Borgarráð - Fundur nr. 4899

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 18. ágúst, var haldinn 4899. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 17. ágúst. R05010010
3. lið afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 16. þ.m., sbr. 11. liður fundargerðar skipulagsráðs, vísað til frekari meðferðar byggingarfulltrúa. B-hluti fundargerðar skipulagsráðs að öðru leyti samþykktur.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 15. ágúst. R05010043

3. Lögð fram fundargerð umhverfisráðs frá 15. ágúst. R05010007

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R05080007

5. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 17. þ.m. R05010003
Samþykkt að veita styrki sem hér segir:
Nesútgáfan, styrkur að fjárhæð 2 mkr. til útgáfu bókar um Jóhannes Kjarval.
Listasafn Reykjavíkur, styrkur að fjárhæð 150 þkr. vegna ráðstefnu Ladies Circle hreyfingarinnar á Kjarvalsstöðum.
Fornbílaklúbbur Íslands, styrkur að fjárhæð kr. 1.821.580,-, til greiðslu á viðbótargatnagerðargjöldum o.fl. vegna byggingar í Elliðaárdal.
Umsókn Skákfélagsins Hróksins vegna skákhátíðar í Tasiilaq á Grænlandi er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

6. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 15. þ.m. um tillögu að fjallskilum á Kjalarnesi árið 2005. R02090042
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi ósk starfsmanns byggingarfulltrúa um leyfi til hönnunarstarfa vegna Skólavörðustígs 28. R05080051
Samþykkt.

- Kl. 11.15 tóku Dagur B. Eggertsson og Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulagssviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis í Grafarvogi. R05080061
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 10. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 8 við Arnargötu. R02120058
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að Og fjarskiptum hf. verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 13B við Gvendargeisla fyrir fjarskiptabúnað, með nánar tilgreindum skilmálum. R05080065
Samþykkt.

11. Lögð fram úttekt innri endurskoðunar varðandi Stjörnubíósreit, dags. í júní 2005. R01020137

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á kaupunum leiðir í ljós að kaupverðið á eigninni var eðlilegt, enda leiddi útboð til þess að Reykjavíkurborg endurseldi byggingarréttinn á lóðinni með hagnaði jafnframt því að fjölga bílastæðum á austari hluta Laugavegar. Ábendingar Innri endurskoðunar varðandi utanumhald gagna hjá Skipulagssjóði ber stjórnsýslunni að taka alvarlega en skv. starfsáætlun Innri endurskoðunar er væntanleg sérstök úttekt á málefnum sjóðsins.
Við umræður um málið í borgarstjórn á sínum tíma dylgjuðu sjálfstæðismenn mikið um kaup borgarinnar á Stjörnubíósreitnum Undir forystu núverandi dómsmálaráðherra var málið í heild sinni dregið niður á afar lágt plan. Þessi úttekt staðfestir að kaupverðið á eigninni var eðlilegt og sýnir svo ekki verður um villst að sjálfstæðismenn í borgarstjórn fóru offari í málinu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fyrst að sjá skýrslu Innri endurskoðunar um Stjörnubíósreitinn nú á þessum fundi, en áskilja sér rétt til að bóka síðar vegna þessa máls og meðferðar þess enda margt þar sem krefst frekari athugunar og skýringa.

12. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Innri endurskoðunar um stefnumiðað árangursmat hjá Reykjavíkurborg, dags. 17. þ.m. R05040098

13. Lagður fram samningur um sölu á Vélamiðstöðinni ehf. til Íslenska Gámafélagsins ehf., dags. 5. þ.m., ásamt fylgiskjölum. R04090035
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

14. Alfreð Þorsteinsson leggur fram svohljóðandi tillögu:

Með yfirlýsingu Reykjavíkurlistans um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum hafa allar forsendur breyst um hækkun leikskólagjalda hjá þeim fjölskyldum, þar sem annað foreldrið er í námi. Því samþykkir borgarráð, að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskránni, sem koma eiga til framkvæmda 1. september n.k.

Greinargerð fylgir tillögunni. R02110159
Frestað.

15. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og forstöðumanns verkefnisstjórnar um Menningarnótt í miðborginni 2005, dags. í dag, ásamt dagskrá hátíðarinnar. R05010167

16. Lagt fram bréf stjórnar Borgarfræðaseturs frá 10. þ.m. varðandi starfslok þess, ásamt bréfi borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að samþykkt verði tillaga stjórnarinnar um að reikningum Borgarfræðaseturs verði lokað með greiðslu 2,9 mkr. frá hvorum stofnaðila. R04060056
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf borgarstjórnarflokks Frjálslyndra og óháðra, dags. 17. þ.m., þar sem tilkynnt er að Kolbeinn Már Guðmundsson muni taka sæti Agnars Freys Helgasonar sem varaáheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í íþrótta- og tómstundaráði. Þá muni Gunnar Hólm Hjálmarsson taka sæti Arnfríðar Sigurdórsdóttur sem varaáheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráði. R05080100

Fundi slitið kl. 12:00

Stefán Jón Hafstein

Alfreð Þorsteinsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson