Borgarráð - Fundur nr. 4895

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 30. júní, var haldinn 4895. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Stefán Jón Hafstein, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framkvæmdaráðs frá 27. júní. R05010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 15. júní. R05010021

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 15. júní. R05010025

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 16. júní. R05010028

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 21.júní. R05010029

6. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 22. og 29. júní. R05010035

7. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 22. júní. R05010006

8. Lagðar fram fundargerðir menntaráðs frá 23. og 24. júní. R05010005

9. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 22. og 29. júní. R05010010
B-hluti fundargerðanna samþykktur með samhljóða atkvæðum.

10. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 15. júní. R05010004

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R05050168

12. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir afgreiðslur áfengisveitingaleyfa, dags. 27. þ.m. R05050108

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hrísateigi 6. R01100049
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi Fellagarða við Drafnarfell, Eddufell og Völvufell. R04010130
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 22. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Sundlaugarvegi 34 ásamt tilkynningu til hagsmunaaðila. R05060139
Frestað.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs frá 23. þ.m., sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 22. s.m., um breytta samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram bréf formanns stjórnar Íslandsdeildar ICOM, dags. 28. þ.m., varðandi málið. R04100057
Erindi ICOM vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar. Að umsögn fenginni er formanni menningar- og ferðamálaráðs falið að ræða við bréfritara.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs frá 27. þ.m. ásamt samningi um verkefni þjónustumiðstöðva á sviði menntamála. R05030157

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs frá 27. þ.m. ásamt samningi um verkefni þjónustumiðstöðva á sviði velferðarmála. R05030157

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs frá 27. þ.m. ásamt samningi um verkefni þjónustumiðstöðva á sviði íþrótta- og tómstundamála. R05030157

20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 27. þ.m. um stofnun sérstakrar Upplýsingatæknimiðstöðvar ásamt skýrslu stýrihóps sem vann að undirbúningi málsins.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Til Upplýsingatæknimiðstöðvarinnar verði flutt stöðugildi frá eftirtöldum stofnunum, sem hér segir:

Menningar- og ferðamálasvið (Borgarbókasafn) 1 stg.
Skrifstofa borgarstjóra 1 stg.
Tölvudeild Velferðarsviðs 4,8 stg.
Tölvudeild Framkvæmdasviðs 4 stg.
Tölvudeild Íþrótta- og tómstundasviðs 1 stg.
Tölvudeild Ráðhúss 2 stg.
Upplýsingatækniþjónusta 6 stg.

Þjónustu- og rekstrarsvið annist frekari undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar í samstarfi við viðkomandi svið. Tillaga að tilflutningi fjármagns frá sviðum til Upplýsingatæknimiðstöðvarinnar verði unnin í samstarfi við Fjármálasvið Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05040030
Frestað.

21. Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7402/2004 Landsafl hf. gegn Reykjavíkurborg. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. í dag. R04080069

22. Lagður fram úrskurður umhverfisráðuneytis frá 29. þ.m. vegna stjórnsýslukæru Kópsvogsbæjar varðandi fyrirhugaðra framkvæmda Vatnsveitu Kópavogs. R05020005

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 16. þ.m. ásamt ársskýrslu Sorpu bs. fyrir árið 2004. R05060133

24. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 20. þ.m. ásamt ársskýrslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2004. R05060132

25. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra forvarnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins bs. frá 20. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að beita dagsektum að Brautaholti 20, í samræmi við 32. gr. laga um brunavarnir nr 75/2000, þar til uppfylltar hafa verið kröfur um brunavarnir. R05060119
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra forvarnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins bs. frá 20. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að beita dagsektum að Fellsmúla 24, í samræmi við 32. gr. laga um brunavarnir nr 75/2000, þar til uppfylltar hafa verið kröfur um brunavarnir. R05060119
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra forvarnadeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðins bs. frá 20. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að beita dagsektum að Mörkinni 4, í samræmi við 32. gr. laga um brunavarnir nr 75/2000, þar til uppfylltar hafa verið kröfur um brunavarnir. R05060119
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf sviðsstjóra Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 23. þ.m. um áfengisveitingaleyfi fyrir El Racó, Tryggvagötu 8, með nánar tilgreindum skilmálum. R05040054
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 27. þ.m., þar sem lagt er til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, f.h. ríkissjóðs, verði úthlutað 70#PR hlutdeild á móti 30#PR hlut Reykjavíkurborgar í byggingarrétti fyrir hjúkrunarheimili á lóð nr. 64 við Suðurlandsbraut, með nánar tilgreindum skilmálum. R05060150
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 27. þ.m. varðandi undanþágu frá banni við hægri beygju af Laugavegi norður Rauðarárstíg og til hægri af Laugavegi norður Snorrabraut. Undanþágan taki til leigubíla auk strætisvagna. R05060155
Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 27. þ.m. um bann við vinstri beygju af Hverfisgötu til suðurs Ingólfsstræti. R05060156
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

32. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 28. þ.m. varðandi forgang strætisvagna við Lækjargötu. R0506015
- Kl. 12.25 vék Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók þar sæti.
Frestað.

33. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 27. þ.m. varðandi endurskoðaða framkvæmdaáætlun Fráveitu Reykjavíkur árið 2005. R04070012
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísi til bókana fulltrúa Sjálfstæðisflokks í framkvæmdaráði.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óska bókað að þeir vísi með sama hætti til bókana sinna fulltrúa í framkvæmdaráði.

34. Lagt fram bréf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs frá 27. þ.m. varðandi samstarfsamning við Ármann og Þrótt um byggingu íþróttahúss fyrir Ármann á svæði Þróttar í Laugardal. R04020032
Samþykkt að óska eftir umsögn Fjármálasviðs að því er varðar kostnað.

35. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 16. þ.m. um stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum og framtíð Golfklúbbs Reykjavíkur í Korpúlfsstaðahúsinu, sbr. einnig bréf Golfklúbbs Reykjavíkur frá 7. janúar sl.
Borgarráð samþykkir að skipa þriggja manna viðræðunefnd við Golfklúbb Reykjavíkur vegna óska GR um stækkun á golfvellinum við Korpúlfsstaði auk annarra framkvæmda á golfvöllum í Reykjavík. Í viðræðunefndinni verði fulltrúi frá framkvæmdasviði, skipulags-og byggingarsviði og íþrótta-og tómstundasviði.
Viðræðunefndin skili tillögum sínum fyrir 15. september n.k. R05010085

36. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 29. þ.m.
R05010003
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 500.000,- til útgáfu bókarinnar #GLÖll ár eru kvennaár - konan á bak við kvennafrídaginn#GL.

37. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 29. þ.m. varðandi úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2006. R05060167
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

38. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir hjálagðan samning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu, þróun og rekstur opins grunnnets fjarskipta í Reykjavík.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04100377
Frestað.

39. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að teknar verði upp viðræður við Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík um sölu á Fríkirkjuvegi 3. Forráðamenn safnaðarins hafa lýst yfir áhuga á að nýta húsið undir safnaðarheimili og er rétt að kanna vilja safnaðarstjórnar til þess áður en húsið verður sett í almenna sölu.

Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3. R04030152

40. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 29. þ.m. ásamt samkomulagi við Rannsóknarstöð þjóðmála við Háskóla Íslands. Kostnaður við verkefnið er kr. 5.075.000 og skiptist á tvö ár. R03030023
Frestað.

41. Gerð grein fyrir samningi Orkuveitu Reykjavíkur og Alcan um orkusölu til 25. ára í tengslum við stækkun álvers. R03090081

42. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað að hann óski upplýsinga frá borgarstjóra um framkvæmdir á lóð nr. 42 við Lindargötu. R04050164

Fundi slitið kl. 13:10

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kjartan Magnússon
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson