Borgarráð - Fundur nr. 4900

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 25. ágúst, var haldinn 4900. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 23. ágúst. R05010010
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 17. ágúst. R05010024

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 17. ágúst. R05010035

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19. ágúst. R05010045

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R05080007

6. Lögð fram bréf menningar- og ferðamálasviðs frá 12. maí og 15. þ.m., þar sem tilkynnt er að menningar- og ferðamálaráð hafi tilnefnt Þorgerði E. Sigurðardóttur og að Rithöfundasamband Íslands hafi tilnefnt Svein Yngva Egilsson fulltrúa í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2006.
R05050052
Samþykkt .
Borgarráð hefur áður tilnefnt Árna Sigurjónsson formann dómnefndarinnar.

7. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 13. júní sl. ásamt skýrslu um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sbr. samþykkt stjórnar Sorpu bs. s.d. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 15. þ.m. um áætlunina. R05060075
Samþykkt.

- Kl. 11.15 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um frumathugun á sérbýlishúsalóðum í eldri hverfum.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð felur borgarstjóra að undirbúa tillögur um ráðstöfun væntanlegra lóða undir einbýli eða sérbýli í hverfum borgarinnar, sem taki mið af jafnræðis- og sanngirnissjónarmiðum. Jafnframt felur borgarráð borgarstjóra að útbúa tillögur um hvernig megi ráðstafa hluta söluandvirðis byggingarréttar af væntanlegum lóðum í hverfisverkefni s.s. endurnýjun/byggingu leikvalla, uppsetningu listaverka, gróðursetningu, fjárfestingar í bekkjum, torgum o.s.frv. Borgarráð óskar þess jafnframt að hverfisráðin undirbúi tillögur að slíkum verkefnum hvert í sínu hverfi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05080124

Afgreiðslu tillögunnar frestað. Frumathuguninni vísað til kynningar í hverfisráðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja það að tillögunni sé vísað til kynningar í hverfisráðum, en ítreka það sem fram kom í bókun fulltrúa flokksins í skipulagsráði 1. júní sl. að tillaga þessi hefur einungis verið unnin og mótuð af fulltrúum meirihlutans.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista vísa með sama hætti til bókunar sinnar í skipulagsráði 1. júní sl.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi í Múlahverfi og við Suðurlandsbraut. R05080126
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5, reit danska sendiráðsins. R05080127
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 22. þ.m. varðandi skráningu lögbýla í lögsögu Reykavíkur. R05080131
Vísað til umsagnar lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs.

12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 22. þ.m. varðandi bílastæði og innkeyrslu við Öldugötu 2. R05080130
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti og að Frjálsi fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóðar nr. 15-25 við Lækjarvað, með nánar tilgreindum skilmálum. R05020001
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Steinvirki ehf. verði lóðarhafi lóða við Hólmvað 2-4 og Hólavað 63-75 með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt.

15. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 23. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um flugstarfsemi í Vatnsmýri, sbr. 14. liður fundargerðar borgarráðs frá 11. ágúst. R05080046
Samþykkt borgarráðs:
Í samræmi við viljayfirlýsingu borgarstjóra og samgönguráðherra frá febrúar síðastliðnum, ítrekar borgarráð vilja sinn til að leita varanlegra lausna í málefnum Reykjavíkurflugvallar. Því fagnar borgarráð áhuga flugrekstraraðila og samgönguráðherra á að fullkanna hugmyndir um styttingu flugbrauta flugvallarins í Vatnsmýri og kanna önnur hugsanleg flugvallarstæði í Reykjavík eða nágrenni höfuðborgarsvæðsins sem þjónað gætu innanlandsflugi.
Borgarráð felur framkvæmdasviði og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á þessum kostum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Að loknu frummati verði vænlegustu kostirnir metnir nánar, frumtillaga gerð um legu flugbrauta, skipulag flugvallarsvæðis, fyrirkomulag vegtenginga og áætlun gerð um stofnkostnað.
Samráð verði haft við flugrekstraraðila, flugmálastjórn og samgönguráðuneyti auk nágrannasveitarfélaga þar sem staðsetning flugvallar hefur bein áhrif.

Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í framhaldi af fyrirspurn fulltrúa F-listans í borgarráði frá 12. maí sl. um hugsanlegan flugvöll á Miðdalsheiði og vegna umræðu um hugsanlegan flugvöll á Lönguskerjum er spurt:
Hver má áætla að yrði kostnaður vegna hugsanlegs flutnings flugvallar úr Vatnsmýri yfir á Miðdalsheiði?
Hver má áætla að yrði kostnaður vegna hugsanlegs flutnings flugvallarins yfir á Löngusker?
Hver má áætla að yrði kostnaður við það að lengja austur/vestur braut flugvallar í Vatnsmýri út í Skerjafjörð og stytta norður/suður brautina með lítils háttar tilfærslu út í Skerjafjörð?
Hver má áætla að yrði kostnaður við það að lengja austur/vestur brautina út í Skerjafjörð en að leggja niður núverandi norður/suður braut og leggja nýja norður/suður braut út í Skerjafjörð frá vesturenda lengdrar austur/vestur brautar?

16. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga Alfreðs Þorsteinssonar, frestað á fundi borgarráðs 18. þ.m.:

Með yfirlýsingu Reykjavíkurlistans um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum hafa allar forsendur breyst um hækkun leikskólagjalda hjá þeim fjölskyldum, þar sem annað foreldrið er í námi. Því samþykkir borgarráð, að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskránni, sem koma eiga til framkvæmda 1. september n.k.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Jafnframt lögð fram áskorun stjórnar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, ódags., þar sem skorað er á Borgarstjórn Reykjarvíkur að draga til baka, eða bæta á einhvern hátt fyrir, þá ákvörðun sína að breyta gjaldskrá leikskólanna. R02110159
Borgarráð samþykkir tillöguna.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Í málefnasamningi þeirra flokka sem að Reykjavíkurlistanum standa er sú stefna mörkuð að draga úr gjaldtöku á leikskólum. Markmiðið er margþætt; að efla leikskólann enn frekar sem fyrsta skólastigið, styrkja samfellu leik- og grunnskóla og síðast en ekki síst að spara barnafólki fé svo það geti varið meiri tíma með börnum sínum. Fyrsta skrefið í átt til gjaldfrjáls leikskóla var stigið haustið 2004, en næstu skref bíða nánari útfærslu menntaráðs í kjölfar samþykktar borgarráðs sl. vor. Með því að borgarráð fellur frá einföldun gjaldskrárinnar nú er minnt á að menntaráð hefur það verkefni „að útfæra ítarlega áform um gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík” skv. samþykkt borgarráðs 14. apríl sl. og verði því verki hraðað eftir föngum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna að tillögu þeirra frá 14. apríl s.l. um að fallið verði frá hækkunum á leikskólagjöldum, sem samþykktar voru af R-listanum fjórum mánuðum áður, sé nú aftur borin upp í borgarráði til samþykktar. Tillögu sjálfstæðismanna var á sínum tíma vísað til menntaráðs en umræðu og afgreiðslu frestað, enda ljóst að R-listinn hafði engan áhuga á að veita henni brautargengi. Sú breytta afstaða sem fram kemur í tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins er til bóta fyrir stóran hóp foreldra í samræmi við áður lýsta afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og því er tillagan samþykkt án þess að afstaða sé tekin til greinargerðar hennar.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

F-listinn fagnar framkominni tillögu um að falla frá hækkunum á leikskólagjöldum barna námsmanna, enda er það stefna Frjálslyndra að lækka eða fella niður þjónustugjöld hjá barnafjölskyldum og hefur borgarfulltrúi F-listans flutt tillögur þar að lútandi.

17. Lögð fram umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs frá 3. þ.m. um erindi Félags eldri borgara frá 30. mars s.l. varðandi húsnæðiskaup. R05020156
Borgarráð samþykkir umsögnina, fjárstuðning, kr. 2.400.000,-, til þriggja ára frá og með 2006. Jafnframt er málinu vísað til velferðarsviðs til frekari útfærslu.

18. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 24. þ.m. ásamt uppdrætti, dags. 18. s.m., varðandi forgang almenningsvagna og leigubifreiða í Lækjargötu. R05060158
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

19. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar OR 17. s.m. varðandi útivistarleiki í Heiðmörk. R05080135
Vísað til umsagnar umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á hvern hátt er hagað félagsstarfi fyrir eldri borgara á Kjalarnesi frá því borgaryfirvöld sögðu upp samstarfi við Mosfellsbæ um þessa þjónustu?
Óskað er eftir upplýsingum um hversu margir eldri borgarar á Kjalarnesi taka í dag þátt í skipulögðu félagsstarfi og á hvaða stöðum í borginni. R02110314

21. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að beina því til íþrótta- og tómstundaráðs að gerður verði samningur við íþróttafélagið Leikni í Breiðholti um stuðning borgaryfirvalda um starf íþróttafulltrúa á vegum félagsins. Samningurinn taki mið af þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir við önnur íþróttafélög í borginni. Borgarráð lýsir jafnframt yfir vilja sínum til að hækka fjárhagsramma ÍTR vegna þessa á næsta ári.

Frestað. R04030164

22. Lagt er til að eftirfarandi aðilar taki sæti í nefndum og ráðum borgarinnar í stað Margrétar Einarsdóttur og Tinnu Traustadóttur, sem beðist hafa lausnar frá störfum sínum vegna flutnings til útlanda.
Bolli Thoroddsen og Magnús Þór Gylfason verði aðalmenn í jafnréttisnefnd.
Helga Árnadóttir verði varamaður í jafnréttisnefnd.
Ragnar Jónasson verði varamaður í samstarfsnefnd um löggæslumálefni.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir verði varamaður í skipulagsráði.
Camilla Ósk Hákonardóttir verði varamaður í menningar- og ferðamálaráði. R02060079
Vísað til borgarstjórnar.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þess bága ástands sem ríkir í Leikskólum Reykjavíkur og frístundaheimilum borgarinnar þetta haustið vegna skorts á starfsfólki. Mikið og gott starf er unnið í leikskólum en vegna þess að ekki hefur verið hægt að fá bæði faglært og ófaglært fólk til starfa hefur þurft að grípa til þess ófremdarástands að senda börn heim áður en skóladegi lýkur. Enginn þarf að velkjast í vafa um að það hefur slæm áhrif á börnin og eykur álagið á foreldrana, leikskólastjóra og aðra sem starfa í leikskólunum.
Fjöldi grunnskólanema er nú á biðlista eftir að komast að í frístundaheimilin og kom það mörgum foreldrum í opna skjöldu sem sóttu um snemma í vor eins og ráðlagt var til að þeir væru öruggir um vist fyrir börnin sín. Mikill skortur er á starfsfólki og eru ástæðurnar m.a. þær að nær einungis er boðið upp á hlutastörf. Mikilvægt er að kostur sé fyrir stjórnendur frístundaheimilanna og skólastjóra grunnskólanna að samræma starfsemi betur.
Þetta ótrygga ástand á báðum skólunum, leikskólum og grunnskólum, koma harkalega niður á allri þjónustu við börn og foreldra í borginni og er því með öllu óviðunandi. Reykjavíkurborg verður að axla ábyrgð í þessu máli og tryggja öryggi og samfellu í þessari mikilvægu þjónustu. R05080094

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista taka heilshugar undir áhyggjur af því að enn hefur ekki tekist að manna stöður á þjónustustofnunum borgarinnar – eins og á við víðar á vinnumarkaði, hjá stofnunum ríkisins og einkafyrirtækjum. Teikn eru á lofti um að spurn í lausar stöður sé nú að aukast og að hægt verði að tryggja þá góðu þjónustu sem borgin vill veita á næstu vikum.
Ekki er tekið undir fullyrðingar í bókun D-lista um þetta mál.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Fulltrúi F-listans í borgarráði tekur undir áhyggjur annarra borgarráðsfulltrúa varðandi skert aðgengi grunnskólabarna að frístundaheimilum og treystir því að úr þessu ástandi verði bætt.

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Í skýrslu Innri endurskoðunar um lóðarkaup á Stjörnubíósreit kemur fram mikil ónákvæmni og ýmsum hugtökum er þar ruglað saman. Þær forsendur sem liggja til grundvallar skýrslunni eru því að miklu leyti rangar. Miðað við leiðréttar forsendur verður niðurstaðan sú að kaupin á Stjörnubíósreit séu 68-73 milljónum króna yfir raunverulegum viðmiðunum.
Í meðfylgjandi töflu eru forsendur innri endurskoðunar notaðar til þess að meta verðmæti byggingarréttarins. Þar er leiðrétt:
1) Markaðsverð í júlí 2002 er um 12,5#PR lægra en meðaltal 2003.
2) Leiðrétt er röng notkun á fermetraverðum, þ.e. birt flatarmál í stað heildarflatarmáls. Leiðrétting nemur um 17 #PR.
3) Heildarfermetrar í byggingu voru 4064 m2 við kaupin en ekki 4299 m2
4) Miðað við kaup á markaði er réttur til að hafa bílakjallara undir húsi ekki metinn til fjár. Reynslan hefur sýnt að bílastæði í bílgeymslu seljast nokkurn veginn á kostnaðarverði.
5) Byggingarréttur er metinn 16 #PR af markaðsverði íbúða.
Í meðfylgjandi greinargerð er farið nákvæmlega yfir forsendur skýrslunnar og alvarlegar athugasemdir gerðar við þær.
Vinnubrögð Innri endurskoðunar eru óvönduð og sýna ekki þekkingu á viðfangsefninu. Það er alvarlegt fyrir borgarfulltrúa og borgarbúa almennt ef ekki er unnt að treysta á hlutlausa og nákvæma niðurstöðu Innri endurskoðunar.
Þess er krafist að skýrslan verði dregin til baka og leiðrétt, og lögð fyrir borgarráð að nýju á næsta fundi borgarráðs.

Greinargerð fylgir. R01020137

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Þær grófu og fordæmalausu fullyrðingar og aðdróttanir sem fram koma í bókun D-listans eru lagðar fram án þess að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi aflað sér nokkurra skýringa við skýrslu Innri endurskoðunnar hvorki í borgarráði né á sérstökum fundi m/innri endurskoðanda sem þeir þó höfðu boðað. Ljóst er að fara þarf efnislega yfir athugasemdir við skýrsluna, en fljótfærnislegar og gáleysislegar fullyrðingar D-listans eru afar ósanngjarnar gagnvart Innri endurskoðun sem hefur ekki haft tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér gagnvart ásökunum Sjálfstæðisflokksins.

Fundi slitið kl. 13.15.

Stefán Jón Hafstein

Alfreð Þorsteinsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Dagur B. Eggertsson Kjartan Magnússon