Borgarráð - Fundur nr. 4884

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn 4884. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:12. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 2. og 9. mars. R05010035

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R05020145

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., varðandi endurauglýsingu deiliskipulags fyrir reit 1.174.1, sem afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Snorrabraut og Laugavegi. R01120220
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., varðandi auglýsingu deiliskipulags reits 1.230, Bílanaustreits. R04110124
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

- Kl. 11.20 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 9. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Arnarbakka 1-3, lóð Breiðholtsskóla. R05030090
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Borgarráð samþykkir að í viðræðum við forystu Íþróttafélags Reykjavíkur um uppbyggingu á svæði félagsins verði haft að leiðarljósi að á árinu 2006 hefjist framkvæmdir við fjölnota íþróttahús ÍR, sunnan núverandi húsnæðis ÍR. Jafnframt fari fram þarfagreining á því hvaða starfsemi verði í húsinu. R02030009

Vísað til meðferðar Íþrótta- og tómstundasviðs og Framkvæmdasviðs.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 19. ágúst 2004 var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga sjálfstæðismanna:
“Íþrótta- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra að hefja viðræður við Íþróttafélag Reykjavíkur um byggingu íþróttahúss á svæði félagsins við Skógarsel. Í viðræðunum skal m.a. leggja til grundvallar skýrslur Nýsis um íþróttamál í Breiðholti og aðstöðumál ÍR en gera skal ráð fyrir því að íþróttahús rísi á svæðinu óháð því hvort nýr framhaldsskóli verði þar reistur. Stefnt skal að því að nýtt íþróttahús ÍR verði vígt á 100 ára afmæli félagsins árið 2007.”
Vegna þessa máls bókuðu fulltrúar R-listans eftirfarandi:
”Fulltrúar Reykjavíkurlistans taka undir tillögu D-listans enda þegar hafnar viðræður borgaryfirvalda og forystu ÍR um nýtt skipulag á íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd.”
Unnið hefur verið í samstarfi ÍTR og ÍR að hugmyndum og þarfagreiningu á fyrirhuguðu íþróttahúsi og skipulagi svæðisins.
Í kynningu er nú staðsetning gervigrasvallar á svæði ÍR í Suður-Mjódd. Þegar fyrir liggur með hvaða hætti endanleg þarfagreining og innra skipulag á íþróttahúsi verður er fyrst hægt að taka afstöðu til þess með hvaða hætti staðið verður að byggingu íþróttahúss í Suður-Mjódd. Einnig þarf að forgangsraða verkefnum á svæðinu. Þar sem ÍTR hefur unnið að þessu máli er lagt til að tillögu sjálfstæðismanna verði vísað til ÍTR og Framkvæmdasviðs til meðferðar.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfissviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt umhverfisráðs s.d. um takmarkanir á umferð í Hvalfjarðargöngum. R05030095
Samþykkt.

- Kl. 11.25 tók Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

8. Lagt fram yfirlit fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R05010003

9. Lögð fram umsögn sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m. um erindi Faxaflóahafna frá 18. f.m. varðandi sérstaka svæðisskipulagsmeðferð fyrir Faxaflóahafnir. R05020120
Samþykkt.

10. Samþykkt að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs taki sæti í viðræðuhópi um kaup á landi ríkisins innan borgarmarkanna, sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m. R05020112

11. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 14. þ.m. um erindi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar ehf., dags. 7. s.m., varðandi kaup á byggingarrétti á lóðum á Héðinsreit. R03020109
Umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram svar borgarstjóra frá 15. þ.m. varðandi fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar um niðurrif húsa við Laugaveg, sbr. 25. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m. R03120054

13. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 7. þ.m. varðandi úthlutun byggingarréttar við Lambasel. Jafnframt lögð fram drög 2 að úthlutunarskilmálum, dags. í mars 2005. R05030013
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Lóða- og uppboðsstefna R-listans er komin í öngstræti, enda sú stefna í anda löngu úreltrar hafta- og skömmtunarstefnu.
Eina leiðin fyrir Reykjavíkurborg til að losa sig úr þeim vanda sem hún er búin að koma sér í er að auka framboð lóða og tryggja nægjanlegar lóðir undir sérbýli og fjölbýli, en sérstaklega er verulegur skortur á lóðum undir sérbýli. Með þeim hætti er hægt að lækka lóðaverð og til lengri tíma húsnæðiskostnað fjölskyldna í Reykjavík.
Þær reglur sem nú er lagt til að viðhafðar verði við úthlutun á 30 einbýlishúsalóðum í Breiðholti afhjúpa með skýrum hætti hve illa hefur tekist til við mótun og framkvæmd þeirrar stefnu sem R-listinn hefur fylgt í skipulags- og lóðamálum.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Á árinu 2004 var hafin bygging á 885 nýjum íbúðum í Reykjavík. Á árinu 2003 var lokið við byggingu 872 nýrra íbúða. Mikil þensla er á húsnæðismarkaði vegna aukins framboðs lánsfjár. Tölur um nýbyggingar bera með sér að framboð lóða hefur verið með mesta móti. Engu að síður hefur lóðaverð hækkað. Reykjavíkurborg hefur beitt ýmsum aðferðum við ráðstöfun lóða og er þetta í þriðja sinn á síðasta áratug að einbýlishúsalóðum er ráðstafað til umsækjenda gegn föstu verði. Trúlega mun seint finnast ein rétt leið við lóðaúthlutun, en Reykjavíkurborg mun kappkosta hér eftir sem hingað til að gæta jafnræðis og réttsýni í ráðstöfun sameiginlegra eigna borgarbúa. Framundan er að auki mikill uppgangur í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Má þar nefna nýja byggð í Úlfarsfelli auk þéttingar í eldri hverfum.

14. Lagður fram 26. liður afgreiðslufundargerðar byggingarfulltrúa frá 1. þ.m. varðandi Kirkjustétt 36-40, sbr. 13. liður fundargerðar skipulagsráðs 9. þ.m., sem frestað var á fundi borgarstjórnar 15. þ.m. R04060030
Vísað til borgarstjórnar.

15. Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa um byggingarframkvæmdir í Reykjavík 2004, dags. í mars 2005. R03050173

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. þ.m.:

Borgarráð samþykkir að fela verkefnisstjórn um sölu fyrirtækja að undirbúa sölu Vélamiðstöðvarinnar ehf. í samræmi við niðurstöður úttektar á stöðu fyrirtækisins. Í undirbúningnum verði lögð áhersla á að tryggja störf starfsmanna Vélamiðstöðvarinnar í nánu samstarfi við starfsmennina sjálfa og stéttarfélög þeirra. Að undirbúningi loknum og áður en ráðist er í sölu fyrirtækisins verði söluskilmálar lagðir fyrir borgarráð til samþykktar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04090035
Samþykkt.

17. Kynnt staða undirbúningsvinnu vegna hugsanlegrar framtíðarstaðsetningar Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri. R03030023

18. Afgreitt eitt útsvarsmál. R05010128

Fundi slitið kl. 12:42

Alfreð Þorsteinsson

Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Katrín Jakobsdóttir
Kjartan Magnússon Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson