Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 7. júlí, var haldinn 4896. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 27. júní. R05010027
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 6. júlí. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 29. júní. R05010004
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R05060176
5. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. 4. þ.m., alls 13 mál. R05050108
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð. R04110160
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.180.0, reit Menntaskólans í Reykjavík. R05070003
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttum skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis. R05070002
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits. R05060032
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
10. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 23. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugaveg, sem og tilkynningu þar um til hagsmunaaðila. Jafnframt lagt fram bréf yfirverkfræðings framkvæmdsviðs frá 5. þ.m. varðandi framkvæmdir við hringtorg á gatnamótum Sundlaugarvegar og Dalbrautar. R05060139
Frestað.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Laugardals vegna viðbyggingar við félagsheimili Þróttar. R05070035
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.230, Bílanaustsreits. R04110124
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Við erum sammála tillögu um landnotkunarbreytingu en getum ekki fallist á að gert sé ráð fyrir að byggðar verði allt að 250 íbúðir á reitnum, sem þýðir nýtingarhlutfall um 2.15.
13. Lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 9. f.m. um framkomna kröfu um endurupptöku byggingarleyfis vegna geymsluskúrs á lóð hússins nr. 21b við Ingólfsstræti, ásamt fylgiskjölum, þar sem lagt er til að málið verði tekið til meðferðar að nýju. Jafnframt lagðar fram athugasemdir byggingarleyfishafa, mótteknar 4. þ.m., ásamt bréfi lögfræðings borgarstjórnar, dags. s.d. R05030124
Samþykkt að taka málið upp og vísa því til byggingarfulltrúa til meðferðar að nýju.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að þinglýstum eigendum Álagranda 2 og 4 og Grandavegar 37b verði úthlutað bílastæða- og bílskúrslóð ásamt byggingarrétti á henni, með nánar tilgreindum skilmálum. R05070021
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 30. f.m. varðandi gerð lóðarleigusamnings um lóð nr. 12 við Blesugróf. R05070001
Samþykkt.
16. Lögð fram umsögn forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 29. f.m. varðandi erindi Friðriks Þ. Guðmundssonar frá 1. s.m. um uppsetningu og staðsetningu minnismerkis við Skerjafjörð til minningar um þá sem létust í flugslysi 7. ágúst 2000. Í umsögninni er lagt til að borgarráð samþykki staðsetningu verksins fyrir sitt leyti, sbr. einnig samþykktir hverfisráðs Vesturbæjar 21. f.m., menningar- og ferðamálaráðs 22. s.m. og skipulagsráðs 29. s.m. R03110135
Samþykkt.
17. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag. R05010003
Samþykkt að veita skáksveit Menntaskólans við Hamrahlíð styrk að fjárhæð 150 þkr. til þátttöku í Norðurlandaskákmóti framhaldsskóla.
18. Lögð fram að nýju drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar annars vegar og Rannsóknarstöðvar þjóðmála við Félagsvísindastofnun hins vegar, ódags., um verkefni sem lúta að borgarfræðilegum forsendum landnýtingar í Vatnsmýri, ásamt bréfi borgarstjóra frá 29. f.m. R03030023
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
19. Lögð fram að nýju drög að samningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu, þróun og rekstur opins grunnnets fjarskipta í Reykjavík, dags. 30. f.m., ásamt svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. s.d.:
Borgarráð samþykkir hjálagðan samning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu, þróun og rekstur opins grunnnets fjarskipta í Reykjavík.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04100377
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
20. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra um að sett verði á stofn Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar í byrjun árs 2006 og um flutning stöðugilda vegna hennar, dags. 27. f.m., ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram að nýju skýrsla innri endurskoðunardeildar um upplýsingatæknimál, dags. í febrúar 2004. R05040030
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fresta stofnun sérstakrar Upplýsingatæknimiðstöðvar á vegum Reykjavíkurborgar, sem fyrirhugað er að stofna frá og með janúar 2006.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Í tillögu og greinargerð borgarstjóra vegna þessa máls, sem lögð var fram á fundi borgarráðs 30. júní sl. kemur ekkert fram um hver kostnaður við þessa nýju stofnun muni verða. Ekki kemur fram í greinargerð hver séu rökin fyrir því að menntasvið, sem er með stærstu tölvudeild borgarinnar, verði utan við fyrirhugaða Upplýsingatæknimiðstöð. Einnig kemur ekkert fram um hver kostnaður verður vegna húsnæðis- og tækjamála, hve mikið fjármagn muni flytjast frá sviðum og stofnunum borgarinnar til stöðvarinnar og hver árlegur rekstrarkostnaður verður m.v. þann kostnað sem til staðar er í dag vegna þessara verkefna. Auk þess koma engar upplýsingar fram um það hve hugsanlega mikið af þessari starfsemi væri hægt að bjóða út og fela einstaklingum eða fyrirtækjum utan borgarkerfisins. Þar til þessar upplýsingar liggja fyrir er lagt til að frestað verði ákvörðun um stofnun sérstakrar Upplýsingatæknimiðstöðvar á vegum Reykjavíkurborgar og núverandi staða þessara mála hjá stofnunum borgarinnar verði óbreytt þar til annað verði ákveðið. Ekki liggur fyrir í borgarráði að kvartað hafi verið yfir því að þessi mál séu í einhverri þeirri stöðu að það kalli á stofnun sérstakrar stofnunar á vegum borgarinnar, að öllum líkindum með auknum útgjöldum borgarsjóðs.
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað:
Í skýrslu innri endurskoðunar frá febrúar 2004 var gerð grein fyrir ýmsum atriðum sem lúta að kostnaði við að dreifa umsjón upplýsingatæknimála hjá Reykjavíkurborg og bent á ýmsa þætti sem augljóst er að sameining á upplýsingatæknimálum á einn stað gætu leitt til sparnaðar. Sameining upplýsingatæknimála undir einn hatt auðveldar allt utanumhald og samræmingu og er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bjóða út og/eða kaupa að vinnu ytri aðila. Mikilvægt er að verkefnisstjórnun sé styrk frá hendi kaupanda og í slíkum tilvikum skiptir sterk fagleg staða upplýsingatæknimiðstöðvar sköpum.
21. Lögð fram að nýju drög að nýrri samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur, dags. 22. f.m., ásamt bréfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 23. s.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 22. s.m. Jafnframt lagt fram að nýju bréf stjórnar Íslandsdeildar ICOM, dags. 28. s.m. Þá er lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. R04100057
Ný samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Reykjavíkurlista óska bókað að þeir vísi til bókanna fulltrúa sinna í menningar- og ferðamálaráði.
22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú liggur fyrir að tekin hefur verið ákvörðun um að loka gæsluvöllum borgarinnar frá og með 1. sept. 2005 og störf á gæsluvöllum lögð niður. 22 starfsmönnum gæsluvallanna hefur verið tilkynnt að starfslok starfsmanna verði frá 1. sept. n.k. og þeim verði flestum greidd laun í 3 mánuði frá þeim tíma.
Spurt er:
1. Hafa verið gerðir starfslokasamningar við núverandi starfsfólk gæsluvallanna í samræmi við samþykktar tillögur menntaráðs?
2. Hafa verið skoðaðir möguleikar á öðrum störfum hjá Reykjavíkurborg fyrir viðkomandi starfsfólk?
3. Hver er starfsaldur viðkomandi starfsfólks hjá Reykjavíkurborg?
4. Liggur fyrir á hvern hátt ÍTR muni sinna því hlutverki sem gæsluvellir hafa gegnt og ef svo er þá á hvern hátt?
5. Hvaða gæsluvellir verða áfram með sumaropnun, hvaða tímabil og hve lengi daglega?
6. Hvernig hefur verið staðið að uppsögnum á gæsluvöllum fram til þessa. Óskað er eftir sundurgreindum svörum eftir tímabilum.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni. R03030171
23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Er það rétt að ákveðið hafi verið að laun æðstu embættismanna borgarinnar, m.a. sviðsstjóra, skuli taka mið af launum ráðuneytisstjóra hjá ríkinu?
Ef svo er, er spurt um hver hafi tekið slíka ákvörðun og hvenær?
Kom fram ósk frá embættismönnum um breytingar á launakjörum samhliða stjórnkerfisbreytingunum?
Ef laun æðstu embættismanna hafa hækkað í framhaldi af stjórnkerfisbreytingunum er óskað eftir upplýsingum um hve laun æðstu embættismanna hjá borginni hafa hækkað mikið á mánuði eftir að stjórnkerfisbreytingarnar tóku gildi 1. febrúar s.l. R04010096
24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að tekin verði afstaða til tillögu sjálfstæðismanna um úttekt á næringargildi matar í skólum og leikskólum borgarinnar í menntaráði. Tillagan var flutt þann 17. febrúar og fyrir löngu komin tími á að taka afstöðu til hennar.
Allir þekkja þann heilbrigðisvanda sem ógnar börnum og ungmennum hér á landi sem og annars staðar vegna hreyfingarleysis og óholls mataræðis. Mikilvægt er að sá matur sem börnum er boðið upp á í skólum borgarinnar sé hollur og næringarríkur og þess vegna var þessi tillaga flutt. R05070042
Vísað til menntaráðs.
Fundi slitið kl. 12:45.
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson