Borgarráð - Fundur nr. 4891

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 2. júní, var haldinn 4891. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kjartan Magnússon og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 24. maí. R05010027

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 9. maí. R05010028

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 26. maí. R05010037

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 1. júní. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál R05050168

6. Lagt fram bréf félags Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar frá 14. apríl sl. varðandi niðurfellingu fasteignagjalda að Hólmaslóð 2. Jafnframt lagt fram svar innheimtustjóra fjármálasviðs við erindinu, dags. 18. f.m., þar sem erindinu er synjað enda skortir lagaheimild til niðurfellingar.
Borgarráð samþykkir að fela menningar- og ferðamálaráði að fjalla um málefni Tónlistarþróunarmiðstöðvar í samhengi við aðra menningarstarfsemi sem nýtur styrkja og/eða fastra samstarfssamninga. R05040121

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menntasviðs frá 23. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 19. s.m., varðandi reglur um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. R04050109
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa til bókunar sinnar í menntaráði. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista vísa með sama hætti til bókunar sinnar í menntaráði.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Breiðholtsskóla að Arnarbakka 1-3. R05030090
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Ármúla 8. R05050181
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 26. f.m., þar sem lagt er til að Sparisjóður Hafnarfjarðar verði lóðarhafi lóðar nr. 1-5 við Bjallavað, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfissviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d. ásamt þjónustusamningi um rekstur grenndargáma fyrir sveitarfélögin og samkomulag um skiptingu kostnaðar við rekstur grenndargáma. R05030094
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs frá 31. f.m. ásamt greinargerð um húsnæðismál þjónustumiðstöðva og áætlaða fjárþörf vegna reksturs 2006-2010. R05030157

13. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa Fjármálasviðs frá 30. þ.m. varðandi breytingu á fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundaráðs fyrir árið 2005. R05030053
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 31. f.m. varðandi yfirfærslu fjárveitinga milli áranna 2004 og 2005. R05050191
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Lagðar fram að nýju niðurstöður og tillögur starfshóps um endurskoðun á stjórnkerfi barnaverndarmála hjá Reykjavíkurborg, dags. 13. apríl sl., ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 15. s.m., þar sem lagt er til að tillögurnar verði samþykktar. Jafnframt lagt fram álit félagsmálaráðuneytis frá 13. f.m. varðandi málið. Jafnframt lagt fram að nýju álit félagsmálaráðuneytis frá 13. f.m. varðandi málið. Þá er lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, frá 19. f.m. um breytingar á samþykkt velferðarráðs til samræmis við álit ráðuneytisins. R05040080
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja augljóst að gengið sé á svig við lög með því að fela velferðarráði hlutverk barnaverndarnefndar við stefnumörkun. Við höfum almennt enga trú á núverandi áformum um þjónustumiðstöðvar, síst af öllu höfum við trú á að þar eigi að gera tilraunir á sviði barnaverndar og erum því á móti fyrirliggjandi tillögu. Hér ber allt þess merki að verið sé að gera breytingar breytinganna vegna.

Greinargerð fylgir bókuninni.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óska bókað:

Það er fráleitt að fyrirliggjandi tillögur um endurskoðun á stjórnkerfi barnaverndarmála stangist á við lög og furðulegt að minnihlutinn skuli líta fram hjá jákvæðu áliti félgasmálaráðuneytisins sem fyrir liggur til að taka af tvímæli í því efni. Samfelld og heildstæð þjónusta eins nálægt íbúum og kostur er verður að veruleika með stofnun þjónustumiðstöðva. Þær breytingar eru ekki breytinganna vegna heldur til að einfalda og bæta samþætta þjónustu.

16. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 31. f.m. ásamt samkomulagi milli ríkis og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál sérskóla á grunnskólastigi, framhaldsskóla í Reykjavík og fleira. R05050193
Frestað.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 31. f.m. ásamt stefnukorti Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006. R05040098
Samþykkt.

18. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga sviðsstjóra Framkvæmdasviðs og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. f.m.:
Lagt er til að Fráveitan verði flutt undir stjórn Orkuveitunnar þann 1. júlí og að nú þegar verði gerður þjónustusamningur milli OR og Framkvæmdasviðs um rekstur og uppbyggingu Fráveitunnar út þetta ár á grundvelli fyrirliggjandi framkvæmda- og starfsáætlana.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt er lagt fram minnisblað sömu aðila, ódags., þar sem m.a. er lagt til að gildistaka miðist við 1. júlí n.k. Þá er lagður fram þjónustusamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar, dags. 31. f.m., um rekstur og framkvæmdir Fráveitu Reykjavíkur. R05030061
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Það eina sem liggur til grundvallar þeirri ákvörðun að sameina Fráveitu og Orkuveitu Reykjavíkur er skýrsla frá febrúar 1998 um sameiningu Vatnsveitu og Fráveitu, sem augljóslega er orðin úrelt. Málið er algjörlega óundirbúið og þess vegna tökum við ekki þátt í afgreiðslu þess.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru fram á að fá þessi gögn og úttektir sem lægju til grundvallar þessari ákvörðun. Borgarfulltrúum var send umrædd skýrsla en ekki annað. Eftir kynningu og umræðu í borgarráði og stjórn Orkuveitunnar er það ljóst að sameina á Fráveituna og Orkuveituna.

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvað líður undirbúningi fyrir 220 ára afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst 2006? R05060016

Fundi slitið kl. 12:15

Alfreð Þorsteinsson
Dagur B. Eggertsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Katrín Jakobsdóttir
Kjartan Magnússon Stefán Jón Hafstein