Borgarráð - Fundur nr. 4897

Borgarráð

Ár 2005, fimmtudaginn 21. júlí, var haldinn 4897. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstaddir voru: Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 6. júlí.

2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 20. júlí.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15. júlí.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.

5. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. 18. þ.m., alls 12 mál.

6. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra framkvæmdasviðs frá 27. f.m. um kostnað vegna samstarfssamings við Ármann og Þrótt um byggingu íþróttahúss í Laugardal og aukafjárveitingu kr. 240 millj. árið 2005. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra fjármálasviðs, dags. 12. þ.m. um kostnað vegna samstarfssamningsins.
Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að Íslenskum aðalverktökum hf. verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 8-18 við Sóltún með nánar tilgreindum skilmálum.
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að Frumafli hf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir hjúkrunartengda þjónustu og tengibyggingu á lóð nr. 4 við Sóltún, með nánar tilgreindum skilmálum.
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að Nolt ehf., Víðihlíð 34 verði lóðarhafi lóðanna nr. 19 og 23 við Móvað, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Skuggahverfis, reit 1.152.3.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

- Kl. 11.20 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu tillögu að deiliskipulagi reits 1.130.1, Héðinsreitur.
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

- Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.

12. Lagt fram samkomulag ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar frá 19. þ.m. um C-lið samkomulags sömu aðila um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna samreksturs frá 5. apríl 2004
Samþykkt.

13. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugaveg, sem og tilkynningu þar um til hagsmunaaðila. Jafnframt lagt fram bréf yfirverkfræðings framkvæmdasviðs frá 5. þ.m. varðandi framkvæmdir við hringtorg á gatnamótum Sundlaugavegar og Dalbrautar.
Samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Umferðarvandi á þessu svæði er mikill og hefur aukist verulega. Aukið byggingarmagn við gatnamót Dalbrautar og Sundlaugavegar mun auka enn frekar á umferðarvandann og slysahættu í hverfinu.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Deiliskipulagsbreyting við Sundlaugaveg er nauðsynleg til að koma til móts við ítrekaðar óskir íbúa um hringtorg á móts við farfuglaheimilið. Jafnframt hefur við meðferð málsins verið lögð fram ítarleg framkvæmdaáætlun um úrbætur í umferðarmálum til að koma til móts við réttmætar óskir íbúa.
Andstaða við stækkun farfuglaheimilis með vísan til umferðarmála er jafnframt óskiljanleg og án rökstuðnings enda fylgja bakpokaferðalöngum og ungu fólki í leit að viðráðanlegri gistingu minni umferðarsköpun en flestri annarri starfsemi auk þess sem farfuglaheimili eru mikilvægur þáttur í þjónustu í ferðamannaborginni Reykjavík.

14. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 13. s.m., varðandi tillögu um forgang strætisvagna í Lækjargötu.
Frestað.

15. Lagt fram bréf lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 8. þ.m., þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við húseiganda að Vatnsstíg 11, um kostnað við endurbætur vegan brunaskemmda.
Samþykkt.

16. Borgarráð samþykkir að gengið verði til samninga við hæstbjóðanda um kaup á öllum hlutum Borgarsjóðs í Vélamiðstöð ehf., alls 67,97#PR hlutafjár, í samræmi við fyrirliggjandi tilboð, sölugögn og söluskilmála, með fyrirvara um endanlega staðfestingu borgarráðs.
Samþykkt.

17. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag.
Borgarráð samþykkir eftirfarandi styrkveitingar:
Hjartaheill – hjólað hringinn kr. 200.000
Karlahópur femínistafélagsins kr. 50.000
Samstarfshópur friðarhreyfinga kr. 50.000

18. Lögð fram tillaga borgarstjóra frá 19. þ.m. um fjárveitingu kr. 850.000 vegna þátttöku Kaupmannahafnar sem gestasveitarfélags á Menningarnótt 2005. Fjárveitingin fari af liðnum ófyrirséð.
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 23. f.m. um undirbúning og framkvæmd 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar árið 2006, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 22. s.m. Jafnframt lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 2. f.m. varðandi málið.
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 12. þ.m., þar sem greint er frá því að á ársfundi ECAD sem haldinn var í Osló í maí sl. var ákveðið að hleypa af stokkunum fimm ára samstarfsverkefni evrópskra borga, Youth in Europe; A Drug Prevention Programme, þar sem byggt verður á aðferðum og reynslu Íslendinga á árunum 1997-2002. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður verndari verkefnisins og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur verið valinn formaður stýrihóps sem leiðir samstarfið.

21. Lagður fram úrskurður félagsmálaráðuneytisins frá 15. þ.m. varðandi stjórnsýslukæru forráðamanna Tónskóla Hörpunnar á hendur Reykjavíkurborg vegna reglna sem borgin setti um gerð þjónustusamninga við tónlistarskóla 18. febrúar 2003.

22. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi breytingar á mannahaldi vegna stofnunar þjónustumiðstöðva, sbr. 26. liður fundargerðar borgarráðs 16. f.m.

23. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um starfsmannamál á gæsluvöllum, sbr. 22. liður fundargerðar borgarráðs 7. þ.m.

24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Á undanförnum árum hafa forráðamenn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík lýst yfir áhuga á að kaupa húsið Fríkirkjuveg 3, sem áður hýsti starfsemi Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, þegar og ef til þess komi að húsið yrði sett í sölumeðferð. Var bent á að Fríkirkjuvegar 3 sé við hlið kirkjunnar og henti starfi safnaðarins því mun betur en núverandi safnaðarhemili við Laufásveg.
Þess eru ótal dæmi frá liðnum árum að borgaryfirvöld hafi veitt félagasamtökum og söfnuðum margvíslega fyrirgreiðslu vegna húsnæðismála.
Í ljósi málaumleitana Fríkirkjusafnaðarins er því algerlega eðlilegt að borgaryfirvöld kanni vilja safnaðarins til kaupa á Fríkirkjuvegi 3 áður en húsið verður sett í almenna sölumeðferð og leitist þannig við að hlúa að og efla starfsemi safnaðar, sem stundað hefur starf sitt í Miðbænum í meira en hundrað ár.
Á síðasta borgarráðsfundi felldu fulltrúar R-listans hins vegar tillögu sjálfstæðismanna um að vilji Fríkirkjusafnaðarins til kaupa á umræddu húsi yrði kannaður. Óskað er eftir skriflegum rökstuðningi borgarstjóra fyrir afstöðu R-listans í þessu máli.

Fundi slitið kl. 12.35

Björk Vilhelmsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Kjartan Magnússon