Borgarráð - Fundur nr. 4881

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 24. febrúar, var haldinn 4881. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:08. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. febrúar. R05010042

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R05020027

3. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sf. frá 17. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar 16. s.m., þar sem óskað er samþykkis á lántöku Orkuveitunnar með skuldabréfaútboði að fjárhæð allt að 2 milljarðar króna. R04100301
Vísað til borgarstjórnar.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi vegna legu stofnstígs meðfram Brautarholtsvegi á Kjalarnesi. R04110071
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi breytt deiliskipulag Háskólasvæðisins vestan Suðurgötu. Jafnframt lagt fram bréf stjórnar húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B frá 22. s.m. varðandi málið, dags. 22. s.m. R04060150
Bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs samþykkt.

- Kl. 11.14 tók Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðum nr. 1-5 og 7-9 við Álftamýri. R04070033
Samþykkt.
Stefán Jón Hafstein vék af fundi við meðferð málsins.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi breytt deiliskipulag að Suðurhólum 35. R04110161
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að Landsbanki Íslands hf. verði lóðarhafi lóða nr. 21 við Þingvað, nr. 2-4 við Hólmvað og nr. 63-75 við Hólavað, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R05010003

10. Lagt fram bréf deildarstjóra skrifstofu borgarstjórnar frá 21. þ.m. vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjölda fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar, sbr. 6. töluliður 17. liðar fundargerðar borgarráðs frá 17. febrúar. R05020062

11. Samþykkt borgarráðs:

Á fundi borgarráðs 14. janúar 2003 samþykkti borgarráð að fela fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórnum byggðasamlaga og fyrirtækja í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar að beita sér fyrir því að þær samþykktir og reglur sem um þessi mála gilda hjá Reykjavíkurborg verði teknar upp hjá viðkomandi byggðasamlögum og fyrirtækjum í megindráttum, en lagaðar að aðstæðum á hverjum stað. Borgarráð samþykkti 17. febrúar sl. endurskoðaða innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir Reykjavíkurborg. Af því tilefni beinir borgarráð eftirfarandi fyrirspurn til stjórna byggðasamlaga og fyrirtækja í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar:
1. Hafa verið settar sérstakar reglur um innkaup samlagsins/fyrirtækisins, sbr. samþykkt borgarráðs frá 14. janúar 2003?
2. Hafa slíkar reglur ekki verið settar, hvað er því til fyrirstöðu að byggðasamlagið/fyrirtækið setji sér slíkar reglur? R05020014

12. Lagt fram bréf Óskars Dýrmundar Ólafssonar frá 21. þ.m., þar sem hann óskar lausnar úr skipulagsráði og sem varamaður úr umhverfisráði og velferðarráði. R05020125
Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að í stað Óskars Dýrmundar verði Árni Þór Sigurðsson kosinn í skipulagsráð, Kolbrún Rúnarsdóttir verði kosin varamaður í umhverfisráð og Grímur Atlason kosinn varamaður í velferðarráð.

13. Lagt fram bréf staðgengils fræðslustjóra frá 23. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fyrirkomulag tónlistarnáms, sbr. 15. liður fundargerðar borgarráðs frá 20. janúar sl. R02010079

- Kl. 11.25 tók sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs sæti á fundinum í fjarveru borgarstjóra.

14. Lagt fram bréf staðgengils fræðslustjóra frá 23. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tapaða skóladaga í verkfalli kennara, sbr. 14. liður fundargerðar borgarráðs frá 20. janúar sl. R04120136

15. Lagt fram bréf Margrétar K. Sverrisdóttur, dags. í dag, þar sem hún tilkynnir að Gísli Helgason taki sæti hennar sem áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í velferðarráði. R04120134

16. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi umsókn Nýsis hf. um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Egilshöll laugardaginn 26. þ.m., þar sem lagt er til að leyfið verði veitt með nánar tilgreindum skilyrðum. R05020068
Samþykkt.

17. Lögð fram drög að eftirtöldum samningum Reykjavíkurborgar, Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. og Fasteignafélagsins Laugardals ehf., dags. 29. desember 2004, sbr. samþykkt framkvæmdaráðs 14. þ.m.: Rammasamningi um byggingu, fasteignastjórnun og leigu Íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, leigusamningi um Íþrótta- og sýningarhöllina, fasteignastjórnunarsamningi um Íþrótta- og sýningarhöllina, ásamt viðauka, og fasteignastjórnunarsamningi um Höllina. Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 21. þ.m., þar sem óskað er heimildar til að ganga frá framangreindum samningum. R04010075
Erindi sviðsstjóra Fjármálasviðs samþykkt.

18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, varðandi samanburð á raunkostnaði og áætlunum vegna framkvæmda í tengslum við Landnámsskálann við Aðalstræti. R04010059

- Kl. 12.10 vék Guðrún Ebba Ólafsdóttir af fundi.

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Mikil óánægja er meðal íþrótta- og æskulýðsfélaga í borginni vegna krafna borgaryfirvalda um greiðslur fasteignaskatta á mannvirki þeirra sem notuð eru fyrir viðurkennt íþrótta- og æskulýðsstarf. Flest þessara mannvirkja hafa ekki borið fasteignaskatta áður eða að borgarráð hefur veitt styrki á móti þessum álögum borgarinnar.
Af þessu tilefni er spurt:
1. Með hvaða hætti var staðið að álagningu fasteignagjalda í ár á íþrótta- og æskulýðsfélög, þ.á.m. KFUM/K og skáta.
2. Er það einlægur ásetningur R-listans að skattleggja þessa starfsemi með þessum hætti?
3. Óskað er eftir samanburði á greiðslum á fasteignaskatti á milli áranna 2000 og 2005 á mannvirki íþrótta- og æskulýðsfélaga sem notuð eru fyrir íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfsemi.
4. Einnig er óskað eftir upplýsingum um styrki borgarinnar á móti álögðum fasteignagjöldum á sama tímabili til íþrótta- og æskulýðsfélaga. R05020146

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Íþrótta- og tómstundaráð hefur nú samþykkt að hætta rekstri á þess vegum á skíðasvæðinu við Hengil og bjóða skíðadeildum sem þar eru aðstöðu í Bláfjöllum. Er þetta í andstöðu við skíðadeildir ÍR og Víkings.
Af þessu tilefni er óskað eftir svörum við eftirfarandi:
1. Hver er rekstrarkostnaður borgarinnar á ári við rekstur þessa skíðasvæðis?
2. Liggja fyrir kostnaðaráætlanir um hvað það muni kosta að kaupa eignir félaganna á Hengilsvæðinu og flytja þær í Bláfjöll og gera aðstöðu þessara félaga þar viðunandi?
3. Hve miklum fjármunum má ætla að þurfi að verja á ári næstu fimm árin í rekstur og lágmarksendurbætur á Hengilsvæðinu?
4. Hve miklum fjármunum til viðbótar við 3 tl. þyrfti að verja á ári í framkvæmdir við frekari uppbyggingu á Hengilsvæðinu skv. óskum skíðadeilda ÍR og Víkings sem lagðar hafa verið fyrir íþrótta- og tómstundaráð? R04050094

21. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Að loknum borgarráðsfundi 10. febrúar sl. tilkynnti undirritaður að hann myndi flytja tillögu á borgarstjórnarfundi 15. febrúar um að komið yrði á fót nýjum starfshópi um endurskoðun deiliskipulags við Laugaveg. Fyrri starfshópur hafði árið 2002 lagt til að heimilað yrði niðurrif á þriðja tug gamalla húsa sem standa við Laugaveg og eru hluti götumyndar hans.
Að eindreginni ósk borgarstjóra var flutningi tillögunnar frestað til borgarstjórnarfundar 1. mars n.k. þar eð borgarstjóri gæti ekki verið til andsvara á fundinum 15. febrúar og formaður skipulagsráðs tæki ekki þátt í störfum borgarstjórnar vegna barneignaleyfis. Hét borgarstjóri því að R-listinn myndi ekki nota frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið eða reyna að ýta tillögu F-listans til hliðar.
Nú hefur það gerst að formaður skipulagsráðs tilkynnti í fjölmiðlum í fyrradag að hann muni flytja tillögu á fundi skipulagsráðs í gær um að koma á fót rýnihópi íbúasamtaka og fagaðila til að segja álit sitt á nýbyggingum við Laugaveg áður en gömul hús verði rifin.
Að mati undirritaðs er hér ekki aðeins um að ræða tilraun til að klæða fyrirhugað niðurrif R-listans við Laugaveg í faglegan búning heldur er einnig verið að svíkja það heiðursmannasamkomulag sem lá til grundvallar frestun á tillögu F-listans um að koma á fót nýjum starfshópi um endurskoðun á deiliskipulagi við Laugaveg.
Undirritaður beinir því þeirri spurningu til borgarstjóra, hvers vegna áðurnefnt heiðursmannasamkomulag var ekki haldið? R03120054

Fundi slitið kl. 12:35

Stefán Jón Hafstein
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Katrín Jakobsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson