Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 12. maí, var haldinn 4888. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 27. apríl. R05010024
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 27. apríl. R05010025
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. apríl. R05010028
4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 27. apríl og 4. og 11. maí. R05010035
5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 27. apríl. R05010037
6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um löggæslumálefni frá 6. maí. R05010040
7. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 27. apríl. R05010010
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 20. apríl. R05010041
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. apríl. R05010042
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 28. febrúar sl. R05010043
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R05040262
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag reits 1.184.1, sem afmarkast af Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Bergstaðastræti. R04050082
Vísað til skipulagsráðs.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag á reiti 1.173.1, Laugavegur 56, 58 og 58b, timburhúsareitur. R05020066
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 4. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi að Vesturgötu 3. R05050051
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísi til tillögu og bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði.
Ólafur F. Magnússon óskar bókað að hann vísi til tillagna og bókana F-listans í skipulagsráði varðandi Vesturgötu 3.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð Lambhaga við Vesturlandsveg. R03080082
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Viðidal. R03030036
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
17. Lagt fram bréf formanns stjórnar Kirkjubyggingarsjóðs frá 4. þ.m. varðandi úthlutun styrkja úr Kirkjubyggingarsjóði árið 2005. R05040032
Samþykkt.
18. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 4. þ.m. í máli 505/2004 Bragi Henningsson o.fl. gegn Vesturbrú ehf. og Reykjavíkurborg til réttargæslu. R04080068
19. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 13. f.m. varðandi viðbótarsamning Orkuveitunnar og Hitaveitu Suðurnesja við Norðurál um orkukaup. R03090081
Vísað til borgarstjórnar.
20. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 27. f.m. þar sem gerð er tillaga um að gefa meintum eigendum 2. hæðar og rishæðar að Laufásvegi 65, 30 daga frest til þess að fá samþykkta byggingarleyfisumsókn er tekur til óleyfisbreytinga á 2. hæð og rishæð eða 60 daga frest til þess að breyta húsnæðinu til fyrra horfs. Verði ekki staðið við tímafrest verði beitt dagsektum kr. 50.000 á hvern dag sem það kann að dragast að framkvæma verkið. R05040219
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að Sorpu bs. verði úthlutað u.þ.b. 3.040 ferm. viðbótarlóð við núverandi lóð fyrirtækisins að Sævarhöfða 21. R05010171
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 6. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um úthlutun lóða við Lambasel, sbr. 42. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. f.m. R05030013
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað lóðum fyrir einbýlishús við Lambasel, sem hér segir:
Lóð nr. 1: Heiðar M. Vilhjálmsson og Sigríður Pétursdóttir
#GL #GL 2: Rannveig Möller og Baldvin Haukur Júlíusson,
#GL #GL 3: Haukur Halldórsson
#GL #GL 4: Cristian Arthur Staub
#GL #GL 5: Haukur Eggertsson
#GL #GL 6: Sigríður Hvönn Karlsdóttir
#GL #GL 7: Vilhjálmur Jón Sigurpálsson
#GL #GL 8: Bryndís Harðardóttir
#GL #GL 9: Jóhannes Geir Rúnarsson og Guðrún Bergmann Franzdóttir
#GL #GL 10: Hjálmar Örn Jóhannsson
#GL #GL 11: Brynjar Þór Jónasson og Guðlaug M. Júlíusdóttir
#GL #GL 12: Stefán Árnason
#GL #GL 13: Guðrún Á. Bjarnþórsdóttir og Guðmundur B. Hermannsson
#GL #GL 14: Sigríður Anna Árnadóttir
#GL #GL 16: Björk Ína Gísladóttir og Gísli Kristinn Ísleifsson
#GL #GL 18: Jakobína E. Sigurðardóttir
#GL #GL 20: Jón Þ. Gíslason
#GL #GL 22: Ólafur Magnús Helgason og Berit Noesgaard Nielsen
#GL #GL 24: Ásdís Paulsdóttir og Emil R. Kárason
#GL #GL 26: Sigurbjörg Vignisdóttir
#GL #GL 28: Ófeigur Grétarsson og Ragnheiður Þorvaldsdóttir
#GL #GL 30: Sæberg Guðlaugsson og Matthildur Kristensdóttir
#GL #GL 32: Svanþór Þorbjörnsson
#GL #GL 34: Sigríður Gerður Guðbrandsdóttir
#GL #GL 36: Magnús Davíð Ingólfsson
#GL #GL 38: Sverrir Jóhannesson
#GL #GL 40: Ingvar Elíasson
#GL #GL 42: Guðni Einarsson og Guðfinna Helgadóttir
#GL #GL 44: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir og Björn Ingi Guðjónsson
#GL #GL 46: Bergdís Finnbogadóttir og Árni Guðmundsson R05030013
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti og að Frjálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 1-13 við Lindarvað, með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti og að Frjálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 16-24 við Lækjarvað, með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti og að Frjálsi fjárfestingabankinn hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 37-59 við Þingvað, með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
27. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 23. f.m. varðandi niðurrif bakhúsa á Laugavegi 74. R05040205
Samþykkt.
28. Lagt fram svar fjármálastjóra Menntasviðs frá 2. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði 14. f.m. varðandi fyrirkomulag rafrænnar skráningar tónlistarnema. R02010079
29. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem frestað var í borgarráði 28. f.m.:
Borgarráð samþykkir að gerð verði úttekt á vefsíðum Reykjavíkurborgar í því skyni að gera þær sem aðgengilegastar fötluðum. Að því loknu verði leitast við að allir þjónustuvefir borgarinnar fái vottun fyrir gott aðgengi fatlaðra.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05040248
Vísað til starfshóps um vef Reykjavíkurborgar.
30. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs frá 2. þ.m. um skipun fulltrúa í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2005.
Borgarráð samþykkir að tilnefna Árna Sigurjónsson formann dómnefndar. Tilnefningum að öðru leyti frestað. R05050052
31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs s.d. varðandi tvístefnu á Kleppsveg á móts við hús nr. 52-58 og að lokað verði fyrir umferð frá bílastæðum Laugarásbíós til vesturs. R05050063
Samþykkt.
32. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Frjálslynda flokksins og óháðra um málefni Strætó bs., sbr. 26. liður fundargerðar borgarráðs frá 14. f.m. R03090140
33. Lagt fram svar borgarstjóra frá 11. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi þéttingu byggðar í grónum hverfum borgarinnar, sbr. 29. liður fundargerðar borgarráðs frá 14. f.m. R04060140
34. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. 9. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf jafnréttisfulltrúa frá 10. s.m. varðandi styrkumsókn Kvenfélagasambands Íslands. R05010003
Borgarráð samþykkir að færa Kvenfélagasambandi Íslands peningagjöf að upphæð kr. 300.000 í tilefni af 75 ára afmæli sambandsins á þessu ári. Gjöfin verði afhent á Evrópuþingi ACWW á Íslandi, Evrópudeild heimssamtaka kvenfélaga, sem hefst miðvikudaginn 18. maí næstkomandi.
35. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vegna frétta um að landeigendur hafi boðið land undir flugvöll á Miðdalsheiði í um 20 km. fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur er spurt:
Hyggjast borgaryfirvöld fara þess á leit við samgönguyfirvöld að þau láti kanna hvort það gæti verið raunhæfur kostur að reisa flugvöll á Miðdalsheiði ef Reykjavíkurflugvöllur yrði fluttur úr Vatnsmýrinni?
Telja borgaryfirvöld að flugvöllur á þessum stað gæti verið hagkvæmur kostur með tilliti til fjarlægðar frá miðborg Reykjavíkur?
Telja borgaryfirvöld sig vita nægilega mikið um veðurfarsþætti s.s. úrkomu, vindáttir og hitastig eða landfræðilegar aðstæður á Miðdalsheiði með tilliti til flugöryggis?
Telja borgaryfirvöld sig geta farið nærri um það hvort hugsanlegur flugvöllur á Miðdalsheiði gæti verið opinn álíka marga daga á ári og núverandi flugvöllur í Vatnsmýri? R05050089
- Kl. 11.55 vék Guðrún Ebba Ólafsdóttir af fundi.
36. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menntasviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 28. s.m. um breytingar á skipulagi Námsflokka Reykjavíkur frá og með næsta hausti. R04060115
Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.
37. Afgreidd 37 útsvarsmál. R05010128
Fundi slitið kl. 12:25.
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson