No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn 4893. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 3. júní. R05010021
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. júní. R05010026
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. júní. R05010035
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 13. júní. R05010043
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 8. júní. R05010045
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R05050168
7. Lagt fram bréf ritara menningar- og ferðamálaráðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 8. s.m. varðandi nýjar reglur um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. R05050052
Samþykkt.
- Kl. 11.10 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Stefán Jón Hafstein tók þar sæti.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag lóðanna nr. 9-21 við Vagnhöfða og Dverghöfða. R04120150
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við Efstasund og Skipasund. R05060060
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við Ægisíðu. R05060065
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
- Kl. 11.15 tók Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag reits 1.184.1, sem afmarkast af Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Bergstaðastræti. R04050082
Samþykkt.
Dagur B. Eggertsson vék af fundi við meðferð málsins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók sæti í hans stað.
12. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 8. s.m., um að ný gata á Valssvæði við Öskjuhlíð fái heitið Hlíðarendi. R05060067
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að gjöld vegna 6 bílastæða á lóð nr. 14 við Klapparstíg verði felld niður. R05060079
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 8. þ.m., þar sem lagt er til að Guðmundi Kristinssyni ehf. verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 61-81 við Þingvað (11 íbúðir í keðjuhúsi) og fyrir einbýlishús á lóð nr. 31 við sömu götu, með nánar tilgreindum skilmálum. R05020001
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 13. þ.m. þar sem lagt er til að Smáratorgi ehf., Smáragarði ehf., og Mötu ehf., verði sameiginlega seldur allur byggingarréttur á nánar tilgreindri lóð í Stekkjarbrekkum. Lóðin er við ónefnda götu og hefur ekki enn verið skráð. Samkvæmt skipulagi er lóðin um 11,7 ha að stærð og skiptist í tvo hluta, annars vegar fyrir verslanir, veitingahús og þjónustustarfsemi og hins vegar fyrir bensínstöð og aðra þjónustu tengda bifreiðum. R01020033
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
- Kl. 11.25 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að fela verkefnisstjórn um sölu fyrirtækja að auglýsa eftir tilboðum í hlut Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. með það að markmiði að selja fyrirtækið hæstbjóðanda gegn staðgreiðslu. Áskilinn verði réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Við söluna verði kaupandi látinn taka á sig fyrir hönd fyrirtækisins tilteknar auknar skyldur gagnvart starfsmönnum umfram samningsbundin réttindi í samræmi við tillögur þar um í meðfylgjandi minnisblaði, dags. í maí 2005, en Reykjavíkurborg einnig fyrir sitt leyti að því er varðar forgang starfsmanna Vélamiðstöðvarinnar ehf. til starfa hjá Reykjavíkurborg.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04090035
Samþykkt.
- Kl. 11.25 vék borgarstjóri af fundi.
- Kl. 11.30 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 13. þ.m. ásamt skýrslu um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, sbr. samþykkt stjórnar Sorpu bs. s.d. R05060075
Vísað til umsagnar umhverfisráðs.
18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 10. þ.m. þar sem lagt er til að Steinunni Geirsdóttur, Álfholti 30 Hafnarfirði, Ellen Rut Ingimundardóttur, Ráðagerði Mosfellsbæ, og Sif Traustadóttur, Sogavegi 136, verði sameiginlega seldur byggingarréttur fyrir dýraspítala á lóð nr. 91 við Jónsgeisla, með nánar tilgreindum skilmálum. R04020001
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 14. mars s.l. varðandi reglur um kaup og sölu eigna hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. R05060078
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf formanns stjórnar Korpúlfa frá 6. þ.m., þar sem óskað er eftir að fá leigðan hluta húsnæðis Korpuskóla í samráði við Miðgarð. R05040071
Vísað til hverfisráðs Grafarvogs.
21. Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar frá 8. þ.m. varðandi niðurstöðu starfshóps um meðferð framtalsmála og samþykkt fyrir framtalsnefnd.
Borgarráð samþykkir tillögur starfshóps um meðferð framtalsmála og reglur um afgreiðslu umsókna um lækkun álagðs útsvars. Tillögu að samþykkt fyrir framtalsnefnd, með breytingatillögum stjórnkerfisnefndar er vísað til forsætisnefndar ásamt tillögu um breytingu á 62. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Við kynningu og framkvæmd nýrra reglna verði haft samráð við Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara í Reykjavík. R04120169
22. Svohljóðandi tillögu vísað til borgarstjórnar:
Borgarstjórn samþykkir að fella niður borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst n.k. skv. heimild í 3. mgr. 5. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, með síðari breytingum. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella.
Umboð þetta nær til þess tíma er tvær vikur eru til næsta reglulega fundar í borgarstjórn, sbr. 5. mgr. 51. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, eða til 23. ágúst. R04060046
23. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. þ.m., þar sem lagt er til að veitt verði 20 mkr. aukafjárveiting til atvinnumála skólafólks af liðnum ófyriséð. R04020002
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna þessari niðurstöðu sem kemur í framhaldi af fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta fundi borgarráðs.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfissviðs frá 4. apríl s.l., sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d., varðandi tillögu að stofnun Náttúruskóla í Reykjavík. R05040041
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í menntaráði.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista vísa með sama hætti til bókunar fulltrúa Reykjavíkurlistans í menntaráði.
25. Lagt fram bréf Icelandic New Energy Ltd. frá 6. þ.m. um framlengingu aksturs 3ja vetnisvagna í Reykjavík og fjárstuðing frá Reykjavíkurborg að upphæð 30 mkr.
Borgarráð samþykkir að veita Íslenskri nýorku styrk að upphæð 25 mkr. til að framlengja rekstur þriggja vetnisvagna í eitt ár að uppfylltum skilyrðum um heildarfjármögnun verkefnisins. Styrkurinn verði greiddur af framlagi Strætó bs., kostnaðarstaður 10500. R05060100
26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um breytingar á starfsmannahaldi borgarinnar (fækkun eða aukning á starfsmönnum) vegna stofnunar þjónustumiðstöðva.
Óskað er eftir upplýsingum um laun forstöðumanna þjónustumiðstöðva svo og um launakjör forstöðumanna sviða. Í tengslum við launakjör forstöðumanna sviða er óskað eftir upplýsingum um á hvern hátt launakjör þeirra starfsmanna, sem ekki eru nýir starfsmenn borgarinnar, hafa breyst.
Hefur starfsmönnum borgarinnar almennt fækkað eða fjölgað vegna breytinga á stjórnkerfi/stjórnsýslu borgarinnar undanfarin 5 ár. Óskað er eftir upplýsingum um breytingar á hverju einstöku sviði.
Hefur náðst fram hagræðing í rekstri með sameiningu verkefna, sbr. það sem fram kemur í skilagrein starfshóps um nýtt stjórnskipulag Reykjavíkurborgar, dags. 3. febrúar s.l. þar sem segir: Í 3. áfanga verður áhersla lögð á hagkvæmnisathuganir og greiningu á tækifærum til hagræðingar vegna sameiningar sviða og hagræðinga í rekstri með sameiningu verkefna með nýjum aðferðum”. Ef hagræðing hefur náðst, er óskað eftir sundurliðuðum upplýsingum um hvað hagræðingu varðar um hvert einstakt svið. R04100035
Fundi slitið kl. 12:15.
Stefán Jón Hafstein
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Kjartan Magnússon
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson