Borgarráð
B OR G A R R Á Ð
Ár 2005, fimmtudaginn 3. febrúar, var haldinn 4878. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 15. desember. R04010016
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 17. janúar. R05010021
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis frá 19. janúar. R05010024
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. janúar. R05010026
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 26. janúar. R05010035
6. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 19. janúar. R05010041
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins bs. frá 14. janúar. R05010042
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. janúar. R05010043
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. janúar. R05010045
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R05010052
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 2. þ.m. þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði KB banka í sölu verðtryggðra skuldabréfa að fjárhæð 1.500 mkr. R05020009
Samþykkt.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi við meðferð málsins.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 19. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 og lóð Osta- og smjörsölunnar, Bitruhálsi 2. R05010152
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
- Kl. 11.22 tók Stefán Jón Hafstein sæti á fundinum.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 19. s.m., varðandi deiliskipulag íbúðarsvæðis við Jaðarsel, milli Klyfjasels og Lækjarsels. R04100493
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.230, Bílanaustreits. R04110124
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu deiliskipulags reits 1.344/8, Dalbrautar. R01120217
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Vals við Hlíðarenda. R04090120
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d. varðandi deiliskipulag Sóltúns, Ármannsreitar. R04100095
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 17. f.m., þar sem lagt er til að veitt verði undanþága frá kröfum um bílastæði við lagerhúsnæði að Kletthálsi 3. R05010139
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m. þar sem lagt er til að Skeljungi hf. verði seld lóð nr. 2 við Gullengi, með nánar tilgreindum skilmálum. R04070113
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 31. f.m., þar sem lagt er til að borgarráð úthluti byggingarrétti á lóð nr. 9 við Rafstöðvarveg sameiginlega til Orkuveitu Reykjavíkur og Fornbílaklúbbs Íslands í hlutföllunum 20/80. Jafnframt er lagt til að Fornbílaklúbbi Íslands verði veittur styrkur til greiðslu lágmarksgatnagerðargjalds að fjárhæð 16.616 þkr. R05020003
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti á byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 19 við Þingvað og að Steinn Guðjónsson verði lóðarhafi lóðarinnar með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R04050026
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 31. f.m. varðandi útboð 3. áfanga byggingarréttar í Norðlingaholti, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki lóðaútboðið með nánar tilgreindum útboðsskilmálum. R05020001
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
23. Lögð fram skýrsla vinnuhóps um stefnumörkun í erlendum samskiptum Reykjavíkurborgar, dags. í febrúar 2005. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjóra frá 1. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögu hópsins um stefnu í erlendum samskiptum og einnig að teknar verði upp viðræður við borgaryfirvöld í Þórshöfn og Nuuk um endurskoðun á reglulegum samskiptum borganna með það að markmiði að skýra þau og skerpa. R02090127
Tillaga borgarstjóra samþykkt.
24. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 14. f.m., sbr. samþykkt stjórnar slökkviliðsins s.d., þar sem óskað er heimildar til allt að 258 mkr. lántöku vegna framkvæmda að Skógarhlíð 14. R05010134
Samþykkt.
25. Lagt fram yfirlit skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. yfir styrkumsóknir er borist hafa borgarráði. R05010003
26. Lagt fram bréf forstöðumanns Innri endurskoðunar frá 1. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjárráðstafanir vegna landnámsbæjarins við Aðalstræti, sbr. 9. liður fundargerðar borgarráðs frá 6. janúar sl. R04010059
27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., varðandi úthlutun ráðsins á styrkjum fyrir árið 2005. R05010173
28. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta-og tómstundaráðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., þar sem óskað er eftir heimild til að ganga til viðræðna við íþróttafélög um uppgjör vegna kostnaðarþátttöku þeirra í framkvæmdum. R05010174
Samþykkt.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við meðferð málsins.
29. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. f.m. varðandi umsókn Thailenska eldhússins ehf. um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga fyrir Thailenska eldhúsið, Tryggvagötu 14, þar sem lagt er til að gefið verði út leyfi til veitinga léttvíns og áfengs öls til kl. 22.00 alla daga, þó til kl. 23.30 aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. R01120229
Samþykkt.
30. Lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. frá 26. f.m. varðandi framlengingu tilboðs í byggingu nýrrar fasteignar að Lækjargötu 12 og kaup á fasteignum borgarinnar að Borgartúni 1-3 og Skúlatúni 2, sbr. 29. liður fundargerðar borgarráðs frá 16. desember sl. R03110006
31. Lagt fram bréf forstjóra Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls frá 26. f.m., þar sem óskað er tilnefningar í fulltrúaráð sjálfseignarstofnunarinnar Skjóls. R03030050
Frestað.
32. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 1. þ.m. um eignarnám á Selásbletti 2a og 3a í Norðlingaholti. Jafnframt lagt fram bréf Kjartans Gunnarssonar frá 31. f.m. R04010121
Frestað.
33. Lögð fram umsögn fulltrúa borgarlögmanns frá 31. f.m. þar sem lagt er til að borgarráð verði við erindi Félags eldri borgara frá 12. s.m. og heimili sölu fasteignar félagsins að Álfheimum 74, með nánar tilgreindum skilyrðum. R00020055
Samþykkt.
34. Lagt fram bréf sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 2. þ.m. varðandi niðurfellingu fasteignaskatta vegna Mýrargötu 26. R04100114
Samþykkt.
35. Lögð fram auglýsing um skrár Reykjavíkurborgar skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna um starfsmenn sem undanþegnir eru verkfallsrétti, dags. 27. f.m. R05010129
36. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Múrarafélags Reykjavíkur, dags. 26. janúar 2005. R03120167
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
37. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Rafiðnaðarsambands Íslands, dags. 25. janúar 2005. R03120174
Borgarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
38. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs frá 2. þ.m. um þá hugmynd að slökkva tímabundið á götulýsingu í Reykjavík. R05010108
Bókun borgarráðs:
Borgarráð þakkar fram komnar hugmyndir um að krydda mannlífið í höfuðborginni og opna borgarbúum sýn til stjörnuhiminsins með því að slökkva á götulýsingu.
Götuljós eru hinsvegar öryggistæki og telur borgarráð ekki fært að svo stöddu að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.
39. Lögð fram drög að samningi Reykjavíkurborgar og Minjaverndar hf. varðandi vörslu og endurgerð Aðalstrætis 10, dags. í febrúar 2005, ásamt bréfi borgarstjóra, dags, 31. f.m. R05010198
Samþykkt.
40. Lagt fram bréf sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs frá 1. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um þjónustumiðstöðvar, sbr. 13. liður fundargerðar borgarráðs 20. f.m. R04060194
41. Lagt fram minnisblað Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. frá 1. þ.m. varðandi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 29. f.m. um ólögmætt samráð olíufélaganna og réttarstöðu Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 2. þ.m.:
Með vísan til minnisblaðs Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. til borgarráðs dags. 1. febrúar sl., þar sem kemur fram það álit að #GLReykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar eigi rétt til skaðabóta frá olíufélögunum#GL samþykkir borgarráð að fela Vilhjálmi að útbúa kröfugerð á hendur félögunum fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Komi kröfugerðin til kynningar í borgarráði áður en hún verður lögð fram. R03070106
Tillaga borgarstjóra samþykkt.
42. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 280/2004, Anna Kristín Gunnarsdóttir gegn Gay Pride - Hinsegin dögum og Reykjavíkurborg. R02080031
43. Lögð fram skilagrein starfshóps um nýtt stjórnskipulag Reykjavíkurborgar vegna 2. áfanga stjórnkerfisbreytinga, dags. í dag.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Borgarráð samþykkir að hvert svið borgarinnar skiptist að jafnaði ekki upp í meira en tvær fagskrifstofur, nema þörf fyrir það sé sérstaklega rökstudd fyrir borgarstjóra og tillaga hans þess efnis samþykkt í borgarráði. Skrifstofum verði ekki fjölgað né þær lagðar af nema með samþykki borgarráðs. Einstök svið hafi að öðru leyti svigrúm til að vista verkefni með hagkvæmasta hætti á hverjum tíma, þ.e. skipta skrifstofum í deildir eða skipa starfsemi með þeim hætti sem hentugast þykir.
Greinargerð fylgir tillögunni. R04100035
- Kl. 13.20 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.
- Kl. 13.50 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
44. Lögð fram drög að fyrirmynd að samþykkt fyrir fagráð Reykjavíkurborgar, dags. 2. þ.m., ásamt bréfi borgarstjóra, dags. s.d. R05020008
Vísað til umsagnar fagráða.
45. Lögð fram drög að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglum Reykjavíkurborgar, ásamt bréfi borgarritara, dags. í dag. R05020014
Vísað til umsagnar innkauparáðs.
46. Lögð fram drög að nýjum leikreglum með fjárhagsáætlun og fjárhagsáætlunarferli, dags. í dag. R04100035
Vísað til umsagnar fagráða.
47. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarráð beini því til stjórnar Sorpu að leitað verði lausnar á því ástandi sem hefur skapast í kjölfar þess að móttökustöð Sorpu var lokað við Bæjarflöt í Grafarvogi. Í kjölfar þess hefur íbúum Grafarvogs og Grafarholts, sem í dag eru tæplega 25 þúsund, verið vísað í móttökustöð við Sævarhöfða sem einnig hefur verið gert að stytta opnunartíma sinn. Gríðarlegt álag er á starfsmönnum stöðvarinnar við Sævarhöfða og örtröð myndast iðulega vegna langra biðraða.
Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vart hefur orðið óánægju fjölmargra borgarbúa með lokun endurvinnslustöðvar Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Jafnframt hefur undirrituðum verið bent á að dregið hafi úr umferðaröryggi við endurvinnslustöðina í Sævarhöfða og hann hefur sjálfur orðið vitni að meira öngþveiti á lóðinni við Sævarhöfða en áður. Því er spurt:
Hvað veldur því að ákveðið er að loka einu endurvinnslustöð Sorpu í 20 þúsund manna byggð í Grafarvogi?
Telja borgaryfirvöld þessa ráðstöfun verjandi með tilliti til umferðar og öryggis á endurvinnslustöðinni við Sævarhöfða? R04040002
Vísað til umsagnar stjórnar Sorpu bs.
48. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvenær má vænta þess að starfshópur um skipan barnaverndarmála hjá Reykjavíkurborg skili niðurstöðum? R02120145
49. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Undirritaður hefur oft lýst áhyggjum sínum vegna niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg og gerbreyttrar götumyndar þessarar helstu götu borgarinnar. Sérstaka athygli vekur að margar nýbyggingar eru ekki aðeins gersamlega úr takt við eldri byggð og götumynd heldur standa þessar nýrri byggingar ekki síður auðar en þær sem eldri eru. Því er spurt:
Hversu mörg hús við Laugaveg reist fyrir 1918 hafa verið rifin í valdatíð R-listans, en slík hús eru háð lögum um húsafriðun?
Hversu mörg hús við Laugaveg reist 1918 og síðar hafa verið rifin á sama tímabili?
Hversu mörg hús reist fyrir 1918 verður leyft að rífa skv. nýlegum uppbyggingarhugmyndum sem m.a. fela í sér að hús voru tekin af verndunarlista?
Hversu mörg hús reist 1918 og síðar verður leyft að rífa skv. þessum hugmyndum?
Óskað er eftir að í svari sé tilgreint byggingarár hvers húss og húsnúmer. R03120054
Fundi slitið kl. 14:10
Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stefán Jón Hafstein