Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 31. mars, var haldinn 4885. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.08. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 23. febrúar. R05010024
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. febrúar. R05010028
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 18. mars. R05010029
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. mars. R05010035
5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. mars. R05010037
6. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 16. mars. R05010041
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 14. mars. R05010043
8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 11. og 18 mars. R05010045
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R05020145
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 29. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m. varðandi Hallsveg, breytingu á aðalskipulagi. R05030127
Samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
- Kl. 11.17 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., þar sem óskað er heimildar til að beyta ÁF-hús ehf. dagsektum að liðnum tímafresti, verði ekki bætt úr nánar tilgreindum ágöllum á húsunum að Boðagranda 2 og 2A. Tímafrestur verði 14 dagar frá móttöku tilkynningar þar að lútandi og upphæð dagsekta kr. 50.000 á dag. Jafnframt lagt fram bréf ÁF-húsa ehf., dags. 15. þ.m. R05030126
Samþykkt að heimila beytingu dagsekta.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu deiliskipulags lóðar nr. 29 við Borgartún. R05030122
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 16. s.m., varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna Vesturhafnar. R05030123
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
14. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 11. þ.m. um erindi framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 28. f.m. varðandi ráðstöfun lóðar nr. 1-3 við Bæjarflöt. R05010171
Umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs samþykkt.
15. Lagður fram kjarasamningur Þroskaþjálfafélags Íslands og Reykjavíkurborgar, dags. 4. mars 2005. R04110086
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
16. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um vinnuhópa vegna þjónustumiðstöðva og stjórnkerfisbreytinga, sbr. 24. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m. R04060194
17. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um áfengismál frá 15. þ.m í máli nr. 21/2005, kæra Veitingahússins Þjóðhildarstíg 2 ehf. R04100133
18. Lagt fram yfirlit fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. þ.m. um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R05010003
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar og borgarlögmanns varðandi nýjar samþykktir fyrir fagráð Reykjavíkurborgar, dags. 30. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 14. s.m., íþrótta- og tómstundaráðs 11. s.m., menningar- og ferðamálaráðs 8. s.m., menntaráðs 3. s.m., skipulagsráðs 30. s.m., umhverfisráðs 7. s.m. og velferðarráðs 9. s.m. Jafnframt lögð fram drög að samþykktum fyrir fagráðin, dags. 30. þ.m., þar sem færðar hafa verið inn breytingar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmanns leggja til að gerðar verði. R05020008
Borgarráð samþykkir drög að nýjum samþykktum fyrir fagráð Reykjavíkurborgar, með þeim breytingum sem lagðar eru til. Vísað til forsætisnefndar.
20. Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 28. janúar og 18. mars 2005, í máli nr. E-8781/2004, Heimilisvörur ehf. gegn Reykjavíkurborg. R04100082
21. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 23. þ.m. í máli nr. E-6084/2004, Félag tónlistarskólakennara gegn Reykjavíkurborg. R04060117
22. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 30. þ.m. varðandi umsókn Aðalgrafar hf. um leyfi til áfengisveitinga á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, þar sem lagt er til að leyfið verði veitt með nánar tilgreindum skilmálum. R05030152
Samþykkt.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir að fela menntaráði að útfæra ítarlega áform um gjaldfrjálsan leikskóla í Reykjavík í samræmi við þau auknu fjárframlög sem til þess eru ætluð í frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál Reykjavíkurborgar 2005-2008. Sérstaklega skuli hugað að þróun gjaldskrár með tilliti til systkinaafsláttar og gjaldtöku fyrir dvalarstundir umfram gjaldfrjálsar stundir. Þá skuli ráðið hyggja að áhrifum gjaldfrjáls leikskóla á samspil þjónustu leikskóla og dagforeldra, ekki síst í ljósi væntanlegrar endurskoðunar á reglugerð um daggæslu í heimahúsum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R02110159
Frestað.
24. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2006-2008. R05030111
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur brotið sveitarstjórnarlög með því að leggja þriggja ára áætlun svo seint fram á árinu. Hana bar að afgreiða í síðasta lagi þann 16. febrúar sl.
Í 63. gr. sveitarstjórnarlaga segir um þriggja ára áætlun: „Áætlunin skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins og skal hún unnin og afgreidd af sveitarstjórn innan tveggja mánaða frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar skv. 61. gr.“
Borgarstjórn afgreiddi fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 þann 16. desember 2004 og átti því að afgreiða þriggja ára áætlun sína í síðasta lagi þann 16. febrúar sl.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem R-listinn ræður ekki við að afgreiða fjárhagsáætlanir sínar á réttum tíma. Árið 2003 urðu einnig tafir á afgreiðslu þriggja ára áætlunar. Þáverandi borgarstjóri taldi sig hafa fengið undanþágu frá félagsmálaráðuneytinu en ráðuneytið hafði hvorki þá né nú heimild til að veita fresti eða undanþágur.
Gísli Helgason óskaði bókað:
F-listinn styður áform um uppbyggingu Vatnsmýrarinnar sem þekkingar- og vísindaþorps.
Það er æskilegt að slíkt þekkingaþorp rísi í nágrenni við Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahús. Það samrýmist stefnuskrá F-listans að fræðasetur eins og Háskólinn í Reykjavík fái þar lóð undir starfsemi sína í stað þess að flytja þá starfsemi til Garðabæjar.
Þá fagnar F-listinn hugmyndum um gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum.
Það er samkvæmt stefnu F-listans að vera með lág þjónustugjöld fyrir barnafjölskyldur.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Enn einu sinni birtist afstöðuleysi minnihluta Sjálfstæðisflokksins þegar málefni Reykjavíkurborgar eru til umfjöllunar. Engin efnisleg afstaða er tekin til innihalds 3ja ára áætlunar, s.s. gjaldfrjáls leikskóla, lækkun skulda og bættrar þjónustu við borgarbúa. Stefna D-listans birtist aðeins í athugasemdum við formsatriði en ekki efni. Alþekkt er að ýmis sveitarfélög tilkynni félagsmálaráðuneytinu ef dráttur verður á framlagningu 3ja ára áætlunar eða fjárhagsáætlunar og færi fyrir því gild rök. Við það hefur ráðuneytið ekki haft neinar athugasemdir. Vegna umfangsmikilla stjórnkerfisbreytinga hjá Reykjavíkurborg og breytinga á fjárhagsrömmum einstakra stofnana óskaði Reykjavíkurborg eftir fresti að þessu sinni. Ekkert óeðlilegt er við þau vinnubrögð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Það lýsir metnaðarleysi meirihlutans vel að dráttur annarra sveitarfélaga vegna framlengingar 3ja ára áætlunar sé notuð sem afsökun fyrir þeim töfum sem orðið hafa á framlagningu frumvarps að 3ja ára áætlun fyrir Reykjavíkurborg. Að öðru leyti er bókun R-listans ekki svaraverð, enda mun afstaða Sjálfstæðisflokksins til frumvarpsins koma fram við afgreiðslu þess í borgarstjórn.
25. Lagt fram bréf Rúnars Freys Gíslasonar, dags. í dag, þar sem hann óskar lausnar sem varamaður í stjórn Faxaflóahafna sf.
R04110016
Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Aðalsteinn Jónsson taki sæti varamanns í stjórn Faxaflóahafna sf. í stað Rúnars Freys.
26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fjölmiðlum í síðustu viku kom fram að haldnir hafa verið kynningarfundir í London, New York, Berlín og Kaupmannahöfn á vegum Listahátíðar, sem verður haldin í sumar í Reykjavík. Fram kom að Reykjavíkurborg, m.a. fulltrúar Höfuðborgarstofu hafi átt aðild að þessum kynningarfundum. Óskað er eftir því að lagðar verði fram upplýsingar um hvað kynningar þessar kostuðu í heild sinni og hver hafi orðið kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar í þessu verkefni. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hverjir hafi tekið þátt í kynningum f.h. Reykjavíkurborgar. R04120170
Fundi slitið kl. 12:15
Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson