Borgarráð - Fundur nr. 4892

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 9. júní, var haldinn 4892. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 8. júní. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R05050168

3. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir afgreiðslur áfengisveitingaleyfa, dags. 6. þ.m. R05050108

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag fyrir reit 1.174.1, sem afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Snorrabraut og Laugavegi. R01120220
Samþykkt.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Landsbanki Íslands hf. verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 58-62 við Suðurlandsbraut, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R03110033
Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að Frálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi einbýlishúsalóðar nr. 21 við Þingvað, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Frjálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 33 við Þingvað, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að Kirkjugörðum Reykjavíkur verði úthlutað lóð í Leynimýri, í sunnanverði Öskjuhlíð, fyrir duftreit. R05020073
Samþykkt.

9. Lagt fram yfirlit Þjónustu- og rekstrarsviðs frá 2. þ.m. yfir viðskipti við Þjónustu- og rekstrarsvið Reykjavíkurborgar í maí 2005. R03030048

- Kl. 11.15 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 31. f.m. ásamt samkomulagi milli ríkis og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál sérskóla á grunnskólastigi og framhaldsskóla í Reykjavík og fl.
Samþykkt.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:
Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins 31. maí var greint frá þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda og ríkisvaldsins að selja Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg á almennum markaði. Í fréttinni var því ranglega haldið fram að Guðjón Samúelsson hefði teiknað Heilsuverndarstöðina en hið rétta er að Einar Sveinsson teiknaði þessa gagnmerku og sögufrægu byggingu. Þetta vita allir velunnarar Heilsuverndarstöðvarinnar en undirritaður er einn þeirra, enda fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar um tíma og einn höfunda tillagna um framtíðarnotkun Heilsuverndarstöðvarinnar árið 1990 í samræmi við nafngift hennar og upphaflegan tilgang. Með því að selja Heilsuverndarstöðina á almennum markaði lyki 50 ára óslitinni sögu heilsuverndar- og heilsugæslustarfs í þessari fögru og merku byggingu sem var sérstaklega reist til að sinna heilsuverndarstarfi sem áður var starfrækt af hjúkrunarfélaginu Líkn. Það var Vilmundur Jónsson fyrrverandi landlæknir sem árið 1934 setti fyrstur fram hugmyndir um Heilsuverndarstöðina. Með því að selja Heilsuverndarstöðina á almennum markaði er verið að höggva skarð í heilbrigðissögu Íslands og menningarsögu Reykjavíkur þó að seljendur, Reykjavíkurborg og ríkið, virðist gera sér litla grein fyrir því. Undirritaður boðar flutning tillögu í Borgarstjórn Reykjavíkur gegn því að heilsuverndarstarf verði lagt niður í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Virðingarleysi R-listans fyrir menningarsögu Reykjavíkur virðast lítil takmörk sett hvort sem litið er til afsöðunnar til Austurbæjarbíós, gömlu húsanna við Laugaveg eða Heilsuverndarstöðvarinnar.

Bókun borgarráðs:
Vegna ætlaðrar sölu heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg áréttar borgarráð sögulegt og menningarlegt hlutverk hússins og telur mikilvægt að þess verði gætt í framtíðinni. Húsið hentar ágætlega þeirri þjónustu sem þar er veitt nú og hvetur borgarráð ríkisvaldið til að íhuga vandlega að hafa þar áfram starfsemi sem tengist heilsuvernd borgarbúa. Borgarráð ítrekar hins vegar vilja sinn til að leysa húsnæðismál skóla og sérskóla með því samkomulagi sem nú hefur verið staðfest við ríkisvaldið. R05050193

11. Lögð fram ársskýrsla Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004. R05010191

12. Borgarráð samþykkir að úthluta fé vegna lengdrar viðveru barna í Öskjuhlíðarskóla næsta skólaár. Upphæðin taki mið af sama fyrirkomulagi og á liðnu skólaári þar sem ríki og borg skiptu með sér kostnaði. Borgarráð samþykkir að skora á félagsmálaráðherra að tryggja rekstur frístundaheimilis við skólann með mótframlagi, enda endurskoðun laga sem taka til málefna fatlaðra ekki lokið. Borgarstjóra er falið að fylgja málinu eftir við viðeigandi borgarstofnanir og ráðuneytið. R01080110

13. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks benda á að enn eru um 270 ungmenni á aldrinum 17 ára og eldri á biðlista hjá Vinnumiðlun ungs fólks og spyrja hvort ekki sé ætlunin að koma til móts við þau. Gefa þarf þessu unga fólki skýr svör hvort þau fái sumarvinnu eða ekki. Minnt er á að sumarið er sá tími sem mest hætta er á að ungt fólk leiðist í vímuefnanotkun og hefur sumarstarf ákveðið forvarnargildi í þessu sambandi. R04020002

Fundi slitið kl. 11:35.

Alfreð Þorsteinsson

Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefán Jón Hafstein
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson