Borgarráð - Fundur nr. 4898

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 11. ágúst, var haldinn 4898. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 21. júlí. R05010032

2. Lögð fram fundargerð framkvæmdaráðs frá 8. ágúst. R05010008

3. Lagður fram leiðréttur a-hluti fundargerðar skipulagsráðs frá 20. júlí sl. R05010010

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 10. ágúst. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5. ágúst. R05010045

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R05080007

7. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 6 mál. R05050108

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 20. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna lóðar Egilshallar við Fossaleyni 1. R05070081
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

- Kl. 11.15 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Sorpu við Jafnasel 8. R05070080
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 54 við Seljabraut. R05070082
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 17 við Urriðakvísl. R05070083
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 25. f.m., þar sem lagt er til að Styrktarfélagi vangefinna verði úthlutað byggingarrétti á lóðinni nr. 122 við Langagerði til þess að byggja þar sambýli fyrir fatlaða, með nánar tilgreindum skilmálum. R04090084
Samþykkt.

13. Gerð er leiðrétting á 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. júní sl.; liðurinn hljóði svo:
Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 27. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., um að heimiluð verði almenn umferð í hægri beygju af Laugavegi norður Snorrabraut.
Samþykkt. R05060155

14. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er upplýsinga um stöðuna í starfi nefndar, sem ætlað er það verkefni að vinna að því #GLað leggja grundvöll að sameiginlegri niðurstöðu um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri#GL, en samgönguráðherra skipaði nefndina í framhaldi 6. tl. minnisblaðs, sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu 11. febrúar s.l. Hvenær er gert ráð fyrir því að nefndin skili af sér?
Í 2. tl. fyrrgreinds minnisblaðs segir: #GLJafnframt er það sameiginlegur skilningur aðila að núverandi reit á deiliskipulagi, sem hefur verið merktur flugstöð, verði ráðstafað til annarra þarfa eftir nánara samkomulagi aðla#GL. Liggur slíkt samkomulag fyrir? R05080046

15. Samþykkt að kjósa Jórunni Frímannsdóttur fulltrúa í velferðarráð í stað Margrétar Einarsdóttur, sem beðist hefur lausnar. Óttar Guðlaugsson jafnframt kosinn varamaður í velferðarráð í stað Jórunnar. R04120134

- Kl. 11.45 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Kjartan Magnússon tók þar sæti.

16. Kynnt staða innleiðingar nýs leiðakerfis Strætó bs. R02030079

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans telja að með nýju leiðakerfi Strætó bs., hinu fyrsta sem skipulagt er fyrir höfuðborgarsvæðið í heild, verði almenningssamgöngur raunverulegur valkostur fyrir mun fleiri en áður. Í áframhaldandi uppbyggingu borgarsamfélags í Reykjavík er efling almenningssamgangna nauðsynlegur þáttur. Með hverjum nýjum farþega strætisvagnanna njóta sín betur kostir þéttbýlis hvort tveggja hvað varðar umgengni við umhverfið en ekki síður í efnahagslegu tilliti. Þá eru strætósamgöngur öruggasti ferðamátinn í umferðinni. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans fagna sérstaklega tilboði Strætó bs. skólakortinu sem án efa margir eiga eftir að nýta sér. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans taka undir með stjórn Strætó bs. að lögð verði áhersla á að markvisst verði unnið úr öllum athugasemdum við hið nýja leiðakerfi hið fyrsta til hagsbóta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans beina því sérstaklega til stjórnar Strætó bs. að leita leiða til að lengja þjónustutíma til miðnættis þannig að komið verði á móts við þarfir vaktavinnufólks. Jafnframt verði gagnlegar ábendingar og reynsla á fyrstu vikum leiðakerfisins nýtt til að sníða af vankanta í tímatöflum og á leiðakerfinu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð skorar á stjórnarformann Strætó bs. og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn fyrirtækisins að hann beiti sér fyrir því að nú þegar fari fram ýtarleg úttekt á nýju leiðakerfi þess. Markmið úttektarinnar er að leiða í ljós hvort nýja kerfið sé á vetur setjandi í ljósi þeirrar þjónustuskerðingar, sem fjölmargir strætisvagnafarþegar hafa orðið fyrir með gildistöku þess. Þótt nýja kerfið feli í sér ákveðna kosti, er engu að síður ljóst að meta þarf hvort rétt sé að fella nýja leiðakerfið úr gildi og hefja að nýju akstur samkvæmt gamla kerfinu en leitast við að gera umbætur á því kerfi með markvissum vinnubrögðum og raunverulegu samráði við farþega.
Markmið þessarar tillögu er að halda í viðskiptavini Strætó bs. og lágmarka þann skaða, sem almenningssamgöngur í Reykjavík hafa orðið fyrir. Verði það mat stjórnar Strætó bs. að áfram skuli aka eftir nýju leiðakerfi, er það lágmarkskrafa að fjölmargir agnúar skv. meðfylgjandi bókun verði sniðnir af kerfinu áður en vetur gengur í garð.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Fjölmargir strætisvagnafarþegar hafa lýst yfir mikilli óánægju með nýtt leiðakerfi Strætó bs. og kvartað yfir þjónustuskerðingu sem þeir verða fyrir. Fjölmargir farþegar þurfa að skipta oftar en áður til að komast á áfangastað. Fjölmenn íbúahverfi verða fyrir mikilli þjónustuskerðingu með gildistöku nýs leiðakerfis. Nefna má Vesturbæinn, Hamrahverfi, Árbæjarhverfi, Grafarholti og Efra Breiðholt. Í þessum hverfum hafa strætisvagnafarþegar hingað til verið fjölmennir en nú er hætta á að þeir leiti annað. Meðal þeirra, sem harðlega hafa mótmælt nýju leiðakerfi, eru Félag eldri borgara og verkefnisstjórar hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Bent er á að með gisnara kerfi og fækkun biðstöðva, þurfi farþegar almennt að ganga lengra til að komast í vagna. Þá hafa starfsmenn fjölmennra vinnustaða eins og Hrafnistu, Hjúkrunarheimilisins Eirar, Landakotsspítala og LSH Fossvogi lýst yfir megnri óánægju með nýja kerfið. Þá verða stórir framhaldsskólar einnig fyrir þjónustuskerðingu, t.d. Menntaskólinn í Hamrahlíð og Fjölbrautarskólinn í Breiðholti. Ljóst er að stjórn Strætó bs. fékk ábendingar um mörg þau atriði, sem mesta óánægju hafa vakið löngu áður en nýtt leiðakerfi tók gildi. Í þessu sambandi skal m.a. vísað til bókunar sjálfstæðismanna í Samgöngunefnd Reykjavíkur 24. ágúst 2004 en þar var bent á nokkra alvarlega vankanta við kerfið. Lítið sem ekkert tillit var þó tekið til þessara ábendinga.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

F-listinn í borgarstjórn telur að við upptöku nýs leiðakerfis Strætó bs. hefði átt að nýta tækifærið og fella niður fargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja í samræmi við tillögur F-listans. Með því móti næðist best fram markmiðið um aukna nýtingu almenningssamgangna.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins opinberar enn á ný stefnuleysi flokksins í hagsmunamálum borgarbúa. Árið 2003 vildi Sjálfstæðisflokkurinn skera niður framlög til Strætó bs. um 100 milljónir króna á ári, sem ljóst er að bitnað hefði harkalega á þjónustu fyrirtækisins. Í hefðbundinni hentistefnu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú tekið enn nýjan pól í hæðina. Með rangfærslum um nýtt leiðakerfi, að því er virðist til að koma höggi á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík, hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú tekið sér fyrir hendur að grafa undan almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Allur málflutningur Sjálfstæðiflokksins varðandi almenningssamgöngur ber vott um tvískinnung gagnvart borgarbúum, skeytingarleysi í umhverfismálum og ábyrgðarleysi í málflutningi.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista leggja fram svohljóðandi tillögu um frávísun á tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans er hvatt til þess að stjórn Strætó bs. fari yfir ábendingar og nýti reynslu fyrstu vikna til þess að sníða af vankanta og bæta þjónustuna ennfremur. Jafnframt hefur forstjóri Strætó bs. lýst yfir áhuga á að gerð verði óháð úttekt á hinu nýja leiðakerfi. Tillagan er því óþörf og henni vísað frá.

Frávísunartillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Með því að setja á nýtt leiðakerfi, án raunverulegs samráðs við borgarbúa og helstu notendur strætisvagnanna, hefur R-listinn sjálfur veikt stöðu almenningssamgangna í borginni. Ónóg kynning á þeim breytingum sem nýja kerfið felur í sér, auk skorts á því að taka mið af framkomnum athugasemdum, hefur valdið því að nýja leiðakerfið mætir strax í upphafi mikilli gagnrýni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á það hvernig koma hefði mátt í veg fyrir þessa annmarka og hvernig leita hefði mátt leiða til að ná sem bestum árangri með nýtt leiðakerfi.
Dylgjum um stefnuleysi og ábyrgðarleysi er því algjörlega vísað á bug, en ítrekað að hið nýja leiðakerfi er því miður ekki að mæta þörfum neytenda. R-listanum ætti að vera meira umhugað um þær þarfir, en það að standa vörð um hið nýja kerfi sem greinilega verður að taka verulegum breytingum eigi það að gagnast til að efla almenningssamgöngur í borginni.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:

Fulltrúar Reykjavíkurlistans í borgarráði standa ekki vörð um óbreytt leiðakerfi Strætó bs. sem þeir vilja að taki mið af athugasemdum og reynslu fyrstu vikna, heldur huga þeir sérstaklega að þörfum borgarbúa og þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur.

17. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 4. þ.m. varðandi forgang almenningsvagna um Lækjargötu. R05060158

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að forgangi almenningsvagna í Lækjargötu verði hagað með þeim hætti að hægri akrein til suðurs í Lækjargötu, frá Hafnarstræti að Austurstræti, verði sérakrein fyrir almenningsvagna, og forgangur almenningsvagna á umferðarljósum við Bankastræti verði jafnframt tryggður. Þá verði hægri akrein til norðurs í Lækjargötu, milli Bókhlöðustígs og Hverfisgötu, sérakrein fyrir almenningsvagna.

Tillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., varðandi sérakrein fyrir almenningsvagna á Miklubraut, frá akrein að bensínstöð austan Kringlumýrarbrautar að stað um 150 m vestan Stakkahlíðar. R05080018
Samþykkt.

19. Lagt fram yfirlit viðskipta við þjónustu- og rekstrarsvið í júní 2005, dags. 22. f.m. R03030048

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d., varðandi gjaldtöku af bílastæðum við Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu milli Ægisgötu og Garðastrætis. Svæðið verði skilgreint sem gjaldsvæði II. R05080017
Samþykkt.

21. Lögð fram umsögn framkvæmdasviðs til Skipulagsstofnunar frá 5. þ.m. um breytingu á urðunarsvæðinu í Álfsnesi, Reykjavík, sbr. erindi Skipulagsstofnunar frá 25. júlí sl. R02100188

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista:

Borgarráð samþykkir að skipa starfshóp til að fara yfir umgengnis- og sorphirðumál á almannafæri í borginni. Skal hópurinn skila borgarráði samantekt og tillögum fyrir ágústlok. Hópinn skipi sviðsstjórar umhverfissviðs, framkvæmdasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R03120054
Samþykkt.

23. Lagt fram svar borgarstjóra frá 9. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi launamál embættismanna, sbr. 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 7. júlí s.l. R04010096

Fundi slitið kl. 13:10

Stefán Jón Hafstein
Árni Þór Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon