R05090150
Samþykkt.
17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í byrjun september var tilkynnt af hálfu skrifstofu borgarstjóra, að ráðið hefði verið í nýtt starf upplýsingafulltrúa í Ráðhúsinu sem ætti m.a. að annast almannatengsl, upplýsingamiðlun, veita ráðgjöf og aðstoða svið og stofnanir borgarinnar í þessum efnum.
Nú ber svo við að fyrir nokkrum dögum var auglýst eftir upplýsingafulltrúa á þjónustu- og rekstrarsviði í Ráðhúsinu. Hlutverk þessa fulltrúa á m.a. að vera að annast gerð fræðslu- og kynningarefnis og annast undirbúning og útgáfu á starfsáætlun þjónustu- og rekstrarsviðs.
Af þessu tilefni er spurt:
Geta svið og deildir í Ráðhúsinu ekki nýtt sér starfskrafta nýráðins upplýsingafulltrúa í Ráðhúsinu?
Hver verður skörun á störfum þessara tveggja upplýsingafulltrúa í Ráðhúsinu og hvernig munu störf þeirra skarast á við störf aðstoðarmanns borgarstjóra, sem hingað til virðist hafa annast upplýsingamiðlun og samskipti við fjölmiðla fyrir skrifstofu borgarstjóra?
Mun öðrum sviðum og stofnunum verða heimilað að ráða slíka upplýsingafulltrúa m.a. til að annast undirbúning og gerð starfsáætlana viðkomandi sviða og annast upplýsingamiðlun?
Hver er áætlaður kostnaður á mánuði við störf þessara tveggja upplýsingafulltrúa í Ráðhúsinu?
Var staða upplýsingafulltrúa hjá skrifstofustjóra borgarstjóra auglýst laus til umsóknar? R05090208
18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver hefur orðið kostnaður við breytingar á neðangreindu húsnæði borgarinnar vegna stjórnkerfisbreytinga og flutningi starfsmanna vegna þeirra?
Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði vegna breytinga á:
1. Ráðhúsinu
2. Fríkirkjuvegi 1
3. Vonarstræti 4
4. Síðumúla 39
5. Skúlatúni 2
6. Suðurlandsbraut, þar sem ný bókhaldsdeild er til húsa
7. Hafnarhúsi, skrifstofum velferðarsviðs
8. Húsnæði þjónustumiðstöðvar í Mjódd
9. Fleiri stöðum þar sem gerðar hafa verið breytingar á húsnæði vegna stjórnkerfisbreytinga
Óskað er eftir upplýsingum að hve miklu leyti var gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun og hvernig kostnaði vegna þessara breytinga hefur verið mætt þar sem ekki var gert ráð fyrir honum. R04100035
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að fjárhagsrömmum í fjárhagsáætlun ársins 2006 verði breytt í samræmi við meðfylgjandi yfirlit fjármálasviðs, dags. í dag. Hjá stjórnsýslu- og starfsmannasviði er lagt til að fjárhagsrammi hækki um 2.000 þkr. vegna tekjufalls af sérfræðiþjónustu. Þessi breyting á meðal annars rætur að rekja til samningsumboðs fyrirtækja borgarinnar. Hjá þjónustu- og rekstrarsviði er lagt til að fjárhagsrammi hækki um 7.200 þkr. vegna mistaka við úthlutun fjárhagsramma í sumar. Hjá endurskoðun er lagt til að fjárhagsrammi hækki um 1.076 þkr. vegna miðlægra kjaraákvarðana. Hjá velferðarsviði eru tilfærslur milli bundinna og óbundinna liða. R05030053
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
20. Rætt um fjárhagsáætlun 2006.
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofustjóra starfsmannaskrifstofu:
Farið er fram á að borgarráð samþykki aukið fast framlag til rekstrar starfsmatsverkefnis vegna launakostnaðar starfsmatssérfræðings á kostnaðarstað 01240, vinnumáladeild starfsmannaskrifstofu kr. 4.624.231. Gert er að auki ráð fyrir sérstökum kostnaði kr. 2.000.000 vegna aðkeyptrar tölvuþjónustu (Skýrr) vegna launaleiðréttinga skv. skuldbindingum í kjarasamningum (kostnaðarstaður 09104) á grundvelli starfsmatskerfisins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05060167
Frestað.
21. Afgreidd 36 útsvarsmál. R05010128
Fundi slitið kl. 13:10
Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Alfreð Þorsteinsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson