Borgarráð - Fundur nr. 4890

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 26. maí, var haldinn 4890. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru: Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. maí. R05010023

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. maí. R05010026

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. maí. R05010035

4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. maí. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skipulagssjóðs frá 6. og 18. maí. R05010041

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 23. maí. R05010043

7. Lagðar fram fundargerðir Strætó bs. frá 13. og 20. maí. R05010045

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R05040262

9. Lagt fram yfirlit Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir afgreiðslur áfengisveitingaleyfa, dags. í dag. R05050108

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar að Skeifunni 5. R05020067
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á hluta lóðar Keiluhallarinnar. R05050144
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

12. Lagt fram bréf stjórnar skipulagssjóðs frá 20. þ.m. um kaup á fasteign félagsins Dímons ehf. að Austurbugt 5. R04120069
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf Magnúsar Pálma Skúlasonar hdl. frá 22. mars sl. þar sem f.h. eigenda jarðarinnar Stekks á Kjalarnesi er krafist endurupptöku á þeirri ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. október sl. að synja beiðni þeirra um afmörkun 1.500 fermetra lóðar úr landi Stekks. Jafnframt lögð fram umsögn lögfræðings borgarstjórnar frá 20. þ.m. þar sem lagt er til að kröfu um endurupptöku verði hafnað. R05030145
Borgarráð samþykkir umsögnina.

14. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 20. þ.m.
R05010003

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 23. þ.m. um færslu fjármuna milli framkvæmdaliða til framkvæmda á félagssvæðum Skotfélags Reykjavíkur og Skotveiðifélags Reykjavíkur. Jafnframt er lagt til að borgarráð veiti félögunum styrk til greiðslu gatnagerðargjalda að fjárhæð 5.2 mkr. R04050166
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf Einars Hákonarsonar frá 12. þ.m., þar sem hann óskar eftir að fá að halda málverkasýningu í tjaldi á Austurvelli frá 18.-28. ágúst n.k. R04110064
Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.

- kl. 11.25 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra frá 20. þ.m. um skilagrein starfshóps varðandi niðurstöður um hverfabækistöðvar gatnamálastjóra og verkbækistöðvar garðyrkjustjóra, sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 19. s.m. R05050147
Vísað til Umhverfissviðs og Framkvæmdasviðs.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. þ.m. ásamt tillögum um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Tillögurnar tengjast flestar nýsamþykktum breytingum á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. R05020008
Vísað til forsætisnefndar.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að eftir breytingar á leiðakerfi Strætó bs. verði leyfður akstur úr Hafnarstræti austur Hverfisgötu og norður Kalkofnsveg og einnig suður Lækjargötu. R01070091
Samþykkt.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra Framkvæmdasviðs og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m.:

Lagt er til að fráveitan verði flutt undir stjórn Orkuveitunnar þann 1. júlí og að nú þegar verði gerður þjónustusamningur milli OR og Framkvæmdasviðs um rekstur og uppbyggingu fráveitunnar út þetta ár á grundvelli fyrirliggjandi framkvæmda- og starfsáætlana.

Greinargerð fylgir tillögunni. R05030061
Frestað.

21. Gerð grein fyrir samstarfssamningi Enex-Kína við Kínversk stjórnvöld. R05050134
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lýsa yfir ánægju með nýgert samkomulag Enex-Kína ehf. og borgarinnar Xianyang í Kína um hitaveitu í ný hverfi í borginni. Hitaveitan í Reykjavík er stærsta jarðhitaveita í heimi og mikil þekking hefur skapast hér á landi á þeim sjötíu árum sem liðin eru frá því að hún var stofnuð. Ef Reykjavík væri hituð með kolum þyrfti 360 þúsund tonn á hverju ári til þeirrar hitunar með tilheyrandi mengun og kostnaði. Það er því mjög mikilvægt að kynna fyrir Kínverjum þessa leið til húshitunar því mjög víða í Kína er heitt vatn að finna í jörðu og aðstæður ákjósanlegar til húshitunar með jarðhita í stað kola.
Mikilvægt er að með þessu samkomulagi er stefnt að útflutningi á hugviti og verkfræðilegri þekkingu Íslendinga á þessu sviði, auk þess sem íslensk fjármálaþekking er nýtt til fjármögnunar verkefnisins, en Íslandsbanki er meðeigandi OR í Enex-Kína.
Þá má vekja athygli á að samstarfsaðila Enex-Kína í þessu verkefni eru mjög öflugir en það eru fyrirtækið CGC dótturfélag Sinotec olíufélagsins og Xianyang Urbane Construction & Investment Co. fjárfestingafyrirtæki í eigu Xianyang borgar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta því miður ekki fagnað því samkomulagi sem vitnað er til, þar sem að það hefur ekki verið kynnt fyrir okkur.
Við ítrekum þá ósk okkar að fá það samkomulag í hendur og munum þá taka afstöðu til málsins.

22. Lagt fram árshlutauppgjör og greinargerð Fjármálasviðs um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs frá 01.01.#EFK05-31.03.#EFK05. R05030164

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óska bókað:

Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins er hagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir, bæði hvað varðar skatttekjur og rekstrargjöld. Rekstur málaflokka er í samræmi við áætlun og ekkert sem bendir til annars en að rekstrarniðurstaða ársins verði innan áætlunar. Hærri skatttekjur og lægri útgjöld til fjárhagsaðstoðar endurspegla bætt atvinnuástand. Samkvæmt aprílskýrslu Vinnumálastofnunar mælist atvinnuleysi í apríl 2,3#PR á landsvísu og hefur ekki mælst jafnlítið síðan í apríl 2001 en þá mældist það 1,6#PR. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 2,8#PR í mars og hafði þá minnkað um 6,5#PR á milli mánaða. Miklar fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur undanfarið hafa án efa átt sinn þátt í að stuðla að þessari jákvæðu þróun. Reykjavíkurborg hefur þannig axlað ábyrgð á að koma efnahagskerfinu af stað aftur eftir niðursveiflu síðustu ára.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Allir þekkja skulda- og skattastefnu R-listans. Það eru hinsvegar nýjar fréttir að efnahagskerfið hafi verið í niðursveiflu á síðustu árum! Skatttekjur borgarinnar hafa aukist gríðarlega í tíð R-listans vegna nær samfelldrar uppsveiflu í efnahagslífinu og skattahækkana listans. T.d hafa tekjur borgarsjóðs hækkað um 140#PR frá áramótum 1993/94. Hagvöxtur og kaupmáttaraukning hefur verið mun meiri en í þeim löndum sem að við berum okkur saman við. Að halda því fram að hér hafi verið niðursveifla í efnahagslífinu er í besta falli hlægileg fullyrðing.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óska bókað:

Bókun sjálfstæðismanna er í samræmi við fyrri málflutning þeirra. Þar kemur ekkert nýtt fram.

Fundi slitið kl. 12:25

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kjartan Magnússon