Borgarráð - Fundur nr. 4889

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimtudaginn 19. maí, var haldinn 4889. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstaddir voru: Stefán Jón Hafstein, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 3. maí.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 3. maí.

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 4. maí.

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. maí.

5. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 4. og 18. maí.
B-liðir fundargerðanna samþykktir samhljóða.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 9. maí.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

8. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 10. þ.m. varðandi staðsetningu listaverksins ”Klyfjahesturinn”, eftir Sigurjón Ólafsson, á Hlemmi.
Samþykkt.

9. Lagður fram að nýju 26. liður afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 1. mars sl. um Kirkjustétt 36-40. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 26. f.m. varðandi byggingarleyfi fyrir breytingum á útliti og efnisvali utanhúss að Kirkjustétt 36-40, auk breytinga á innra skipulagi húsa nr. 38 og 40 við Kirkjustétt, sbr. 16. liður fundargerðar borgarráðs 14. f.m.
Borgarráð samþykkti með 3 samhlj. atkv. að fallast á afgreiðslu byggingarfulltrúa, sbr. umsögn borgarlögmanns frá 26. f.m. Borgarráð beinir því til skipulagsráðs að það kanni hvort rétt sé að beita byggingarstjóra viðurlögum skv. 59. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 17. þ.m. varðandi heimild til gerðar fjölmyntasamnings við innlendan banka að jafngildi einum milljarði íslenskra króna. Samningurinn er til fimm ára.
Samþykkt.

11. Lagðar fram að nýju niðurstöður og tillögur starfshóps um endurskoðun á stjórnkerfi barnaverndarmála hjá Reykjavíkurborg, dags. 13. f.m., ásamt bréfi borgarstjóra, dags. s.d., þar sem lagt er til að tillögurnar verði samþykktar. Jafnframt lagt fram álit félagsmálaráðuneytis frá 13. þ.m. varðandi málið. Þá er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um breytingar á samþykkt velferðarráðs til samræmis við álit ráðuneytisins.
Frestað.

Fundi slitið kl. 11.40.

Stefán Jón Hafstein
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.