Borgarráð - Fundur nr. 4887

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 28. apríl, var haldinn 4887. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 22. febrúar og 22. mars. R05010034

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 11. apríl. R05010024

3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Hlíða frá 12. og 19. apríl. R05010025

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 29. mars. R05010028

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 15. apríl. R05010035

6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 20. apríl. R05010010

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15. apríl. R05010045

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál. R05030156

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag reits 1.151.4, Þjóðleikhússreits. R05020029
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Axarhöfða. R05040109
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi að Dalbraut 12. R01120217
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 2 við Hádegismóa. R05040177
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 20. s.m., um að endurauglýsa tillögu að deiliskipulag lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð. R04110160
Samþykkt að endurauglýsa tillöguna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
Jafnframt var samþykkt að haldinn verði kynningarfundur um málið.

14. Lögð fram drög sviðsstjóra Fjármálasviðs að aðgerðaráætlun fyrir Reykjavíkurborg, dags. 18. þ.m. um varnir gegn veikingu krónunnar. R05040209

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi styrki úr Húsverndarsjóði til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík. R04040162
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m. varðandi deiliskipulag á lóðum nr. 1-3 við Ármúla og nr. 5-9 við Lágmúla. R04120048
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. umsögn skipulagsráðs 20. s.m. um erindi afmælisnefndar Rótarýklúbbs Reykjavík-Árbær, dags. 29. f.m., varðandi byggingu vatnspósts í Elliðaárdal. R05040004
Umsögn skipulagsráðs samþykkt.

18. Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu vegna borgarendurskoðanda:
Í greinargerð borgarstjóra með tillögu um breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, samþykktri í borgarráði 14. október s.l. og borgarstjórn 17. s.m. segir m.a. svo: “Endurskoðandi starfar á skrifstofu borgarstjórnar sem ráðgjafi forsætisnefndar og skrifstofu í fjárhagslegum málefnum.”
Í samræmi við það samþykkir borgarráð að borgarendurskoðandi flytjist á skrifstofu borgarstjórnar frá og með 1. maí 2005. Ráðningarkjör hans haldist óbreytt. Um verkefni hans vísast nánar til starfslýsingar, dags 12. apríl 2005. R01030032

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 13. s.m. um hækkun á gjaldskrá stuðningsfjölskyldna. R05040120
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menntasviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 31. f.m., varðandi breytingar á rekstrarfyrirkomulagi gæsluleikvalla. R03030171
Samþykkt með 4 atkv. gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í menntaráði.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfissviðs frá 4. þm., sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d., varðandi stöðubann við eftirfarandi götur:
1. Básabryggju 1-7, norðurkantur
2. Naustabryggju 2-10, austurkantur
3. Frá Naustabryggju 3 að Sævarhöfða, vesturkantur
4. Naustabryggju 23-27, vesturkantur
5. Naustabryggju 54-56, norðurkantur
6. Naustabryggju 12-18, um 20 m við suðurkant R05040042
Samþykkt.

22. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag. Jafnframt lagt fram bréf jafnréttisfulltrúa frá 12. þ.m. vegna styrkumsókna ýmissa kvennasamtaka. R05010003
Samþykkt að veita styrk kr. 1.200 þús. til kvennasamtakanna.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 25. þ.m. þar sem lagt er til að Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf. og Hússjóði Öryrkjabandalagsins verði úthlutað byggingarrétti á lóðum nr. 27 – 39 við Suðurhóla eins og hér segir: R04110161
Suðurhólar 27, 29, 31, 33 og 37 (samtals 24 íbúðir): Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf.
Suðurhólar 39 (sambýli fyrir 6 – 7 íbúa): Hússjóður Öryrkjabandalagsins.
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 26. þ.m. um bann við bifreiðastöðum við götur á bílastæði við Laugardalsvöll. R05040199
Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 26. þ.m. varðandi útboð á viðbyggingu við leikskólann Hálsakot ásamt breytingum innanhúss. R05040200
Samþykkt. Kostnaður í ár greiðist af liðnum ófyrirséð.

26. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 1. s.m., varðandi meginstefnumótun og starfsáherslur íþrótta- og tómstundaráðs og Íþrótta- og tómstundasviðs 2005-2010. R05040171
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 15. þ.m., sbr. tillögu íþrótta- tómstundaráðs 21. janúar s.l. um heimild borgarráðs til að ganga til samninga við þau íþróttafélög sem greitt hafa meira en umsamin 20#PR vegna framkvæmda á undanförnum árum. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 15. þ.m., sbr. tillögu íþrótta- tómstundaráðs s.d., um heimild til að ganga til samninga við KR, Fram, Víking, ÍR, Fylki og Fjölni vegna uppgjörs á framkvæmdakostnaði félaganna. R05010174
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., varðandi samstarfssamning milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar, dags. 5. apríl 2005. R05040169
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 26. þ.m., sbr. samþykkt íþrótta- tómstundaráðs s.d., varðandi samstarfssamning við íþróttafélög í borginni. R05010174
Samþykkt.

30. Rætt um nýgert starfsmat og áhrif stjórnkerfisbreytinga hjá Reykjavíkurborg. R04100035

31. Lagður fram að nýju 26. liður afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 1. f.m. um Kirkjustétt 36-40. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 26 þ.m. varðandi byggingarleyfi fyrir margvíslegum breytingum á útliti og efnisvali utanhúss að Kirkjustétt 36-40, auk breytinga á innra skipulagi húsa nr. 38 og 40, sbr. 16. liður fundargerðar borgarráðs 14. s.m. R04060030
Frestað.

32. Lagður fram úrskurður félagsmálaráðuneytis frá 19. þ.m. varðandi fundarsköp á borgarstjórnarfundi 4. janúar sl. R05020038
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Með vísan til 2. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og 2. mgr. 18. gr. um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar er hér með óskað eftir því að umdeildur úrskurður forseta borgarstjórnar frá borgarstjórnarfundi 4. janúar 2005, sem kærður var til félagsmálaráðuneytisins, verði borinn undir borgarstjórn.
Greinargerð fylgir tillögunni.

33. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 27. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi stjórnkerfisbreytingar, sbr. 27. liður fundargerðar borgarráðs frá 14. s.m. R04100035

34. Lögð fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 26. þ.m. varðandi breytingu á fjárhagsáætlun 2005 vegna stofnunar símavers, kjarasamninga og starfsmats. R05030053
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

35. Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 30. s.m. varðandi breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. R01060013
Samþykkt.

36. Lögð fram tillaga borgarstjóra að umsögn Reykjavíkurborgar til samgöngunefndar Alþingis. dags. 26. þ.m. um þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008. R05040165
- Kl. 13.42 vék Guðrún Ebba Ólafsdóttir af fundi.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta tekið undir margt sem fram kemur í umsögninni, en ítreka þá afstöðu sína að borgaryfirvöld geta ekki vænst þess að lagning Sundabrautar sé tímasett í frumvarpi að samgönguáætlun, þegar enn liggur ekki fyrir ákvörðun borgarinnar um legu brautarinnar. Þar hefur ekki staðið á neinum öðrum en R-listanum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja þunga áherslu á að auknu fjármagni verði varið til samgöngumála í Reykjavík og að lagningu Sundabrautar alla leið verði hraðað sem mest.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Lagning Sundabrautar strandar ekki á borgaryfirvöldum í Reykjavík heldur á fjárveitingum til lagningar á brautinni. Í áratugar valdatíð Sjálfstæðisflokksins í samgönguráðuneytinu hefur ekkert fé verið lagt til framkvæmdarinnar né lagning brautarinnar tímasett. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu öllu í þvílíku fjársvelti m.t.t. vegaframkvæmda að einum þingmanna flokksins ofbýður svo að hann hefur boðað eigin samgönguáætlun. Því miður virðist hvorki sá þingmaður né borgarbúar almennt eiga lið í borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem kjósa fremur ða styðja fjársveltisstefnu samgönguráðherrans.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Þessar innantómu og marklausu fullyrðingar standast enga skoðun, enda hafa framlög til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu aukist mjög verulega á undanförnum árum. Vegafé til Reykjavíkur var aldrei jafn lítið og í ríkisstjórnartíð þeirra vinstri flokka sem nú standa að R-listanum. Í ljósi þessara staðreynda er bókun meirihlutans hreinn tilbúningur.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Reykvíkingar eru 40#PR þjóðarinnar en hlutdeild þeirra í framlögn til vegamála er innan við 10#PR. Sú staðreynd talar sínu máli um áherslur samgönguyfirvalda og er miður að hvorki þingmenn né borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík virðast hafa þrek til að breyta því.

37. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menntasvið, dags. 27. þ.m., sbr. samþykkt menntaráðs 25. s.m. varðandi hækkuð framlög til einkarekinna grunnskóla. R03010118
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í menntaráði vegna málsins.

38. Bókun borgarráðs:
Borgarráð ítrekar andstöðu Reykjavíkurborgar við áform um skattlagningu orkufyrirtækja eins og þau birtast í lagafrumvarpi um málið sem nú er fyrir Alþingi. Samkvæmt samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga hefði þessi skattlagning orkufyrirtækja sveitarfélaga numið um 1,1 milljarði króna á árunum 2002 og 2003. Allar líkur eru á því að þessi fyrirhugaða skattlagning muni leiða til hækkunar á raforkuverði, heitu vatni og vatnsgjaldi í nánustu framtíð, en skipulagsbreytingar á raforkumarkaði hafa þegar leitt til hækkunar raforkuverðs. Borgarráð mótmælir því harðlega að ríkið fari fram með þessum hætti og krefst þess að viðræður fari fram milli ríkis og sveitarfélaganna áður en lagafrumvarp um skattlagningu orkufyrirtækja verður að lögum. R05040246

39. Borgarráð samþykkir að fara þess á leit við stjórn Strætó bs. að tilnefna áheyrnarfulltrúa frá Reykjavík í stjórn fyrirtækisins. R02060095

40. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að gerð verði úttekt á vefsíðum Reykjavíkurborgar í því skyni að gera þær sem aðgengilegastar fötluðum. Að því loknu verði leitast við að allir þjónustuvefir borgarinnar fái vottun fyrir gott aðgengi fatlaðra.
Greinargerð fylgir tillögunni. R05040248
Frestað.

41. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Óskað er eftir að formaður Starfmannafélags Reykjavíkurborgar komi á næsta borgarráðsfund og geri borgarráðsfulltrúum grein fyrir áhyggjum sínum vegna stjórnkerfisbreytinga og flutnings á verkefnum frá borgarstofnunum í miðstýrða yfirstjórn í Ráðhúsinu. R04100035

Vísað til borgarstjóra.

42. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska greinargerðar um fyrirkomulag nýlegrar úthlutunar og útdráttar vegna lóða við Lambasel. Sérstaklega er óskað upplýsinga um framkvæmd útdráttarins og hvort umsækjendur gátu sent inn fleiri en eina umsókn. R05030013

43. Afgreidd 19 útsvarsmál. R05010128

Fundi slitið kl. 14:00.

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefán Jón Hafstein
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson