Borgarráð - Fundur nr. 4894

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 23. júní, var haldinn 4894. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Jónína Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 21. þ.m., um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 21. þ.m. R03060120

2. Kosning formanns borgarráðs.
Stefán Jón Hafstein var kosinn formaður borgarráðs með 4 samhljóða atkvæðum. Varaformaður var kosinn með sama hætti Björk Vilhelmsdóttir. R03060120

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 13. júní. R05010022

4. Lögð fram fundargerð menntaráðs frá 21. júní. R05010005

5. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 16. júní. R05010040

6. Lögð fram fundargerð umhverfisráðs frá 20. júní. R05010007

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál R05050168

8. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 20. þ.m. R05010003
Samþykkt að veita ”Áttalífum - áhugahóp um baráttuna gegn fátækt í heiminum” styrk, til tónleikahalds, að fjárhæð kr. 1.000.000,-.

9. Lögð fram umsögn menningar- og ferðamálaráðs frá 8. júní s.l. varðandi erindi Einars Hákonarsonar frá 12. f.m. um að halda málverkasýningu í tjaldi 18.-28. ágúst n.k. R04110064
Borgarráð samþykkir umsögn menningar- og ferðamálaráðs.

10. Lagt fram bréf Hrafns Gunnlaugssonar frá 20. þ.m. um heyskap í Reykjavík. R05060106
Vísað til Framkvæmdasviðs og Umhverfissviðs.

11. Lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um flugvöll á Miðdalsheiði, sbr. 35. liður fundargerðar borgarráðs frá 12. maí s.l. R05050089

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir meðfylgjandi skipurit fyrir einstök svið/skrifstofur sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 19. október sl. um heildarskipurit stjórnkerfis Reykjavíkurborgar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04100035
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

- Kl. 11.30 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir endurúthlutun fjárhagsramma 2005 í samræmi við meðfylgjandi yfirlit Fjármálasviðs, dags. 21. júní 2005.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04070012
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að veita 7 mkr. til rekstraramma Menningar- og ferðamála árið 2005 til úrlausnar í geymslumálum Minjasafns Reykjavíkur og Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Fjárveitingin komi af ófyrirséðum útgjöldum. Til Borgarskjalasafns fari 3.9 mkr. og til Árbæjarsafns 3.1. mkr. R04090055

Samþykkt samhljóða.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs 21. þ.m., þar sem lagt er til að Samtökum aldraðra, Hafnarstræti 20, verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 19-23 við Sléttuveg. R04050005
Samþykkt.

16. Afgreidd 16 útsvarsmál. R05010128

Fundi slitið kl. 12:00.

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir