Borgarráð - Fundur nr. 4880

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2005, fimmtudaginn 17. febrúar, var haldinn 4880. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 28. janúar. R05010029

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 9. febrúar. R05010035

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 9. febrúar. R05010037

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11. febrúar. R05010045

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R05020027

6. Lagt fram bréf verkefnisstjóra Höfuðborgarstofu, dags. í dag, þar sem sótt er um leyfi fyrir sýningu vélsleðamanna á bílaplani við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða 20, föstudagskvöldið 18. þ.m. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, þar sem lagt er til að borgarráð heimili sýninguna fyrir sitt leyti með nánar tilgreindum skilyrðum. R05010108
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi reits 1.173.1, Laugavegar 56, 58 og 58B. R05020066
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

- Kl. 11.15 tók Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Skeifunni 5. R05020067
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Kleifarseli 28, lóð Seljaskóla. R04050132
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi afmörkun og stækkun golfvallarins að Korpúlfsstöðum. R05010085

- Kl. 11.23 tók Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulagssviðs frá 9. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi breytt deiliskipulag reits 1.134.6, Holtsgötureits, sem afmarkast af Holtsgötu, Bræðraborgarstíg, Sólvallagötu og Vesturgötu. R04110123
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lögð fram skýrsla starfsmatsnefndar um innleiðingu starfsmats, 1. áfanga, dags. í janúar 2005. R04010055

- Kl. 11.28 tók borgarstjóri sæti á fundinum.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að Markarholti ses. verði úthlutað byggingarrétti á lóðinni nr. 58-62 við Suðurlandsbraut, með nánar tilgreindum skilmálum. R03110033
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

14. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 11. þ.m. þar sem óskað er heimildar til eignarnáms á eignunum að Selásbletti 2a og 3a, eða hluta þeirra. R04010121
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

15. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 14. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um strætisvagnasamgöngur milli Grafarholts og Grafarvogs, sbr. 20. liður fundargerðar borgarráðs 10. s.m. R02030079

16. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Borgarráð samþykkir að fela Stjórnsýslu- og starfsmannasviði að láta fara fram nú þegar einfalda viðhorfskönnum meðal borgarstarfsmanna. Í könnuninni verði spurt hvernig borgarstarfsmönnum líði í vinnunni og hvort þeir séu ánægðir í vinnunni.

Greinargerð fylgir tillögunni. R04100035

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu, tillagan orðist svo:

Borgarráð samþykkir að í reglubundnu mati á starfsánægju starfsmanna Reykjavíkurborgar verði leitast við að mæla sérstaklega áhrif yfirstandandi stjórnkerfisbreytinga á starfsánægju borgarstarfsmanna. Er Fjármálasviði, sem hefur yfirumsjón með heildarskorkorti Reykjavíkurborgar, falið að semja spurningar í þessu augnamiði.

Tillagan svo breytt samþykkt.

17. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Borgarráð samþykkir að fela Innri endurskoðun að gera úttekt á þeim stjórnkerfisbreytingum sem staðið hafa yfir frá 20. júní 2002, þegar borgarstjórn fól stjórnkerfisnefnd að #GLfara yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar#GL og væntanlega munu taka enda 1. desember 2005.
Óskað er eftir upplýsingum og úttekt á eftirfarandi þáttum:
1. Hve margir starfsmenn hafa skipt um störf og munu skipta um störf á næstu mánuðum innan borgarkerfisins við breytingar vegna þjónustumiðstöðva og vegna breytinga á stjórnkerfi borgarinnar?
2. Hve margir starfsmenn hafa ekki fengið endurráðningu við þessar breytingar og með hvaða hætti voru starfslok þeirra leyst?
3. Hver verður heildarkostnaður við þessar breytingar, hvað varðar starfsmenn, húsnæði og flutninga?
4. Hve miklum fjármunum þ.m.t. vinnutími starfsmanna hefur verið varið í þessar breytingar innan borgarkerfisins?
5. Hve mikill kostnaður er vegna utanaðkomandi ráðgjafar vegna innleiðingu þjónustumiðstöðva og breytinga á stjórnkerfinu á þessu tímabili?
6. Hve margir kjörnir fulltrúar sátu í nefndum og ráðum á árinu 2004 og hve margir eru þeir nú eftir breytingar á nefndarkerfi borgarinnar?
7. Hvaða þjónusta borgarinnar verður ekki tengd fyrirhuguðum þjónustumiðstöðvum? R05020062

Borgarráð samþykkir að vísa tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til gerðar endurskoðunaráætlunar Innri endurskoðunardeildar fyrir árið 2006, nema tölulið 6 sem borgarráð felur borgarstjóra að afla svara við.

18. Lögð fram að nýju drög að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglum Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m., ásamt umsögn innkauparáðs frá 9. s.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. s.m. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara frá 15. s.m. R05020014
Endurskoðuð innkaupastefna og innkaupareglur samþykktar með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara frá 15. þ.m.

19. Lagt fram svar borgarstjóra frá 14. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi skýrsluútgáfu vegna stofnunar þjónustumiðstöðva og stjórnkerfisbreytinga, sbr. 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. febrúar. R05020063

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 14. þ.m. varðandi framkomna stjórnsýslukæru Vatnsveitu Kópavogs og úrskurði kærunefndar útboðsmála í kærumálum vegna útboða á sorphirðu og öryggisgæslu. R05020005

21. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 15. þ.m. varðandi umsókn um lyfsöluleyfi að Sólvallagötu 84. R05020044
Samþykkt.

22. Lagt fram erindi Félags heyrnarlausra frá 19. desember sl. varðandi túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna ásamt umsögn skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara frá 8. þ.m. R03100013
Umsögn skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara samþykkt.

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Spalar ehf. frá 3. þ.m. varðandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum, sbr. ályktunartillögu borgarstjórnar frá 18. janúar s.l. R04110047

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs frá 15. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um starfshóp um skipan barnaverndarmála, sbr. 48. liður fundargerðar borgarráðs 3. s.m. R02120145

25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi menningarmálanefndar borgarinnar 23. janúar 2002 samþykkti nefndin tillögur stýrihóps um framtíð Viðeyjar og annarra eyja á Sundunum. Nánast engin af þeim tillögum sem stýrihópurinn kynnti hafa verið undirbúnar eða framkvæmdar, nema síður sé. Því síður hefur verið fylgt eftir því leiðarljósi, sem menningarmálanefnd samþykkti sem hljóðar þannig:
#GLViðey og eyjar á Sundunum verði áhugavert útivistarsvæði og vettvangur fræðslu í sögu- og náttúrufræðum. Eyjarnar verði mikilvægur þáttur í menningartengdri ferðaþjónustu í borginni og aðgengilegur allan ársins hring.#GL
Farþegum með Viðeyjarferju hefur fækkað verulega frá og með árinu 2000. Það ár voru farþegar tæplega 27 þúsund en árið 2004 voru þeir um 15 þúsund. Ljóst er að almenningssamgöngur við Viðey, veitingarekstur og umsjónar- og eftirlitsstörf í Viðey, eru í uppnámi.
Í svari við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 3. nóvember 2004, um málefni Viðeyjar var því lýst yfir að samgöngur við eyna og veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðið út fyrir árslok 2004. Ekki er vitað til þess að það hafi verið gert en á hinn bóginn þeim aðilum sem sinnt hafa þessum verkefnum sagt upp samningi frá síðustu áramótum.
Spurt er:
1. Hver er í dag staða mála varðandi almenningssamgöngur við Viðey og veitingarekstur í Viðeyjarstofu? Á hvern hátt er eftirlits- og umsjónarstörfum í Viðey háttað í dag?
2. Hvernig hefur gengið að fylgja eftir samþykkt menningarmálanefndar frá 23. janúar 2002 um málefni Viðeyjar og annarra eyja við Sundin? R03040071

26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að í viðræðum við forystu Íþróttafélags Reykjavíkur um uppbyggingu á svæði félagsins verði haft að leiðarljósi að á árinu 2006 hefjist framkvæmdir við fjölnota íþróttahús ÍR, sunnan núverandi húsnæðis ÍR. Jafnframt fari fram þarfagreining á því hvaða starfsemi verði í húsinu. R02030009

Frestað.

Fundi slitið kl. 12:25.

Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson