Borgarráð
B OR G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 8. september, var haldinn 4902. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Stefán Jón Hafstein, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 6. september. R05010021
2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 1. september. R05010037
3. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 7. september.
Borgarráð samþykkir b-hluta fundargerðarinnar. R05010010
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R05080147
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsvið frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag fyrir Laufbrekku á Kjalarnesi. R05040048
Samþykkt.
6. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi Smáragötureita. R04120102
Frestað.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á aðalskipulagi reits 1.230, Bílanaustsreitur. R04110124
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
8. Lagt fram bréf allsherjargoða og lögsögumanns Ásatrúarfélagsins, ódags., um byggingu hofs og safnaðarheimilis fyrir söfnuðinn. R04120113
Vísað til umsagnar skipulagsráðs.
9. Lagt fram svar borgarstjóra frá 5. þ.m., varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um félagsstarf aldraðra á Kjalarnesi, sbr. 20. liður fundargerðar borgarráðs 25. f.m. R02110314
10. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 6. þ.m. R05010003
Samþykkt að veita Hugvísindastofnun styrk að fjárhæð kr. 200.000. Fjárveiting komi af liðnum ófyrirséð.
11. Lögð fram að nýju umsögn lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 29. f.m. varðandi rýmri tíma til áfengisveitinga á Flugteríunni. R04040157
Borgarráð samþykkir umsögnina og er umsókn því hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja nauðsynlegt að endurskoða gildandi málsmeðferðarreglur borgarráðs sem gera það að verkum að borgarráð getur ekki nema að breyttum reglum samþykkt umrætt erindi.
12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu nafnanefndar um götuheiti í borginni. R05090009
Samþykkt með þeim breytingum að í stað Hringsvegar komi Gamla-Hringbraut.
13. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 5. þ.m. um hugmyndasamkeppi um stækkað athafnasvæði Nauthólsvíkur og skipan dómnefndar, sbr. samþykkt borgarráðs 3. maí sl. R05050034
Samþykkt.
14. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista leggja fram svohljóðandi tillögu:
Haldin verði alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Forsendur verði mótaðar í samráði við íbúa og hagsmunaaðila, sbr. meðfylgjandi yfirlit ráðgjafafyrirtækisins Alta. Keppnisfyrirkomulag og val á dómnefnd verði ákveðið í samráði við Arkitektafélag Íslands. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins geti orðið allt að 80-100 milljónir króna. Stærstu óvissuþættirnir eru upphæðir verðlauna og laun til dómnefndarmanna. Nákvæm kostnaðaráætlun sem nái til allra þátta verði lögð fram þegar niðurstaða liggur fyrir í þeim efnum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05020021
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stýrihópnum vegna málsins.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Ég tel það ótímabært að efna til hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið fyrr en aðrir valkostir um staðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið fullkannaðir. Þessi vinnubrögð bjóða þeirri hættu heim að flugvöllurinn verði fluttur til Keflavíkur.
Það eru augljósir hagsmunir og öryggisatriði fyrir höfuðborgarsvæðið að flugvöllur sé staðsettur á svæðinu. Athygli vekur að á meðan sumir borgarfulltrúar Reykvíkinga vilja flytja flugvöll af höfuðborgarsvæðinu suður til Keflavíkur, þá ríkir þverpólitísk samstaða í Reykjanesbæ um að fá flugvöllinn þangað. Þannig virðast sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ meðvitaðri um hagsmuni síns sveitarfélags en þeir borgarfulltrúar í Reykjavík sem vilja flytja flugvöllinn til Keflavíkur.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð samþykki framlengingu samstarfssamnings við félagsvísindadeild Háskóla Íslands um Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til næstu fimm ára, þ.e. til áranna 2006-2010. Árlegt framlag Reykjavíkurborgar verði áfram 2,5 mkr á ár, samtals 12.5 mkr.
Greinargerð fylgir tillögunni. R02070091
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., ásamt drögum að samningi Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands, dags. 25. ágúst 2005, varðandi framkvæmdir við mannvirki við Laugardalsvöllinn. R03090010
Borgarráð samþykkir að fela borgastjóra að ljúka samningi.
17. Löð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Vísað er til boðaðrar tillögu borgarstjóra þess efnis að sérstakri fjárheimild verði varið til að veita stjórnendum olnbogarými til að greiða fyrir yfirvinnu og álag vegna undirmönnunar á leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar og til að koma í veg fyrir skerta þjónustu. Lagt er til að borgarráð samþykki að verja allt að 50 milljónum króna af liðnum ófyrirséð útgjöld til að mæta þeim kostnaði sem af þessum aðgerðum leiðir. Stjórnsýslu- og starfsmannasviði verði falið í samvinnu við sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, að annast útfærslu og framkvæmd þessarar samþykktar. Hér verði um að ræða sértækar greiðslur sem gildi fram að gildistöku kjarasamnings við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Að því verði stefnt að þær greiðslur sem hér um ræðir verði hluti af kjarasamningi við framangreind félög.
Þá er lagt til að borgarráð samþykki að beina þeim tilmælum til samninganefndar Reykjavíkurborgar að hefja sem fyrst samningaviðræður með það að markmiði að ljúka þeim sem fyrst.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05080094
Samþykkt.
18. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð leggur áherslu á að ekki verði um gjaldtöku að ræða vegna umferðar um Sundabraut, en það fæli m.a. í sér sérstakan vegaskatt á þá Reykvíkinga sem búsettir eru á Kjalarnesi. R04100023
Frestað.
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að beina því til menntaráðs Reykjavíkur að þegar í stað verði settur af stað vinnuhópur sem meti viðbyggingarþörf Ölduselsskóla. Hópurinn ljúki störfum fyrir áramótin. Veitt verði fjármagn til verkefnisins svo og til byrjunarframkvæmda á fjárhagsáætlun 2006. Hönnun verði lokið á fyrri hluta næsta árs svo að framkvæmdir geti hafist haustið 2006. R04100116
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.
20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn til borgarstjóra:
Spurt er hvort forstöðumaður Innri endurskoðunar hyggst svara athugasemdum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna skýrslu hans um svokallaðan Stjörnubíósreit. R01020137
21. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, óskar eftir að fá, sem trúnaðarmál, afrit af öllum fundargerðum kjaranefndar Reykjavíkurborgar frá stofnun hennar 1999 til dagsins í dag og síðan framvegis eftir hvern fund. R04010096
22. Afgreidd 58 útsvarsmál. R05010128
Fundi slitið kl. 13:00
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson