Borgarráð - Fundur nr. 4903

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 15. september, var haldinn 4903. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 7. september. R05010022

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarvogs frá 28. júní og 8. september. R05010023

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs miðborgar frá 23. ágúst. R05010028

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. september. R05010035

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 14. september. R05010010
Borgarráð samþykkir b-hluta fundargerðarinnar.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. ágúst. R05010045

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R05080147

8. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisleyfi, dags. í dag, alls 7 mál. R05050108

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. dag, þar sem gerð er tillaga um kjörstaði vegna borgarstjórnarkosninga 27. maí n.k. R05090063
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 13. þ.m., varðandi drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík vegna uppbyggingar svæðis HR í Vatnsmýri. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. s.m. um forsögu að deiliskipulagi lóðar Háskólans við Hlíðarfót, dags. í september 2005. R03030023
Frestað.

11. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi Smáragötureita. Jafnframt lagt fram bréf Ragnars Halldórs Hall, hrl. f.h. Stefáns E. Matthíassonar frá 7. þ.m., varðandi deiliskipulag fyrir svæði sem tekur til hluta af Laufásvegi og Smáragötu. R04120102
Tillögur skipulagsráðs samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Við teljum að ekki hafi verið færð viðhlýtandi rök fyrir því að hafna þeirri staðsetningu bílskúrs sem lóðarhafi sótti um og sitjum því hjá.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Helsta deiluefnið við undirbúning deiliskipulags Smáragötureits hefur verið staðsetning tvöfalds bílskúrs við Smáragötu 13. Lóðarhafi hefur óskað eftir byggingu skúrsins við lóðamörk gegn andmælum forsætisráðuneytisins og embættis Forseta Íslands, þar sem gestahús embættisins stendur á aðlægri lóð. Andmælin eru studd umsögn ríkislögreglustjóra sem vísar til öryggishagsmuna erlendra gesta. Jafnan er ekki gengið gegn hagsmunum nágranna nema sterk rök séu fyrir henni. Þar sem hægt er að koma fyrir tvöföldum bílskúr annars staðar á lóðinni og auk almennra grenndararsjónarmiða bætast við sérstök sjónarmið vegna gestahúss forsetaembættisins. Því var lagt til að skipulagið yrði staðfest.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., þar sem mælt er með því við borgaráð að Invent Farma verði gefið fyirheit um lóð á skipulagssvæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni. R05080015
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

13. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 14. þ.m. ásamt samningi Reykjavíkurborgar við Knattspyrnusamband Íslands um byggingu áhorfendastúku við Laugardalsvöll. R03090010
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Björk Vilhelmsdóttir sat hjá.

14. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 30. f.m., varðandi úrskurð vegna erindis Sigtryggs Jónssonar um ráðningar í fjórar stöður framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva hjá Reykjavíkurborg. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 13. þ.m. vegna úrskurðarins. R05050005

- Kl. 11.25 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

15. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 14. þ.m., varðandi tillögur og skilagrein vinnuhóps um þekkingarheimsóknir til Reykjavíkurborgar ásamt greinargerð og fylgiskjölum, dags. 13. s.m. R05020093
Borgarráð samþykkir tillögurnar.

16. Borgarráð samþykkir að Guðrún Ebba Ólafsdóttir taki sæti í stjórn Kjarvalsstofu í París í stað Tinnu Traustadóttur. R03040044

17. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í framhaldi af fyrirspurn minni á fundi borgarráðs 25. ágúst sl. um kostnað vegna hugsanlegs flutnings flugvallar úr Vatnsmýri yfir á Miðdalsheiði eða Löngusker og vegna breytinga á flugbrautum í Vatnsmýri er spurt:
Hver yrði kostnaður vegna hugsanlegs flutnings flugvallar úr Vatnsmýri yfir á Álftanes?
Má ætla að flugvöllur á Álftanesi yrði verulega ódýrari en flugvöllur á Lönguskerjum vegna minni kostnaðar við landfyllingar?
Má ætla að flugvöllur á Álftanesi yrði flugtæknilega betri en á Lönguskerjum m.a. vegna minni sjávarseltu? R05050089

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er upplýsinga um á hvern hátt borgaryfirvöld hyggjast standa að málshöfðun í svokölluðu olíusamráðsmáli. R03070106

19. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson spurðist fyrir um gang viðræðna varðandi sölu Reykjavíkurborgar á eignarhlut í Landsvirkjun.
Borgarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. R05020109

Fundi slitið kl. 12:20

Stefán Jón Hafstein
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson