Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 14. apríl, var haldinn 4886. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk sviðsstjóra Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs sem sat fundinn í fjarveru borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 17. mars og 5. apríl. R05010021
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 31. mars. R05010024
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 8. mars. R05010025
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 4. apríl. R05010026
5. Lagðar fram tvær fundargerðir hverfisráðs Laugardals frá 15. mars. R05010027
6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 6. apríl. R05010035
7. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 7. apríl. R05010037
8. Lagðar fram fundargerðir skipulagsráðs frá 6. og 13. apríl. R05010010
B-hlutar fundargerðanna samþykktir.
9. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 11. apríl. R05010041
10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1. apríl. R05010045
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 21 mál. R05030156
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Fellagarða; Drafnarfelli, Eddufelli og Völvufelli. R04010130
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsvið frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Laufbrekku á Kjalarnesi. R05040048
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi deiliskipulag fyrir reit 1.115.3, Ellingsenreit. R04120051
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 9. þ.m., þar sem lagt er til að eftirfarandi kauptilboðum í byggingarrétt í 3. áfanga Norðlingaholts verði tekið, með nánar tilgreindum skilmálum:
Lóðir fyrir fjölbýlishús:
Nr. 1 – 5 (stök númer-27–30 íbúðir ) við Bjallavað: Bjóðandi: Benedikt G. Jósepsson.
Nr. 13 - 17 (stök númer-24–27 íbúðir) við Bjallavað: Bjóðandi: Guðleifur Sigurðsson ehf.
Lóðir fyrir samtengd tvíbýlishús:
Nr. 15 - 25 (stök númer-2 íbúðir) við Lækjarvað: Bjóðandi: Bygg Ben ehf.
Nr. 16 - 24 (jöfn númer-10 íbúðir) við Lækjarvað: Bjóðandi: Kjarni Byggingarfélag ehf.
Lóð nr. 1 – 13 (stök númer-14 íbúðir) við Lindarvað: Bjóðandi: Benedikt G. Jósepsson
Lóð nr. 2 – 14 (jöfn númer-14 íbúðir) við Lindarvað: Bjóðandi: Benedikt G. Jósepsson
Lóð nr. 1 – 11 (stök númer-12 íbúðir) við Krókavað: Bjóðandi: Benedikt G. Jósepsson
Lóð fyrir keðjuhús:
Lóð nr. 37 – 59 (stök númer-12 íbúðir) við Þingvað: Bjóðandi: BM Verktakar ehf.
Lóðir fyrir einbýlishús:
Lóð nr. 23 við Þingvað: Bjóðandi: Baldur Þór Bjarnason
Lóðir nr. 25 og 27 við Þingvað: Bjóðandi: Baldur Þór Bjarnason
Lóð nr. 29 við Þingvað: Bjóðandi: Fasteignafélagið Hlíð ehf.
Lóð nr. 33 við Þingvað: Bjóðandi: Kjarni Byggingarfélag ehf.
Lóð nr. 35 við Þingvað: Bjóðandi: Óli Þór Barðdal R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Sala byggingarréttar endurspeglar með skýrum hætti þær alvarlegu afleiðingar sem lóðaskortsstefna R-listans hefur valdið. 5.1 mkr. fyrir íbúð í fjölbýli, 6.8 mkr. fyrir íbúð í tvíbýli, 8.7 mkr. fyrir íbúð í keðjuhúsi og 14 mkr. fyrir einbýlishús staðfestir það.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Þrátt fyrir mikið og jafnt framboð lóða í Reykjavík og nágrannasveitum undanfarin misseri, hefur tuga milljarða aukið framboð lánsfjár sprengt upp verð á fasteignamarkaði eldri fasteigna og nýrra, þ.á.m. verð byggingarréttar. Með stefnu Reykjavíkurborgar við ráðstöfun lóða hafa sameiginlegir sjóðir borgarbúa notið góðs af þessum verðhækkunum, ekki lóðabraskarar.
16. Lagður fram 26. liður afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 1. f.m. varðandi Kirkjustétt 36-40, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 5. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 11. s.m.
R04060030
Vísað til umsagnar borgarlögmanns.
17. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. f.m.:
Borgarráð samþykkir að fela menntaráði að útfæra ítarlega áform um gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík í samræmi við þau auknu fjárframlög sem til þess eru ætluð í frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál Reykjavíkurborgar 2005-2008. Sérstaklega skuli hugað að þróun gjaldskrár með tilliti til systkinaafsláttar og gjaldtöku fyrir dvalarstundir umfram gjaldfrjálsar stundir. Þá skal ráðið hyggja að áhrifum gjaldfrjáls leikskóla á samspil þjónustu leikskóla og dagforeldra, ekki síst í ljósi væntanlegrar endurskoðunar á reglugerð um daggæslu í heimahúsum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R02110159
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að frá 1. maí n.k. verði fallið frá hækkunum á leikskólagjöldum sem samþykktar voru af R-listanum fyrir fjórum mánuðum. Hækkanirnar eru allt að 43#PR á einstaka hópa, nánar tiltekið námsmenn.
Tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks vísað til menntaráðs.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur leggja áherslu á heildstæða stefnu í málefnum reykvískra skóla. Stefnu sem kemur til móts við öll leikskóla- og grunnskólabörn og tryggir að umhverfi barnafjölskyldna sé með því besta sem þekkist. Í því sambandi er mikilvægast að tryggja foreldrum viðunandi vistun fyrir öll börn um leið og fæðingarorlofi foreldra lýkur, eða við 9 mánaða aldur. Tryggja verður öllum börnum eldri en 18 mánaða leikskólapláss, en þeim árangri hefur ekki enn verið náð í Reykjavík. Að auki þarf að veita öllum börnum sama stuðning, óháð því hvort þau dvelja á einkareknum eða borgarreknum skóla.
Þessar aðgerðir munu tryggja að Reykjavíkurborg standi jafnfætis öðrum sveitarfélögum í málefnum leikskólanna og ættu því að njóta forgangs. Sjálfstæðismenn telja einnig mikilvægt að efla enn frekar innra starf leikskólanna, með auknum stuðningi við þróunarstarf og fjölgun faglega menntaðra starfsmanna. Samhliða þessu vilja sjálfstæðismenn að sett séu raunhæf markmið til lækkunar á leikskólagjöldum, sem skila sér í ávinningi fyrir allar barnafjölskyldur í borginni.
Tillögurnar um það sem R-listinn kýs ranglega að kalla gjaldfrjálsan leikskóla eru bæði illa ígrundaðar og framsettar með þeim hætti, að Reykvíkingar geta ekki áttað sig á því sem þær raunverulega boða. Innihaldslaust kosningaloforð R-listans um lækkun leikskólagjalda í óljósri framtíð á sama tíma sem löngu gefin loforð í leikskólamálum hafa ekki verið uppfyllt, er ódýr kosningabrella sem ekki er hægt að samþykkja.
Lækkun leikskólagjalda er alls ekki á næsta leyti í Reykjavík. Einungis hefur verið tímasett hvenær á að bjóða 5 ára börnum slíka þjónustu, en með öllu óljóst hvenær slík þjónusta mun standa öllum reykvískum leikskólabörnum til boða.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að lækka álögur á reykvískar barnafjölskyldur en fjöldi þeirra hefur kosið á undanförnum árum að flytja úr borginni. Leikskólabörnum hefur fækkað um 536 í Reykjavík frá árinu 1994 en fjölgað á sama tíma í Kópavogi um 548. R-listinn hefur í valdatíð sinni hækkað skatta og gjöld á barnafjölskyldur. Síðast var þetta gert fyrir aðeins þremur mánuðum þegar útsvar var hækkað í hámark og rökstutt með því að ekki veitti af hverri krónu til að styrkja bága fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Á síðustu árum hafa fasteignagjöld og holræsagjöld einnig hækkað gríðarlega, auk hækkana á leikskólagjöldum, sundgjöldum, tónlistaskólagjöldum, frístundaheimilisgjöldum og sorphirðugjöldum.
Til að draga athyglina frá skatta- og gjaldahækkunum og fólksflótta barnafólks úr borginni kynnir borgarstjóri nú tillögur um breytta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. R-listinn hefur enn ekki náð að uppfylla kosningaloforð sitt í leikskólamálum frá árinu 1994 nú 11 árum seinna. Enn eru börn á biðlistum eftir leikskólaplássi í Reykjavík og enn eiga foreldrar ungra barna í erfiðleikum með að fá viðunandi vistun fyrir börn sín.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Fyrirheit í leikskólamálum, hvað varðar framboð þjónustu, gjaldtöku fyrir hana og innra starf skólanna, eru markmið sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur nú á lofti en Reykjavíkurlistann þurfti til að hrinda í framkvæmd. Framboð á leikskólaþjónustu er einna mest í Reykjavík, gjaldtaka af notendum þjónustunnar í lágmarki og innra starf metnaðarfullt, sem sjá má af mikilli ánægju borgarbúa með vöxt og viðgang leikskóla undir forystu Reykjavíkurlistans eins og notendakannanir sýna.
Tillögur um gjaldfrjálsan leikskóla eru eðlilegt framhald þeirrar áherslu sem Reykjavíkurlistinn hefur lagt á leikskólamálin. Með áformum Reykjavíkurlistans hefur verið sýnt fram á hvernig hægt er að reka fjölskyldustefnu á borði, ekki bara í orði, og er reynslan af verkum Reykjavíkurlistans og viðskilnaði D-lista á sínum tíma ólygnust. Engar ritgerðir D-lista ná að leysa þá undan dómi sögunnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Það vekur furðu að R-listinn kjósi að ræða fyrirheit sín í málefnum leikskólans, enda þekkt að enn hefur meirihlutinn ekki staðið við stærsu fyrirheit sín í þeim málaflokki. Í kosningunum 1994 var því heitið að öll börn eldri en eins árs fengju vistun í Reykjavík. Í kosningunum 1998 var þessu loforði breytt og því heitið að öll börn eldri en 18 mánaða fengju leikskólavist. Nú 11 árum síðar hefur við hvorugt þessara kosningaloforða verið staðið. Í ljósi þessa verður að skoða nýjasta fyrirheit R-listans.
Að auki vekur það athygli að fulltrúar meirihlutans treysta sér ekki til að standa við fyrirheitið um ”gjaldfrjálsa leikskóla” nú þegar þeir eru við völd í Reykjavík – heldur kjósa að vísa því inn í ófyrirséða framtíð.
Sú staðreynd hlýtur að vekja spurningar um þá alvöru sem felst í þessu óljósa kosningaloforði R-listans.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Nú 11 árum eftir að Reykjavíkurlistinn hóf byltingu í leikskólamálum er borgarbúum enn í fersku minni sú neyð sem D-listi skóp með vanrækslu sinni í fjölskyldumálum almennt og sérstaklega í leikskólum. Bylting Reykjavíkurlistans heldur áfram.
18. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. varðandi umsókn Pé níu ehf. um rýmri útiveitingatíma áfengis fyrir veitingahúsið Kaffibrennsluna, Pósthússtræti 9. R02090061
Samþykkt.
19. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 30. f.m. um erindi Ólafs Garðarssonar, hrl., dags. 21. febrúar s.l., varðandi afléttingu kvaðar um notkun hússins Efri-Hlíðar við Stigahlíð, þar sem lagt er til að fallist verði á erindið með nánar tilgreindum skilyrðum. R05020136
Umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs samþykkt.
20. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 31. f.m. um erindi Hilmars Andréssonar frá 14. desember sl. varðandi gróðurhús á sameiginlegri lóð að Kirkjuteigi 25, þar sem fram kemur að ekki eru talin skilyrði til þess að afturkalla ákvörðun í málinu eða taka það upp að nýju. R03020226
Umsögn skrifstofustjóra Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfissviðs frá 22. febrúar sl., sbr. samþykkt umhverfisráðs 21. s.m., varðandi afmörkun svæða með 30 km hámarkshraða í Norðurmýri og Holtum, Háaleiti, Laugardal, Fossvogi og Hamrahverfi. R03040136
Samþykkt.
22. Lagðar fram lokatillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga, dags. í mars 2005, ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 11. þ.m. R04010181
23. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, dags. í dag.
R05010003
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 200 þkr. til Skáksambands Íslands vegna starfsemi þess, og jafnframt styrk að fjárhæð 200 þkr. til verkefnisins #GLKirkjudagar á Jónsmessu#GL.
24. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs frá 11. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað Reykjavíkurborgar vegna kynningarfunda Listahátíðar erlendis, sbr. 26. liður fundargerðar borgarráðs frá 31. f.m. R04120170
25. Lagðar fram niðurstöður og tillögur starfshóps um endurskoðun á stjórnkerfi barnaverndarmála hjá Reykjavíkurborg, dags. 13. þ.m., ásamt bréfi borgarstjóra, dags. s.d., þar sem lagt er til að tillögur starfshópsins verði samþykktar. R05040080
Samþykkt að óska eftir áliti félagsmálaráðuneytisins á lögmæti þeirrar tilhögunar á barnaverndarstarfi Reykjavíkurborgar sem starfshópurinn leggur til.
Afgreiðslu málsins að öðru leyti frestað.
26. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi fyrirspurn til borgarstjóra:
Munu fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs. beita sér fyrir því við upptöku nýs leiðakerfis á sumri komanda að tekin verði í notkun svokölluð huglæg leiðakort, eins og víða eru notuð í almenningssamgöngum erlendis, til að bæta aðgengi að þeim og auka nýtingu þeirra?
Má vænta þess að fulltrúar borgarinnar í stjórn Strætó bs. beiti sér fyrir lækkun eða niðurfellingu á fargjöldum ungmenna og nemenda í framhaldsskólum við upptöku nýs leiðakerfis, eða að gert verði sérstakt átak til að fá ungt fólk til að nota almenningssamgöngur? R03090140
27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Föstudaginn 18. mars s.l. var haldinn fundur í Ráðhúsinu þangað sem boðaðir voru starfsmenn í launa- og bókhaldsdeildum nokkurra borgarstofnana. Tilefnið var að tilkynna starfsmönnum að tekin hefði verið stefnumótandi ákvörðun um að bókhalds- og launadeildir stofnana, sem áður var miðstýrt í Ráðhúsinu en síðan fluttar út til stofnana í “dreifstýringaráformum” þáverandi borgarstjóra, skyldu nú fluttar aftur inn í Ráðhúsið og miðstýrast þar af sviðum og yfirmönnum þar. Jafnframt var tilkynnt að undirbúningur að flutningi deilda og starfsmanna í hinar nýju og miðstýrðu deildir væri að hefjast.
Á fundinum var einnig kynnt fyrir starfsmönnum skýrsla PriceWaterhouseCoopers um málið.
Af þessu tilefni er spurt:
Hver tók þessa stefnumótandi ákvörðun, hvenær og hvernig?
Hver bað um skýrslu PWC?
Hvað kostaði skýrsla PWC?
Hvað er áætlað að sparist mörg störf hjá borginni vegna þessarar miðstýringar, strax við upphaf innleiðingarinnar og til lengri tíma litið?
Er gert ráð fyrir að segja þurfi upp starfsmönnum vegna þessara breytinga eða færa til í starfi?
Hvert er kynjahlutfall þeirra sem vinna við þessi störf?
Var gerð úttekt til samanburðar á núverandi dreifstýrðu kerfi, kostnaði við það og skilvirkni miðað við það miðstýrða kerfi sem fyrirhugað er að koma upp?
Var leitað eftir viðhorfum starfsmanna sem vinna við þessi störf, launþega hjá borginni sem eiga samskipti við launadeildir og fyrirtæki sem eiga viðskipti við borgina um núverandi kerfi og ”ágalla þess”?
Hverjir eru helstu kostir núverandi fyrirkomulags og hverjir eru helstu gallar núverandi fyrirkomulags á bókhaldsmálum og launavinnslu hjá borginni?
Hafa niðurstöður þessar verið kynntar fyrir viðkomandi fagráðum?
Hvað er gert ráð fyrir að þessar breytingar muni kosta?
Óskað er eftir að fá afrit af áðurnefndri skýrslu og að hún verði kynnt með fomlegum hætti strax á næsta borgarráðsfundi. R04100035
28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli frá tónlistarskólunum í Reykjavík hefur Reykjavíkurborg ákveðið að öll skráning tónlistarnema skuli fara fram miðlægt í gegnum rafræna Reykjavík. Þess vegna leggja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirpurn:
Hver eru rökin fyrir þessari ákvörðun?
Hvers vegna var ekki tekið tillit til þeirra óska tónlistarskólanna að nemendur eigi þess áfram kost að skrá sig milliliðalaust hjá einstaka tónlistarskólum?
Hvað er heildarkostnaður við kerfið, s.s. innkaup á kerfinu, uppsetning og aðlögun að tónlistarskólum?
Hver er reynslan erlendis af slíku fyrirkomulagi? R02010079
29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn til borgarstjóra:
Í nýlegu viðtali Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsráðs borgarinnar við fréttamann ríkissjónvarpsins, sagði formaður skipulagsráðs eftirfarandi:
“Og það virðist vera að það væri hægt að koma fyrir allt að 200 íbúðum í sérbýli víðsvegar í grónum hverfum borgarinnar”
Óskað er upplýsinga um hvar í grónum hverfum borgarinnar sé hægt að koma fyrir allt að 200 íbúðum í sérbýli. R04060140
30. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Að undanförnu hafa staðið viðræður fulltrúa menntaráðs og Menntasviðs við fulltrúa einkarekinna grunnskóla með það að markmiði að auka framlög til þeirra og tryggja rekstrargrundvöll. Þær viðræður eru nú á lokastigi. Felur borgarráð menntaráði að skila tillögum um nánari útfærslu þeirra sem fyrst. R05030022
Samþykkt.
31. Tillaga að samgönguáætlun Alþingis fyrir árin 2005-2008 kynnt. R01010079
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Með áherslum í samgönguáætlun 2005-2008 fer höfuðborgarsvæðið enn á ný verulega varhluta af framkvæmdum ríkisins í samgöngumálum og Reykjavíkurborg sérstaklega. Til framkvæmda í höfuðborginni sjálfri, þar sem búa um 40#PR landsmanna, renna eingöngu 8-9#PR framkvæmdafjár.
Á höfuðborgarsvæðinu öllu búa um 63#PR landsmanna og eru þar skráðar 127.000 bifreiðir, eða um 64#PR bifreiðaflota landsmanna. Engu að síður fer aðeins fimmta hver króna vegáætlunar til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fjársvelti svæðisins hefur verið langvarandi, því á árunum 1990-2004 hefur hlutfall framlaga til vegamála á höfuðborgarsvæðinu einungis verið 22#PR. Samgönguráðuneytið hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins óslitið frá árinu 1991 og ber hann því höfuðábyrgð á fjársveltinu.
Mikilvægasta samgöngubót á svæðinu og væntanlega sú hagkvæmasta á landinu, lagning Sundabrautar, er ótímasett í áætluninni sem er algerlega óviðunandi. Yfirlýst áform ríkisvaldsins um sérstaka fjármögnun brautarinnar eiga ekki að standa í vegi fyrir því að framkvæmdin verði tímasett. Þá er grundvallaratriði að þrátt fyrir að um sérstaka fjármögnun kunni að verða að ræða, feli það ekki í sér að um sérstaka gjaldheimtu verði að ræða af notendum Sundabrautar.
Annað mikið hagsmunamál höfuðborgarinnar er að ráðist verði í endurbætur á Mýrargötu. Mikil uppbygging stendur fyrir dyrum á slippasvæðinu við Vesturhöfnina, en hún stendur í beinu samhengi við sameiningu hafnanna í Reykjavík, á Akranesi, Grundartanga og í Borgarnesi. Uppbyggingaráform Faxaflóahafna sf. eru því sett í uppnám með því að endurbóta á Mýrargötu er að engu getið í samgönguáætlun 2005-2008, þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi boðist til að lána fé til framkvæmdarinnar.
Reykjavíkurborg leggur áherslu á að góð vegatenging fylgi uppbyggingu væntanlegrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Bent er á að í samgönguáætlun segir að jafnframt því að lagt er fé til Hlíðarfótar frá Hringbraut að samgöngumiðstöð „verði unnin tillaga um framhald hans til Kringlumýrarbrautar í göngum á tímabili tólf ára samgönguáætlunar 2007–2018.“ Þessi samgöngubót, sem er að finna á Aðalskipulagi Reykjavíkur, verður því mikilvægari sem útlit er fyrir öfluga uppbyggingu í Vatnsmýri. Mikilvægt er að kanna hvaða áhrif þessi væntanlegu göng úr Fossvogsdal í Vatnsmýri hafa á umferð um aðrar leiðir og þá sérstaklega um hin fjölförnu gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að framkvæmdafé til höfuðborgarsvæðsins verði aukið frá því sem nú er. Þótt framlög til höfuðborgarsvæðisins hafi aukist talsvert að undanförnu er brýn nauðsyn til að gera enn betur. Enn liggur ekki fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um hvaða leið verður farin í lagningu Sundabrautar. Ákvörðun um það hefur sífellt dregist á langinn í höndum R-listans. Ávallt hefur legið fyrir að um sértæka fjármögnun yrði að ræða við lagningu Sundabrautar, sem gæti hafist ca. 2007-2008 og hvetja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að fjármögnun verði tryggð til að leggja Sundabrautina alla leið upp á Vesturlandsveg. Samgönguáætlun gerir ekki ráð fyrir mislægum gatnamótum á Milubraut/Kringlumýrarbraut ástæðan er sú að R-listinn hafnaði því að þau yrðu byggð.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Sú niðurstaða vegaáætlunar að um 9#PR fjárframlag til vegaframkvæmda renni til verkefna í Reykjavík er með öllu óviðunandi. Hluti skýringar á þessu er seinagangur R-listans í skipulags- og samgöngumálum en einnig vísvitandi töf borgaryfirvalda á bráðnauðsynlegri gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Borgaryfirvöld hafa þannig lagt það upp í hendurnar á ríkisvaldinu að sniðganga augljósa hagsmuni Reykvíkinga í samgöngumálum. Kjörnir fulltrúar Reykvíkinga ættu að krefjast betri vinnubragða af hálfu bæði borgaryfirvalda og samgönguyfirvalda.
32. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 12. þ.m. varðandi bótakröfu Skallagrímsveitinga ehf. vegna synjunar um áfengisveitingaleyfi í Egilshöll. R03100169
Samþykkt.
33. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 13. þ.m. þar sem lögð er til hækkun á þriggja ára áætlun Umhverfissviðs sem nemur 40 mkr. árin 2006-7 og 25 mkr. árið 2008, vegna duftgarðs í Leynimýri. R05030111
Vísað til borgarstjórnar.
34. Ályktun borgarráðs:
Á undanförnum mánuðum hefur staðið yfir vinna með fulltrúum Háskólans í Reykjavík um staðarval skólans til famtíðar. Sú staðsetning innan borgarinnar sem fulltrúum skólans hefur hugnast best er í Vatnsmýri. Í samræmi við kynningar í ráðinu 10. mars og 17. mars s.l. styður borgarráð eindregið að í Reykjavík verði framtíðaraðsetur Háskólans í Reykjavík og lýsir sig reiðubúið að greiða götu þess að svo verði. R03030023
35. Afgreidd 13 útsvarsmál. R05010128
Fundi slitið kl. 13:15.
Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson